Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bęndablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bęndablašiš

						16 Þriðjudagur 12. október 2004
Á árunum 1960 til 1964 var
nokkurt magn veitt af álum á
Íslandi til útflutnings. Stóð Jón
Loftsson að skipulögðum veiðum.
Síðar stóð Samband íslenskra sam-
vinnufélaga að álaveiðum. Álarnir
sem komu frá Skaftárhreppi þóttu
með þeim stærstu og magnið mik-
ið, sbr. mynd nr. 1. Bændur höfðu
aukatekjur af þessum veiðum á
þeim tíma. Fyrir um 9 árum var
einnig gerð tilraun til skipulegra
álaveiða á Íslandi. Nú eru margir
sem veiða ála fyrir sjálfan sig þar
sem mörgum þykir reyktur áll
herramannsmatur. 
Vegna versnandi afkomu
bænda var ákveðið árið 1991 af at-
vinnumálanefnd Skaftárhrepps að
gera könnun á magni ála o.fl. á
gömlu veiðisvæðunum til að
athuga hvort möguleiki væri að
hefja veiðar á þeim á ný. Þetta
verkefni var eitt af fjórum sem
fjallaði um nýtingu á staðbundnum
fiskistofnum í hreppnum. Eitt
verkefnið fjallaði svo um veiðar á
glerál. 
Valdir voru fjórir veiðistaðir
fyrir verkefnið, þar af tveir staðir
þar sem veitt var 1962 til saman-
burðar. Þeir staðir voru Fitjarflóð í
Landbroti og Steinsmýrarflóð í
Syðri-Steinsmýri í Meðallandi.
Bæði þessi vatnasvæði eru með
tært vatn og gott vatnsgegnum-
streymi. Hinir veiðistaðirnir voru
Víkurflóð í Efri-Vík í Landbroti og
Mjóásvatn í Norðurhjáleigu, í
Álftaveri. Þessi vatnasvæði eru
með gruggugt vatn og lítið gegn-
umstreymi og verða volg á góðum
sumardegi þegar sólin skín.
Bændur á veiðisvæðunum lögðu til
tæki og vinnu sem hjálpaði mikið
við framkvæmd verkefnisins. 
Álagildrurnar, sem voru 8-10
metra langar, voru hefðbundnar
með tveimur endapokum og
leiðara á milli þeirra. Möskva-
stærð í enda gildranna var 11 mm.
Állinn kemur syndandi að
gildrunni með botni en syndir ekki
yfir gildruna heldur meðfram
henni og lendir þá í endapokanum.
Möguleiki er að vera með agn í
gildrunum, t.d. saltfiskbút, en það
var ekki gert í þessu verkefni.
Kvarnir voru teknar og þær
aldursgreindar á vegum Veiði-
málastofnunar á Selfossi ásamt
fæðu álanna. 
Álar og silungar voru merktir
og vonast var til að þeir fiskar
veiddust aftur seinna af veiði-
mönnum til mælinga, en það
gerðist ekki. 
Niðurstöður, Fitjarflóð
Fitjarflóð var besta veiði-
svæðið í hreppnum 1961 til 1963
og því gert skil hér, ásamt því að
þar veiddust flestir álarnir af
veiðsvæðunum fjórum í
verkefninu. 
Meðalþyngd álanna var 350 gr,
sá þyngsti var 950 gr og sá léttasti
var um 50 gr. Þyngd ála er annars
mjög mismikil eftir veiðivötnum
(gruggug eða tær vatnakerfi), sjá
mynd nr. 2.
Meðallengd var 57 sm, sá
lengsti var um 74 sm og stysti var
um 30 sm.
Meðalholdastuðull, sem segir
til um hvað fiskurinn var feitur,
var 0,166. Holdmesti állinn í
Fitjarflóði var um 0,27 en sá
rýrasti var 0,05.
Meðalaldur var 10,6 ár. Elsti
állinn var um 16 ára, 770 gr að
þyngd og 72 sm að lengd. Yngsti
állinn var um 5 ára, gildrurnar
héldu ekki yngri álum sem fóru í
gegnum möskvann á gildrunum.
