Morgunblaðið - 13.09.2013, Page 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég hef afskaplega gaman af Braga
[Ólafssyni] sem höfundi. Hann
nálgast hlutina á mjög hógværan
og fyndinn hátt. Hann skrifar oft á
tíðum um mjög látlausa og hvers-
dagslega hluti sem verða mjög
stórir,“ segir Pálmi Gestsson sem
leikur í leikritinu Maður að mínu
skapi eftir Braga Ólafsson í leik-
stjórn Stefáns Jónssonar sem frum-
sýnt verður á Stóra sviði Þjóðleik-
hússins í annað kvöld kl. 19.30.
Verkið fjallar um fræðimanninn
Guðgeir Vagn Valbrandsson, sem
er í þann veginn að leggja lokahönd
á safnrit með fleygum orðum. Vin-
ur hans Klemens Magnason, fyrr-
verandi heilbrigðisráðherra, hyggur
á endurkomu í stjórnmálin eftir að
hafa neyðst til að segja af sér emb-
ætti. Hvorugan þeirra gæti grunað
að hreingerningarkonan sem Guð-
geir ræður til að þrífa hjá sér teng-
ist litlu leyndarmáli úr fortíð þeirra
beggja. Auk þess reynist bróðir
hennar vera gamall skólabróðir
þeirra vinanna, maður sem telur sig
eiga harma að hefna á þeim báðum.
Eggert Þorleifsson fer með hlut-
verk Guðgeirs, en Pálmi leikur
Klemens. „Þessir tveir menn eru
skemmtilegar andstæður. Guðgeir
er snyrtilegur og fínlegur maður
meðan Klemens er meira eins og
skurðgrafa. Einhverjir myndu
segja að Klemens sé ekki vandur
að virðingu sinni. Hann er frekar
breyskur maður, finnst gott að fá
sér í tána og þá á hann erfitt með
sig. Við þekkjum svona stjórn-
málamenn sem eru mjög duglegir
og framtakssamir,“ segir Pálmi og
bætir kíminn við: „Ég neita því
ekki að ég horfi í ákveðnar áttir í
átt að fyrirmyndum, en einblíni
ekki á neinn sérstakan.“
Kærkomið að snúa
aftur á Stóra sviðið
„Bragi skrifar alveg einstaklega
skemmtilegan og rytmískan texta,“
segir Kristbjörg Kjeld, sem fer
með hlutverk frænku Guðgeirs í
verkinu. „Þetta er heldri frú sem
hugsar vel um frænda sinn og vill
honum vel. Hún lítur á hann sem
sinn son, en hún tók hann að sér
þegar mamma hans dó. Hún dekrar
því við hann og heldur að hún sé
honum einhvers virði,“ segir Krist-
björg og tekur fram að frænkan sé
bæði skemmtileg og forvitin um
hlutina.
Spurð hvort í verkinu birtist
samfélagsádeila segir Kristbjörg að
áhorfendur verði að fá að leggja
mat á það. „Þetta er allt saman dul-
arfullt og undir rós. En það er
mjög gaman að þessu.“
Eftir því sem blaðamaður kemst
næst er Kristbjörg nú að snúa aft-
ur á Stóra svið Þjóðleikhússins eftir
nokkurra ára hlé, en hún lék þar
seinast í Dínamíti eftir Birgi Sig-
urðsson vorið 2005. „Aðstæður hafa
hagað því þannig að á undanförnum
árum hef ég verið mikið að leika í
Kassanum. Vissulega er mjög gott
að leika í litlu rými og verkefnin
hafa verið spennandi, en Stóra svið-
ið er mér hins vegar mjög kært.
Það er því mjög gaman að snúa aft-
ur á Stóra sviðið, enda er ég búin
að eyða ævinni þar.“
Vonandi ekki heilsuspillandi
Maður að mínu skapi er þriðja
sviðsverk Braga, en fyrri verkin
tvö, þ.e. Hænuungarnir, sem Þjóð-
leikhúsið setti upp árið 2010, og
Belgíska Kongó sem leikfélag
Reykjavíkur setti upp árið 2004,
hlutu góðar viðtökur á sínum tíma.
Stefán hefur leikstýrt öllum þrem-
ur uppfærslum og Eggert farið
með aðalhlutverkið, en bæði Pálmi
og Kristbjörg léku í Hænuung-
unum. „Það er afskaplega gott að
vinna með þessu fólki, enda stór-
leikarar þar á ferð,“ segir Pálmi, en
aðrir leikarar sýningarinnar eru
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þorleifur
Einarsson og Þorsteinn Bachmann.
„Í ljósi umræðunnar undanfarið
vona ég að það verði ekki heilsu-
spillandi fyrir fólk að fara á þetta
leikrit,“ segir Pálmi að lokum.
Stikkorð „Ég neita því ekki að ég horfi í ákveðnar áttir í átt að fyrirmyndum,“ segir Pálmi Gestsson sem leikur
stjórnmálamanninn Klemens, en sá er góður vinur Guðgeirs sem Eggert Þorleifsson leikur.
„Þeir eru skemmti-
legar andstæður“
Leikritið Maður að mínu skapi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
Ljósmynd/Eddi
Upplestrarkvöld
Bókmenntahátíð-
ar í Reykjavík
fer fram í Iðnó í
kvöld kl. 20. Sem
fyrr lesa höf-
undar á móð-
urmáli sínu en
þýðingar verða
fáanlegar. Í
kvöld koma fram Hermann Stef-
ánsson, Madeline Miller frá
Bandaríkjunum, Kim Leine frá
Danmörku,
Svetlana Alexi-
evitch frá Hvíta-
Rússlandi, Steve
Sem-Sandberg
frá Svíþjóð og
Hugleikur. Frá
og með kl. 21
verður Bókabar-
inn, bar Bók-
menntahátíðar, á annarri hæðinni
í Iðnó opinn, en hann er öllum op-
inn.
Upplestrarkvöld í Iðnó
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og
Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði
Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði
Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum
Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Skóbúðin, Keflavík
Axel Ó, Vestmannaeyjum
Allt
á einum stað!
Lágmarks
biðtími www.bilaattan.is
Bílaverkstæði
Dekkjaverkstæði
Smurstöð
Varahlutir