Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 31
BYGGÐAMÁL Breyttar áherslur í byggðamálum Dr. Bjarki Jóhannesson, forstöÓumaður Þróunarsviðs Byggðastofiiunar, Sauðárkróki Nýtt starfssvið Þróunar- sviðs Byggðastofnunar Þróunarsvið Byggðastofnunar var sl. sumar flutt frá aðalstöðvum Byggðastofnunar í Reykjavík norð- ur á Sauðárkrók. Jafnframt var á- kveðið að fara inn á nýjar brautir í starfsemi þess. Þetta ræðst meðal annars af nýjum aðstæðum sem kalla á nýjar lausnir. Því má segja að með flutningnum hafi orðið nokkur þáttaskil í framkvæmd byggðastefnunnar hér á landi. Hið nýja Þróunarsvið tók form- lega til starfa á Sauðárkróki 1. júlí og telur nú fimm starfsmenn. Eng- inn starfsmanna Þróunarsviðsins flutti með því frá Reykjavík, en einn flutti ffá Akureyri. Fjórir nýir starfs- menn hafa því verið ráðnir. Forstöðumaður sviðsins er dr. Bjarki Jóhannesson. Hann lauk mastersprófi í skipulagsfræði við Illinois-háskóla í Bandarikjunum og síðar doktorsprófi við Oxford Brookes University í Englandi. Áður hafði hann lokið verkfræði- námi við Háskóla Islands og námi í arkitektúr við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Bjarki hefur starfað að skipulagsmálum hérlendis og er- lendis, síðast tíu ár í Svíþjóð, þar sem hann vann m.a. að svæðaskipu- lags- og Evrópumálum. Guðmundur Guðmundsson er landfræðingur að mennt, hefur starfað alls 17 ár hjá Byggðastofnun. Hann hefur meðal annars unnið að svæðisbundnum byggðaáætlunum. Þórarinn Sól- mundarson er búfræðikandídat að mennt, hefur starfað við kennslu í rekstrarhagffæði við búnaðarskólann á I lólum og áður sem landbúnaðar- ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Ingunn H. Bjamadóttir er landfræðingur og hefur nýlega lokið mastersnámi í háskólanum í Cork á írlandi. Helga D. Ámadóttir hefúr m.a. lokið mastersnámi í Evr- ópufræðum og starfað að ferðamál- um hjá Evrópusambandinu í Bmssel. Nýtt byggðamynstur Fólksflutningur frá landsbyggð- inni til höfúðborgarsvæðisins er að verða alvarlegt vandantál hérlendis. Fyrirbærið er reyndar ekki nýtt. Fólksflutningur var mjög mikill um miðbik aldarinnar en síðan dró úr honum um sinn. Þá komst á jafn- vægi sem hélst um nokkurt skeið. Á síðasta áratug hafa flutningarnir til höfuðborgarsvæðisins aukist á ný. Jafnframt hefúr íbúum fækkað víð- ast hvar á landsbyggðinni og störf- um hefur einnig fækkað, einkum í landbúnaði og fiskveiðum. Sem kunnugt er em bæir á íslandi nokkuð nýtt fyrirbæri, aðallega frá þessari öld. Þeir urðu til svo til sam- tímis og það byggðamynstur sem við búum nú við mótaðist af þeim aðstæðum sem ríktu á þessu stutta tímabili. Bæjamyndun á íslandi fylgdi hinu alþjóðlega lögmáli þeirra tíma að fyrirtæki völdu sér 1. mynd. Mannfjöldi 1. desember 1997 eftir svæðum og breyting 1987-1997. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.