Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 26
YFIRIITSUPPDRATTUR LJOS, SKÝRINGAR: EE3 I - I CZZI m l~CT CkipuUgimoik Loðaimðik B/ggingonoitui MaHutUfna GOngubiu yfir laak Nuv. gðnguatigur Mitvaaði loðaittaarð vagur • t Haaðaifjðldi b/ggmgai Orlofthut i aigu Falagt bokagarðaimanna Cumarhut l ainkaaign falagtmanna Einungit tðkkull • huti Hut tam varða fjailaagð LANDFORM GfHJtðfeOBT CP UNt«0 EfTR 1 oftmynd lit lottmyndM h I Lumiihuialand I UM AHKO ðagt okl IV** I mkv t 4000 SumwlHjtaUnd I flM AHKO mOunodun hu-.gaiOa dag'. agu-.l IVM niaytmg okl tOBfl. okt IVBV og apnl IWO ORLOFSSVÆÐIÐ í MIÐDAL Miðdalurinn er okkar orlofssvæði þar sem við jaíht og þétt höfum verið að byggja upp orlofsaðstöðu fyrir okkar félagsmenn, annarsvegar með því að gefa félagsmönnum kost á því að vera með sín eigin sumarhús á skipulögðum svæðum og eru nú 76 einkabústaðir í Miðdal. Hinsvegar með þvi að byggja upp almenna orlofsaðstöðu með orlofs- húsum og skipulagðri aðstöðu til útivistar, ásamt tjaldmið- stöð með salemum og baðaðstöðu. Þá hafa verið lagðir göngustígar vítt og breitt um orlofslandið. Sú aðstaða sem við höfúm byggt upp hefur orðið til þess að félagsmenn hafa kynnst Miðdalnum bæði að sumri og vetri. Margar áhugaverðar gönguleiðir eru í Miðdal og einnig getum við boðið félagsmönnum okkar upp á veiði i sinni eigin silungsá. Til að huga að frekari uppbyggingu orlofsaðstöðu í Miðdal skipaði trúnaðarráð FBM orlofsnefnd sem hefur haft með höndum að vinna tillögur. Hefur nefndin hafið sitt annað starfstímabil en fyrsta verkefni hennar var að gera tillögur um inntöku hitaveitu í orlofshús 1 og þjónustumiðstöð á tjaldsvæði. Nú er lokið við að setja hitaveitu í fyrsta orlofshúsið ásamt heitum potti og nýrri og stærri verönd og einnig er komin hitaveita í tjaldmiðstöðina. Stjóm félagsins réð Landform ehf. til að gera tillögur að þvj hvernig best yrði staðið að uppbyggingu og endumýjun eldri orlofshúsa í Miðdal og tillögur að framtíðarskipulagi orlofssvæðisins. Samkvæmt þeim tillögum sem hér em kynntar teljum við það góðan kost að setja ný hús í stað eidri húsa á Torfúna fyrir ofan orlofshús nr.l. Einnig er tiHaga að því hvernig best væri að staðsetja nýtt hús á lóðinni A-götu 6. Besti kosturinn fyrir félagið væri að skipta út eldri hús- um og setja ný, því nú eru gerðar meiri kröfúr til orlofs- húsa en áður. Það er hagkvæmara að smíða ný heilsárshús með heitum pottum en að endurnýja eldri hús sem nú eru orðin tutmgu ára. Orlofsnefnd er nú að láta vinna hugmyndir að nýjum orlofshúsum á Torfunni, einnig er verið að teikna nýtt hús á lóðina A götu 6. Ljóst er að uppbygging á nýjum orlofshúsum er fjárfrek ffamkvæmd og því gerum við ráð fyrir að framkvæmdir geti tekið nokkur ár. Stjórn FBM hefur samþykkt að yfirtaka lóðirnar B götu 4 og A götu 6 og varð að samkomulagi við handhafa lóðanna að félagið keypti sumarhúsin er þar standa. Stjórn- in samþykkti kaupin á þeim forsendum að það væri hagur fyrir félagið að yfirtaka lóðina við A götu 6 vegna þess að þar væri góður kostur að reisa nýtt orlofsheimili. Hugmynd félagsins með yfirtöku lóðarinnar við B göm 4 er að þar er óvenjumikill trjágróður sem ber að vernda og ætlunin er að lóðin verði gerð að útivistargarði fyrir félagsmenn. Núver- andi hús á B götu 4 og A götu 6 verða fjarlægð. Hluti af orlofs- og útivistarsvæðinu í Miðdal er golfvöll- urinn, en árið 1995 hófum við samstarf við golfklúbbinn Dalbúa um uppbyggingu golfvallar í Miðdal og er þar nú kominn níu holu golfvöllur og nægt landsvæði er til að setja upp 18 holu völl. Sú ákvörðun félagsins að setja upp golfvöll í Miðdal hefúr mælst vel fyrir og sífellt fleiri félagsmenn nýta sér aðstöðuna. Frá upphafi hefur FBM styrkt starfsemina á margan hátt. Skýrlngarmynd af orlofshusi viö A-gotu 6 Skýrlngarmynd af orlofshúsl vlö Torfuna 3 Greinargerö Stjórn Félags bókagerðar- manna óskar eftir samþykki óverulegra breytinga á gild- andi skipulagi sumarhúsa- byggðar við Miðdal í Laugar- dal í Arnessýslu. Jörðin er í eigu Félags bókagerðar- manna. Um er að ræða óveru- lega breytingu á gildandi skipulagi, skv. 2.mgr.26.gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Gildandi skipu- lag er unnið af ARKO og dagsett 26.07.1997. Óskað er samþykkis á endurbyggingu og færslu þriggja orlofshúsa, allt hús sem eru í eigu Félags bókagerðarmanna. Húsin sem á að rífa eru í lélegu ásig- komulagi og hefur verið ákveðið að byggja ný hús i þeirra stað. Tvö húsanna eru á svokallaðri Torfu. Þriðja húsið er nr. 6 við A-götu. A meðfylgjandi uppdrætti er gerð tillaga um lóðarmörk orlofshúsa er standa á Torf- unni, en engin lóðarmörk eru sýnd á eldri skipulagsupp- dráttum við þessi fjögur hús. Jafnframt er gerð tillaga um götuheitið Torfan og húsnúm- erin 1-7. Aöstæöur á byggingarstab: Hús nr. 6 við A-götu stendur neðst í gróinni brekku, umlukt stórum trjám og verð- ur það selt til flutnings. Ósk- að er eftir leyfi til að nýtt hús verði byggt eilítið ofar í brekkunni, þ.e. norðan við húsið sem stendur þar í dag. Húsin á Torfunni standa efst á bungu og hallar land frá þeim niður að Nýgræðilæk. Birki og kjarrgróður er gróskumik- ill allt í kringum húsin. Óskað er eftir að byggingarreitur Torfugötu 4 og 8 flytjist eilít- ið til suðvesturs og að húsin verði látin stallast þar sem hæðarmunur á landinu er töluverður. Húsin munu með þessum hætti standa nær Ný- græðilæknum og njóta sín betur í landslaginu og að- koma að þeim verður öll rýmri en hún er í dag. 26 ■ PRENTARINN PRENTARINN ■ 27

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.