Meðalummál, mælt fyrir fram-
an bakugga, var 10,5 sm. Minnsta
ummál var 6 sm en sá digrasti var
með 17 sm.
Meðalveiði, þ.e.a.s. veiddir
álar á hverja gildru eftir eina veiði-
nótt, var 0.67 álar. Veiðisvæði eru
misgjöful eftir vatnagerð, sjá mynd
nr. 3.
Litur.  Álarnir voru flokkaðir
mest í 9 litaflokka. Dekkstu
álarnir voru yngstir eða 8,5 ára að
meðaltali. Þeir ljósustu voru 12
ára að meðaltali.
Þyngsti állinn sem veiddist á
öllum fjórum veiðisvæðunum var
um 1870 gr í Mjóásvatni. Hann
var einnig sá digrasti með
holdastuðulinn 0,29 og 86 sm á
lengd. En lengsti állinn sem
veiddist var 94 sm.
Aðalfæða álanna í Fitjarflóði
voru vatnabobbar, um 70%, jafnt
var af hornsílum, rykmýlirfum og
þráðormum í fæðu álanna.
Umræða
Að mati undirritaðs þá ganga
þeir álar til sjávar sem fara að
nálgst holdastuðulinn 0,2, eru þeir
þá að verða bjartálar, eftir um 12
ár í ferskvatni. Þessa ála er best að
veiða áður en þeir ná til sjávar og
má miða við að taka alla ála sem
eru þyngri en 400 gr og lengri en
50 sm. Minni fiskur mætti vera
áfram í vatninu til vaxtar. Hér má
bæta við að hængarnir fara minni
til sjávar en hrygnurnar, minnsti
bjartállinn sem veiddist var 42 sm.
Þessar tölur eru svo breytilegar
eftir veiðivötnum. 
Veiðin í Fitjarflóði í eina
gildru var um 30 kg alls frá 9. júlí
til 30. ágúst.  Hægt er að fá mikinn
afla í veiðivötnum ef allur áll væri
hirtur og þá einungis í nokkur ár,
vegna hættu á ofveiði eins og
gerðist í Skaftárhreppi.  Mesta
veiði á dag í eina gildru var 0,67 í
þessu verkefni en var 1962 um 7,0
sem sýnir mikla minnkun á afla-
brögðum. 
Mikill munur er í veiði eftir
dögum. Þar kemur inn veðurfar,
lofthiti, birta, gerð gildra o.s.frv.
Best er að veiða sem næst útfalli
vatnsins til að ná ljósustu álunum á
leið til sjávar. Þegar fer að hausta
og dimma þá er mesta veiðin af
öllum ál, sjá mynd 1. 
Mikið sást af glerálagöngum
áður fyrr í hreppnum og eru til
ýmsar sögur um hann.
Á landinu öllu veiddist árið
1961 17 tonn af ál, 1962 voru það
13 tonn, 1963 voru það 10 tonn og
minna eftir það.
Handverk mannanna hafa
valdið því að veiðisvæðum ála
hefur fækkað með framræslu
mýra, breytinga á árfarvegum,
uppþurrkun svæða ásamt kólnandi
veðurfari eftir 1960 o.s.frv. Þetta
hafði einnig áhrif á silung og
fugla. Til viðbótar má nefna að
sandfok í Skaftárhreppi hefur fært
vatnasvæðin í kaf. 
Undirritaður telur að fá veiði-
svæði geti haldið uppi stöðugum
veiðum til lengdar, þó að álar
finnist víða um land. Þá helst frá
sunnanverðu Snæfellsnesi og
austur fyrir Höfn í Hornafirði um
Suðurland. 
Að síðustu má nefna það að
meðhöndlun á þessu dýra hráefni
þarf að vera rétt eftir veiðar og við
slátrun svo að gæðin eyðileggist
ekki, en það er svo annar kafli út af
fyrir sig.
Trúlega er erfitt að treysta á ár-
vissar glerálaveiðar á sama veiði-
staðnum hér á landi vegna breyti-
leika í straumum fyrir utan
ströndu, breytinga á vindakefum
og veðráttu á landi.
