Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 15
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 24. nóvember 2012 | 18. tölublað | 8. árgangur Fótbolti.net hagnaðist í fyrra Fótbolti ehf., sem á og rekur vefinn Fótbolti.net, hagnaðist um 355 þúsund krónur á síðasta ári og eigið fé þess um áramót var 1,1 milljón króna. Félagið tapaði 296 þúsund krónum á árinu 2010. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Fót- bolta ehf. Engar upplýsingar eru um veltu Fót- bolti.net í ársreikningnum. Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Fótbolti.net, á 95 prósent hlutafjár í fé- laginu. Fótbolti.net varð tíu ára fyrr á þessu ári. Hann er í dag vinsælasti knattspyrnuvefur lands- ins með tæplega 1,7 milljón flettingar á viku og er í níunda sæti yfir mest sóttu vefi landsins. Það eru fleiri flettingar en næststærsti knattspyrnu- vefur, 433.is, og íþróttahlutar Mbl.is og Vísis.is fá samanlagt á viku, en þær eru um 1,6 milljónir. - þsj Tilviljun að bilun varð í kerfi Nova 9. október tvö ár í röð Alvarleg bilun varð í kerfi Nova þann 9. októ- ber sem varð til þess að rof varð á fjarskipta- þjónustu fyrirtækisins. Um sextíu mínútur tók að koma þjónustunni á. Athygli vekur að á sama degi fyrir einu ári, þann 9. október 2011, varð einnig alvarleg bilun í kerfi Nova sem orsakaði það að viðskiptavinir fyrirtækisins urðu sam- bandslausir. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir það ef til vill hljóma ótrúlega, en að það sé alger tilviljun að bilanirnar hafi borið að á sama degi. „Bilunin [sú síðari] varð vegna ljósleiðara- vinnu. Verið var að undirbúa stærri aðgerð sem átti að fara síðar fram, en vegna mistaka var framkvæmd ljósleiðaratenging sem ekki átti að eiga sér stað. Í kjölfarið kom mikið álag á fjar- skiptakerfið og farsímar misstu tengingu. “ - þsj Er prentverkið Svansmerkt? 2011 2010 JÁKVÆÐ MERKI ÚR ATVINNULÍFINU 18% ÚTFLUTNINGSAUKNING REYKJAVIK GEOTHERMAL Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is ➜ Viðtal við sölustjóra hjá Hampiðjunni ➜ Hampiðjan er stærsti birgir á ofurtógi fyrir olíuleit í heiminum ➜ Sjá mikla vaxtarmögu- leika í mörgum geirum ÚR FRAMLEIÐSLU VEIÐARFÆRA Í ÞRÓUN OFUREFNA Greiðslumáti framtíðarinnar Valitor hefst handa við að snjallsímavæða greiðslukortamarkaðinn á Íslandi. Tilraunaverk- efni í samstarfi við Visa Europe og Oberthur Technologies fer í gang eftir áramót. - þj/sjá síðu 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.