Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 32

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 32
Þegar eldur kemur upp í sjónvarpi, sem er sem betur ferfátítt, gerast hlutirnir hratt. Astœðan er meðal annars brennandi plast sem lekur nið- ur og getur kveikt í bœði teppum og gardínum. Mynd: Mark Andersen. Ofmetin brunahætta af sjónvörpum Hættan á íkveíkju frá sjónvarpstækjum er ekki eins mikil og um- ræðan gefur oft tilefni til að ætla. En þegar eldur hefur á annað borð kviknað í sjónvarpstæki brennur það mjög hratt og getur því orsakað mikið tjón. Fyrir nokkrum árum var mjög mikil umræða um brunahættu af sjón- varpstækjum í Svíþjóð. Mörgum fannst þessi umræða ganga út í öfgar og vera fyrst og fremst til þess fallin að hræða neytendur og það að óþörfu. Danska rafmagnsráðið ákvað því að gera ítar- lega rannsókn á þessu og í nýlegu tölu- blaði danska neytendablaðsins Tænk má sjá niðurstöður þessarar rannsókn- ar. Niðurstaðan er ótvíræð: ekki kvikn- ar oftar í sjónvarpstækjum en öðrum rafmagnstækjum sem við notum á heimilum okkar. Frá árinu 1990 eru skráð tólf tilvik þar sem sjónvarpstæki hefur brunnið, en aðeins í þremur til- vikum er hægt að fullyrða að eldurinn hafi komið upp í sjálfu tækinu. I hinum tilvikunum var ástæðan önnur en tæk- ið, m.a. sú að kerti, sem var í stjaka ofan á tækinu, valt. Því hefur einnig verið haldið fram að það auki brunahættu þegar ekki er rofinn straumur að fullu á sjónvarps- tæki, heldur eingöngu látið duga að slökkva á fjarstýringu. Þetta stenst þó ekki samkvæmt þessari skýrslu. Brenna mjög hratt Þegar sjónvarpstæki brennur þá gerist það hratt. Rannsóknir hafa leitt í ljós að það tekur ekki nema tvær mínútur frá upphafi og þar til eldurinn er orðinn stjómlaus. Meðal annars lekur brenn- andi plast niður eftir tækinu og kveikir eld í gólfteppum og fleim. Því vill danska rafmagnsráðið auka kröfur til þeirra plastefna sem notuð em í sjónvarpstæki þannig að efnin sem notuð verða í framtíðinni verði meira eldtefjandi heldur en þau sem notuð em nú. Ráð til neytenda í skýrslunni er varað eindregið við því að nota sjónvarpið sem húsgagn, þar sem t.d. er lagður lítill dúkur ofan á, og/eða kertastjaki. Það er heldur ekki Niðurstaðan er ótvíræð: ekki kviknar oftar í sjónvarps- tækjum en öðrum rafmagns- tækjum sem við notum á heimilum okkar. góð hugmynd að setja sjónvarpið inn í þrönga skápasamstæðu þannig að hit- inn sem myndast við notkun kemst ekki í burtu. Maður má heldur ekki hunsa minni- háttar bilanir, t.d. ef myndin er ekki eins og hún á að vera. Slíkt getur ein- faldlega verið merki um að tækið sé ekki lengur öraggt í notkun. Látið því fagmann yfirfara tækið. Ryk og raki er slæm samsetning þar sem slíkt getur orsakað aukna hættu á eldsvoða eða rafmagnsstuði. Reynið ekki sjálf að hreinsa sjónvarpstæki að innanverðu því það verður fagmaður að gera. Astæða er til að mæla með því að farið sé með sjónvarp í hreinsun á minnst fimm ára fresti. Það er jafn öraggt að slökkva á sjón- varpinu með fjarstýringunni og á tæk- inu sjálfu. Ef tækið stendur ónotað í einhvem tíma er best að taka það úr sambandi. Þó vill Rafmagnseftirlitið hér á landi taka fram að það mæli ávallt með því af öryggisástæðum að slökkt sé á aðalrofa sjónvarps þegar gengið er til náða á kvöldin. Ef rjúka fer úr tækinu þarf að taka það þegar úr sambandi, en ef logar standa út úr því þarf að gera það sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir að eldurinn breiðist út. Ef þú ert með teppi við höndina skaltu kasta því yfir eldinn. Slökktu á aðalrofanum eða taktu það úr sambandi ef mögulegt er og hringdu í nýja neyðamúmerið, 112.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.