Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012
Spegilmynd Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra speglast í gleraugum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við setningu Alþingis, 141. löggjafarþings, í gær.
Golli
Það er ágæt
regla, en ekki al-
gild, að vera á
varðbergi þegar
allir þingmenn eins
kjördæmis úr öll-
um flokkum taka
höndum saman og
berjast fyrir sér-
hagsmunum. Slík
barátta er yfirleitt
á kostnað annarra.
Tíu þingmenn Suðurkjördæmis
töldu sig knúna til að mótmæla því
að Ríkisútvarpið sagði upp frétta-
ritara á Suðurlandi. Þingmennirnir
óttast að með því að leggja niður
starf fréttaritara muni fréttaflutn-
ingur Ríkisútvarpsins ?minnka
verulega?. Þeir telja einnig að
ákvörðun stjórnenda ríkisstofn-
unarinnar sé órökstudd.
Engar áhyggjur 
af áskrifendum
Hér verður ekki um það deilt að
Magnús Hlynur Hreiðarsson sinnti
starfi fréttaritara fyrir Ríkis-
útvarpið af alúð og dugnaði. Dug-
mikill fréttamaður, sem er fundvís
á annað sjónarhorn, nálgast við-
fangsefnið af kurteisi og virðingu,
er hins vegar ekki mikilvægur fyr-
ir ríkisrekna fréttastofu. En einka-
rekinn fjölmiðill telur slíkan mann
eftirsóknarverðan enda liðu ekki
margir dagar frá því að Magnús
Hlynur fékk uppsagnarbréfið
þangað til Stöð 2 bauð honum
vinnu.
Með ráðningunni getur Stöð 2
treyst stöðu sína enn betur á Suð-
urlandi og sótt fram. Ólíkt Rík-
isútvarpinu þarf einkarekna sjón-
varpsstöðin að hafa áhyggjur af
áskrifendum sínum. Stöð 2 stendur
og fellur með áskrifendum. Stjórn-
endur Ríkisútvarpsins hafa litlar
áhyggjur af óánægju Sunnlend-
inga, sem þurfa eftir sem
áður að greiða lög-
þvinguð áskriftagjöld.
Þingmenn Suður-
kjördæmis eru ekki
fyrstu og ekki síðustu
stjórnmálamennirnir
sem reyna að hafa áhrif
á hvernig staðið er að
starfsmannamálum og
rekstri Ríkisútvarpsins.
Sveitarstjórnarmenn
hafa látið í sér heyra
þegar gerðar hafa verið
breytingar á svæð-
isstöðvum og þingmenn hafa tekið
málin upp í þingsal. Fáum kemur
til hugar að velta upp þeim spurn-
ingum hvort rök séu fyrir því að
ríkið standi í fjölmiðlarekstri eða
hvort skipulag, uppbygging og
hugmyndafræðin að baki rík-
isreknum fjölmiðli séu röng ?
byggð á misskilningi. Það er líkt
og menn séu fastir í viðjum vanans
og gangi út frá því að það séu al-
gild sannindi að nauðsynlegt sé að
til sé fjölmiðill í ríkiseigu sem sinni
fréttaflutningi, sendi út erlent létt-
meti og standi í samkeppni við
einkaaðila
Slíta á hinu undarlega 
sambandi
Það er eitthvað mikið að þegar
stjórnmálamenn komast að þeirri
niðurstöðu að þeir eigi að hafa bein
afskipti af því hvernig staðið er að
starfsmannamálum ríkisstofnana
og -fyrirtækja. Verst er að fáir
kippa sér upp við slíka af-
skiptasemi. Hún er talin eðlilegur
hluti af þeim verkefnum sem al-
þingismenn og sveitarstjórn-
armenn eigi að sinna. 
Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér
fyrir því að breyta rekstrarformi
Ríkisútvarpsins með lögum sem
samþykkt voru í janúar 2007. Rík-
isstofnunin varð að opinberu hluta-
félagi og því tryggðar auknar
þvingaðar áskriftartekjur frá ein-
staklingum og lögaðilum. Markmið
laganna var að styrkja fjárhags-
stöðu ríkisfyrirtækisins, sem hafði
glímt við krónísk fjárhagsleg
vandamál um árabil, og gefa
stjórnendum sveigjanleika í
rekstri ? gera Ríkisútvarpið sam-
keppnishæfara gagnvart einkaað-
ilum. 
Þessi markmið hafa náðst. Fjár-
hagsleg staða Ríkisútvarpsins er
allt önnur og betri en áður og fyr-
irtækinu var tryggð yfirburðastaða
í samkeppni við frjálsa fjölmiðla.
Hins vegar má færa rök fyrir því
að stjórnendum Ríkisútvarpsins
hafi ekki tekist vel að uppfylla lög-
bundnar skyldur, ekki síst þegar
kemur að því að veita ?áreiðan-
lega? og ?hlutlausa? fréttaþjónustu
og ?leggja rækt við íslenska tungu,
sögu þjóðarinnar og menningar-
arfleifð?. 