Til er rit sem, sem fjallar nánar
um þetta efni, það nefnist Ála-
rannsóknir 1991 og er með
mörgum myndum og töflum. Það
má nálgast á skrifstofu Skaftár-
hrepps, Kirkjubæjarklaustri hjá
Ólafíu Davíðsdóttur.  
Heimild; Jón Gunnar Schram. 1991.
Álarannsóknir 1991. Atvinnumálanefnd
Skaftárhrepps Vestur - Skaftafellssýslu
og Fjölbrautaskóli Suðurlands. 59 bls.
Fjölrit. 
Höfundur: Jón Gunnar Schram,
fiskeldisfræðingur. 
S. 551 2005
Állinn hrygnir í
Þanghafinu um 5000 km
við austurströnd Mið-
Ameríku. Seiðin berast til
Evrópu með Golfstraumn-
um sem tekur um 3 ár.
Þegar til Evrópu er komið
hafa glerálaseiðin náð 6-8
cm lengd og ganga þá upp í
ferskvatn. Þar dvelst állinn
í fleiri ár sem fer eftir því
hvaða lífskilyrði eru fyrir
hendi, t.d. hiti og fæðu-
framboð. Elsti áll í þessu
verkefni í Skaftárhreppi var
um 16 ára gamall í
ferskvatni en 19 ára í raun
með dvöl í hafi sem gleráll.
Hér í þessu ritkorni er bara
talað um aldur í ferskvatni.
Eftir glerálatímabilið í
hafi hefst uppvaxtartíma-
bilið í ferskvatni og er
állinn þá kallaður guláll.
Þegar állinn hefur náð full-
um þroska þá breytist litur
hans og hann verður hvítur
á magann og dökkur á
bakið, eins og lax, og er þá
kallaður bjartáll. Bjartáll-
inn gengur til sjávar á
haustin til hrygningar í
Þanghafinu og er þá verð-
mætari vegna feitleika síns
en guláll. 
Á leið sinni í Þanghafið
étur állinn ekkert því
meltingafærin hverfa en í
stað þeirra þroskast kyn-
færin. Þess vegna verður
állinn að vera vel feitur því
að fituforðinn verður að
duga honum alla leið frá
Íslandi.  Hrygnurnar eru
stærri en hængarnir. Állinn
andar með tálknum í vatni
en á landi lokar hann
tálknunum og andar þá með
húðinni. Dæmi er um að áll
hafi farið í einum áfanga 8
km milli vatna í blautu grasi
og eru förin eftir hann eins
og eftir reiðhjól. /JGS
Álaveiðar í Skaftárhreppi,
Vestur-Skaftafellssýslu
0
100
200
300
400
500
600
700
800
900
1000
Þ
yn
gd
,g
r
Meðalþyngd 350 583 297 951
Fitjarflóð Víkurflóð Steinsmýrarfl Mjóásvatn 0
0,1
0,2
0,3
0,4
0,5
0,6
0,7
0,8
Á
la
r 
á 
gi
ld
ru
 e
ft
ir
 e
in
n 
da
g
Meðalveiði 0,67 0,16 0,44 0,14
Fitjarflóð Víkurflóð Steinsmýrarfl Mjóásvatn
Mynd 2. Meðalþyngd er mjög breytileg eftir vatnagerð. Minnsta
meðalþyngdin er í tveim vötnum með tæru vatni. 
0
200
400
600
800
1000
1200
1400
1600
1800
Þ
yn
gd
, k
g
Afli, kg á mán. 12 149 477 882 1.664  494 216
Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv.
Tilraunaveiðar á ál í Skaftafellssýslu.
Kjartan Halldórsson t.h. og
Steingrímur Matthíasson með
reyktan ál á milli sín. Fyrir ofan þá
er álagildra eins og Kjartan lánar
bændum. Þessar gildrur lét hann
smíða í Kína.
Mynd 1. Þróun álaveiða í Fitjarflóði 1962. Veiðin eykst þegar það fer
að skyggja en minnkar svo með meiri kulda.
Mynd 3. Afli er mismikill eftir gerð vatnakerfa. Fitjarflóð og
Steinsmýrarflóð eru með tært vatn en hin með gruggugt vatn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32