Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 52
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfiindur Eyþings 1999 haldinn í Grímsey 19. og 20. águst Pétur Þór Jónasson framkvœmdastjóri Aðalfundur Eyþings var haldinn í félagsheimilinu Múla í Grímsey 19. og 20. ágúst og var þetta 7. aðal- fundur samtakanna. Meginmál fundarins auk venjulegra aðalfund- arsstarfa var aðgerðaáætlun fyrir Eyþing og í tengslum við hana var umfjöllun um byggðamál og starf- semi landshlutasamtaka sveitarfé- laga. Þá var til umræðu og af- greiðslu á fúndinum samstarfsáætl- un fyrir Eyþing og Samband sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi (SSA) sem tekur mið af væntanlegri kjördæmabreytingu. Talsverðrar eftirvæntingar gætti meðal þingfulltrúa og gesta þegar lagt var upp í for á fundarstað, en margir voru að fara í fyrsta sinn til Grímseyjar og leggja upp í 3,5 klst. siglingu með Grímseyjarferjunni Sæfara. Eftir að siglt var út úr mynni Eyjafjaröar fengu sæfaramir að finna fyrir kröftugum hliðarvelt- ingi og ekki laust við að sumir væru orðnir nokkuð fölir, þegar lagst var að bryggju. Stjórnin ásamt fram- kvæmdastjóra fór að sjálfsögðu með flugi til Grímseyjar um morguninn og tók glaðbeitt á móti sæfömnum þegar þeir stigu í land. Þar sem gistiheimili eyjarinnar rúmaði ekki nema lítinn hluta fúndarmanna, auk þess sem nokkrir gistu í félagsheim- ilinu, var bmgðið á það ráð að gera úr ferðinni útilegu og var samið við tjaldvagnaleigu að koma upp að- stöðu. Það var gert af miklum myndarbrag og var slegið upp búð- um við sundlaugina. Fundarstjórar voru þau Vilborg Gunnarsdóttir, bæjarfúlltrúi á Akur- eyri, og Kristján E. Hjartarson, bæj- arfulltrúi í Dalvíkurbyggð. Kristján Þór Júlíusson, formaður stjórnar Eyþings, bauð menn vel- komna til fundarins og ræddi í ávarpi sínu m.a. þá miklu búsetu- röskun sem við horfúmst í augu við og það viðfangsefni fúndarins að ná samstöðu um aðgerðir til að styrkja búsetuskilyrði á starfssvæðinu. Ávörp gesta Halldór Blöndal flutti ávarp fyrir hönd þingmanna kjör- dæmisins, sem ailir sátu þingið. Hann fagnaði því að Gríms- ey skyldi hafa verið valin sem fúndarstaður og ræddi m.a. um áhrif nýrrar tækni á byggð- arþróun og að áherslu þurfi að leggja á að skilyrði til atvinnu- rekstrar séu ekki lakari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þá sagði hann að efla þurfi Eyjafjarðarsvæð- ið, þar sem það er mesta þéttbýlissvæðið fyrir utan höfuðborg- arsvæðið og geti skap- að mótvægi við það. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, flutti fundinum kveðju stjómar þess og þakk- aði gott samstarf. Hann ræddi um breytta kjördæmaskip- an og taldi að hún þyrfti ekki að hafa mikil áhrif á samstarf sveitarfélaga, nema þá helst að styrkja það. Næstu verkefúi verði að endurskoða tekju- stofna sveitarfélaga i ljósi aukinnar þjónustu á vegum sveitarfélaga. Hann rakti síðan ýmis atriði í skatta- lögum sem hafa áhrif í þá átt að rýra tekjur sveitarfélaga. Að lokum ræddi hann hlutverk sveitarfélaga og taldi brýnt að hlutverk þeirra og verkefni verði skilgreint til lengri tíma talið. „Gott er að hafa fast land undir fótum.“ Vilborg Gunnars- dóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, við komuna til Grímseyjar. Á eftir henni niður landganginn kemur dr. Ingi Rúnar Eð- varðsson, dósent við Háskólann á Akureyri. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.