Mörgum kann að þykja það
kaldhæðnislegt að það skuli hafa
verið sjálfstæðismenn sem áttu
frumkvæði að því að skjóta styrk-
um stoðum undir rekstur Rík-
isútvarpsins. Margir sjálfstæð-
ismenn hafa lengi haft horn í síðu
Ríkisútvarpsins og meðal annars
gagnrýnt fréttastofu þess harðlega
fyrir óvandaðan og hlutdrægan
fréttaflutning. Þá er eitthvað öf-
ugsnúið við það að berjast gegn
einokun ríkisins á öldum ljósvak-
ans í mörg ár, hafa forystu um að
einkaaðilum sé heimilað að reka
útvarps- og sjónvarpsstöðvar, en
tryggja síðan ríkinu yfirburða-
stöðu í samkeppninni. 
Ástar- og haturssambönd eiga
sér því margar hliðar. Það er kom-
inn tími til þess að sjálfstæðis-
menn slíti þessu undarlega sam-
bandi við Ríkisútvarpið. Í stað
þess að mótmæla breytingum,
uppsögnum einstakra fréttamanna
eða vinnubrögðum fréttastofunnar,
eiga þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, að hefja umræðu um hlutverk
ríkisins á fjölmiðlamarkaði. Þeir
eiga að leggja fram hugmyndir um
hvernig best verði tryggt að einka-
reknir fjölmiðlar geti keppt gegn
ægivaldi ríkisins og hvernig best
sé staðið að ræktun íslenskrar
tungu, menningar og sögu.
Gjörbreytt hlutverk
Líklegast er það borin von að
pólitísk samstaða takist um að
leggja Ríkisútvarpið niður en ætla
má að jarðvegur sé fyrir því að
stokka upp spilin með róttækum
hætti. Undirritaður hefur sett
fram hugmyndir um að leggja Rík-
isútvarpið niður í núverandi mynd,
selja fasteignir og greiða skuldir. Í
samræmi við nýtt skipulag verði
starfsemin í litlu og hentugu hús-
næði. Nýtt Ríkisútvarp sinnir ekki
dagskrárgerð fyrir utan frétta-
stofu útvarpsins, heldur kaupir allt
efni af sjálfstæðum framleið-
endum. Það kaupir ekki afþreying-
arefni frá erlendum aðilum en
kaupir erlent fræðslu- og menn-
ingarefni enda fari kostnaðurinn
ekki yfir 10% af heildardag-
skrárkostnaði. Ríkisútvarpinu
verður bannað að selja auglýsingar
og kostun. 
Til verður lítið ríkisfyrirtæki
með nokkrum tugum starfsmanna,
sem sinna fréttaflutningi, útsend-
ingarstjórn og yfirumsjón með efn-
iskaupum.
Kraftur og hugmyndasköpun
Hér eru ekki forsendur til þess
að leggja fram heildstæða rekstr-
aráætlun fyrir hið nýja Rík-
isútvarp. Hins vegar má leiða rök
að því að sameiginlegur rekstr-
arkostnaður (laun, rekstur fast-
eigna, útsendingar- og dreifing-
arkostnaður) verði ekki meiri en
900 milljónir króna á ári. Sé miðað
við síðasta rekstrarár námu tekjur
3.248 milljónum að frádregnum
auglýsingum og kostun. Þannig
standa eftir nær 2.350 milljónir
króna sem renna í dagskrárgerð.
Sé gert ráð fyrir að 10% renni til
kaupa á erlendu fræðslu- og menn-
ingarefni getur Ríkisútvarpið varið
yfir 2.100 milljónum króna til
kaupa á innlendu dagskrárefni ? á
hverju einasta ári. 
Með þessu verður leystur úr
læðingi ótrúlegur kraftur og hug-
myndasköpun sem mun auðga ís-
lenskt menningarlíf um allt land.
Við fáum nýtt blóð, nýjar hug-
myndir og jafnvel nýja snillinga á
öldur ljósvakans. Einstaklingar um
allt land sem hafa áhuga á og hæfi-
leika til að sinna dagskrárgerð fá
tækifæri sem þeir geta aðeins látið
sig dreyma um að óbreyttu. Kvik-
mynda-, dagskrárgerðar- og lista-
menn eignast áður óþekkta mögu-
leika til að framleiða þætti fyrir
útvarp og sjónvarp; kvikmyndir,
framhaldsþætti, skemmtiþætti,
fréttaskýringaþætti, umræðuþætti,
tónlist, leikrit, heimilda- og
fræðsluþætti. 
Ekki er víst að öllum þingmönn-
um eða sveitarstjórnarmönnum
hugnist að gera breytingar á Rík-
isútvarpinu, líkt og hér er lagt til.
En það væri skynsamlegt, þegar
þeir telja nauðsynlegt að mótmæla
uppsögnum eða skipulagsbreyt-
ingum hjá ríkisstofnun /-fyrirtæki,
að spyrja hvort vandinn liggi ekki í
lögbundnu skipulagi sem rekstur
viðkomandi fyrirtækis eða stofn-
unar byggist á.
Eftir Óla Björn
Kárason »Ástar- og haturssam-
bönd eiga sér því
margar hliðar. Það er
kominn tími til þess að
sjálfstæðismenn slíti
þessu undarlega sam-
bandi við Ríkisútvarpið.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður 
Sjálfstæðisflokksins.
Kaldhæðnislegt ástar- og haturs-
samband við Ríkisútvarpið

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36