Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004 Pistill eftir Pál Lýðsson: Frá Rögnvaldi á Sandlæk og niðjum hans Árið 1735 bjó að Sandlæk í Gnúpverjahreppi Rögn- valdur Freysteinsson f. 1676. Rögnvaldur var sonur Freysteins á Laug í Biskupstungum, Guðmundsonar í Auðsholti, Þórðarsonar þar, Þorleifssonar þar, Þórðarsonar prests í Hraungerði, Pálssonar er bjó í Hróarsholti í Flóa. Rögnvaldur var bróðir Jóns í Neðradal í Biskupstungum, er var faðir Illuga á Drumboddsstöðum, „staðarsmiðs“ í Skálholti. Kona Rögnvalds var Þóra, f. 1678, Guðmunds- dóttir bónda á Hnausi í Flóa, Magnússonar á Hamri, Jónssonar í Sviðugörðum, Þorvaldssonar. Freysteinn Rögnvaldsson, sonur þeirra, var fæddur 1711. Hann bjó á Sandlæk 1746-1786, er hann lést. Kona hans var Þóra Loftsdóttir bónda á Sóleyjar- bakka, Loftssonar. Hún fæddist 1710 og dó 1774. Loftur Freysteinsson, sonur þeirra, bjó á Sandlæk eftir lát Þóru, 1774 til 1815. Hann fæddist 1744 og dó 16. apríl 1828. Fyrri kona hans var Ingibjörg Jóns- dóttir. Loftur missti hana af slysförum og segir Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, svo frá því: „Ingibjörg drukknaði í Laxá á heimleið frá Hóla- kirkju. Þar var þá vinnumaður, Halldór Jónsson, er síðar bjó í Jötu. Hann ferjaði Ingibjörgu og aðra stúlku, er með henni var. Áin var flugmikil og hvolfdi bátnum við suðurbakkann. Fórust þær báðar en Hall- dór komst af. Þoldi Loftur aldrei að sjá Halldór. Og fór aldrei í kirkju meðan hann var í Hólasókn. Loftur giftist aftur og var kona hans Olöf Jónsdóttir er hafði verið þjónustustúlka í Skálholti og var vel að sér. Var hann bamlaus að síðara hjónabandi, en sonur hans og Ingibjargar var: Guðmundur Loftsson, er bjó á Sand- læk eftir föður sinn 1815-1838. Hann var fæddur 1783 og dó 29. júní 1847. Guðmundur átti Þóru Einarsdóttur frá Galtarfelli, og var hann sagður góður bóndi. Einkadóttir þeirra var Guðrún Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar var: Ámundi Guðmundsson f. 8. ágúst 1807, d. 1. okt. 1864. Ámundi bjó á Sandlæk 1838 til dauðadags. „Var mikill fyrir sér, ötull búmaður og snillingur í hverju sem hann lagði hönd að. Á síðari árum sínum varð hann höfuðveikur. Gekk þó ávallt um sitt og þvarr eigi fyrirhyggja.“ Segir Brynjúlfur frá Minna-Núpi. Ámundi var sonur Guð- mundar bónda í Syðra-Langholti, Bjömssonar og konu hans Guðrúnar Ámundadóttur snikkara í Syðra- Langholti. Ámundi missti Guðríði og kvæntist aftur Snjáfríði Hannesdóttur frá Stóru-Sandvík. Hún eign- aðist þrjá menn, allt góðbændur í Ámesþingi, en missti þá alla. Ekki áttu þau Ámundi böm, en þessi börn átti hann með Guðríði: 1) Guðmundur „eldri“, bóndi á Sandlæk. 2) Guðmundur „yngri“, bóndi á Hömrum og Urriða- fossi. 3) Ólafur, verslunarstjóri í Reykjavík. 4) Þórarinn Kristján, söðlasmiður á Kárastöðum. 5) Ámundi í Hlíðarhúsum í Reykjavík. 6) Guðrún í Syðra-Langholti. 7) Þórdís á Felli í Biskupstungum. 8) Guðríður í Geldingaholti. Kristján Ámundason fæddist á Sandlæk 11. mars 1851 og dó 21. júlí 1906. Hann bjó á Grafarbakka í Hrunamannahreppi 1877-1882. Virðist þá hafa farið til Reykjavíkur og stundað þar iðn sína í tvö ár, en að Kárastöðum í Þingvallasveit bjó hann 1884-1903. Kristján hefur snemma komist í álit, því árið 1879 var hann skipaður annar hreppstjóri Hrunamannahrepps og var í því embætti uns hann fluttist úr sveitinni. Kona Kristjáns Ámundasonar var Gréta María Sveinbjamardóttir, f. 15. ágúst 1856, d. 7. janúar 1950. Hún var dóttir séra Sveinbjöms Hallgrímssonar stofnanda og fyrsta ritstjóra Þjóðólfs 1848-1852 og miðkonu hans, Margrétar Narfadóttur bónda í Hlöðunesi, Erlendssonar. (Islenskar æviskrár, IV, bls. 364) Séra Sveinbjöm gerðist 1855 aðstoðarprestur á Hrafnagili í Eyjafirði og var síðast prestur í Glæsibæ. Hann dó 1863 og fór Gréta María þá í fóstur til séra Jóhanns Kristjáns Briem í Hruna og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur frá Oddgeirshólum, Pálssonar. Ekki sé ég hvers vegna Gréta María kom í fóstur að Hruna, en vinátta prestanna hefur líklega myndast er þeir voru samtíða í Reykjavík, rétt fyrir 1850, séra Sveinbjörn staðgengill dómkirkuprests, en séra Jóhann Briem skrifari stiftamtsmanns. Eftir prófastshjónunum í Hruna nefna Kristján og Gréta fyrstu böm sín, Jóhann Kristján og Sigríði. Böm þeirra sé ég eftir manntölum 1901: 1) Jóhann Kristján, f. 21. maí 1879, d. 25. des. 1965, bóndi í Skógarkoti 1909- 1936. 2) Sigríður, f. 1880. 3) Sveinbjörn, f. 31. okt. 1883, d. 17. sept. 1965, bóndi í Amarfelli í Þingvallasveit 1914-1921, svo húsasmíðameistari í Reykjavík. 4) Ámundi, f. 2. febr. 1886, bóndi í Mjóanesi 1912- 1927. 5) Valdimar Ólafur, f. 27. sept. 1888, d. 4. okt. 1981, trésmiður í Rvík. 6) Margrét f. 1892. Valdimar Ólafur, gæti verið skírður í höfuðið á séra Valdimar Briem (Ólafssyni) sálmaskáldi, en þau Gréta María voru fórstursystkin í Hruna. Skrifstofa Ættfræðifélagsins að Ármúla 19, 2. hæð er opin alla miðvikudaga frá 17:00-19:00 http://www.vortex.is/aett 18 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.