Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, klar- inettleikari og tónlistarkennari, hefur tekið saman safn norrænna þjóðlaga. Safnið nefnist Melodi- Nord og lögin, eitt hundrað að tölu, eru frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Fær- eyjum, Grænlandi, Álandseyjum og einnig er þarna að finna samísk þjóðlög. Safnið gefur góða heild- arsýn yfir þjóðlagahefð frá þess- um heimshluta. Þjóðlagasafnið er aðlagað að hljóðfæraleik, gefið út í tólf mismunandi hljóðfærabókum, og þess gætt að lögin hljómi vel á hvert einstakt hljóðfæri fyrir sig. „Þetta er safn hundrað nor- rænna þjóðlaga,“ segir Jón Að- alsteinn. „Ég vann að þessu verk- efni í nokkur ár og sankaði að mér efni héðan og þaðan. Bókasafn Norræna hússins kom mér að miklum notum, en þar er að finna heilmikið af nótnabókum með slíku efni. Enda hafa frændur okkar og nágrannar á Norðurlönd- unum sýnt þessum menningararfi mikla alúð í gegnum tíðina, sem við mörlandinn ættum að taka til fyrirmyndar. Einnig er dálítið af slíku efni á Borgarbókasafninu en svo leitaði ég fanga á bókasöfnum erlendis. Netið kom vitanlega að góðum notum, en þar er hægt að nálgast margskonar upplýsingar og rannsóknir ýmissa stofnana á Norðurlöndunum, sem sjá um slíkt. Ég las og kynnti mér nokkur þúsund lög en valdi úr þessum fjölda 100 þjóðlög sem að mínu mati eru áhugaverðust. Svo þetta er smjörið úr rjóma þessara laga að ég tel. Gimsteinar í norrænni menningarsögu. Eins og kom fram hér áðan laga ég síðan þjöðlögin að hljóðfæra- leik, það er að segja umskrifa lögin fyrir algengustu hljóðfæri ein og sér. Ég hef gætt þess sér- staklega vel að þjóðlögin hljómi vel í flutningi hvers hljóðfæris fyrir sig, og í því skyni leitaði ég ráðlegginga okkar bestu hljóð- færaleikara sem góðfúslega að- stoðuðu mig í því sambandi. Safnið er þess vegna gefið út í tólf aðskildum hljóðfærabókum til að ná þeirri breidd að nýtast öllum algengustu hljóðfærum. Með þessari útgáfu opnast því þessi þjóðlagaheimur öllum sem leika á hljóðfæri, en ekki ein- ungis nemendum, þó svo að ég hafi tekið tillit til þess að safnið sé aðgengilegt ungum hljóðfæra- leikurum. Söngtexta þjóðlagana er hægt að nálgast á netinu ásamt flutn- ingi þeirra í ýmsum útsetningum, en upplýsingar hvað það varðar eru gefnar í bókunum. Ég tel mjög nauðsynlegt að tengja út- gáfu sem þessa netinu. Það gefur bókunum nánast óendanlegt framhald hvað varðar öflun upp- lýsinga og hlustun. Svo vil ég geta þess að fljótlega mun ég opna netsíðuna dore.is í tengslum við þessa útgáfu.“ Endurspegla mannssálina Hvenær hófst áhugi þinn á þjóðlögum? „Ég hef alltaf haft gaman af þjóðlögum og það má kannski segja að þau hafi í gegnum tíðina verið áhugamál mitt. Fyrir utan skemmtunina að hlusta finnst mér áhugavert að heyra þau sér- einkenni sem koma fram í þjóð- lögum hvers menningarsvæðis. Þau eiga sér mjög djúpar rætur og endurspegla mannssálina, lýsa mjög glögglega hugsunarhætti og skapgerð fólksins á hverju svæði. Berðu til dæmis saman rússnesk og írsk þjóðlög svo við tökum dæmi hér nærri okkur. Þar ber himin og haf á milli í karakter, ég tala nú ekki um ef við förum eitt- hvað fjær með samanburðinn.“ Eru þessi norrænu þjóðlög lík eða mjög ólík? „Bæði og, íslensku, færeysku og grænlensku lögin hafa mjög ákveðin einkenni. Íslensku þjóð- lögin skera sig til dæmis úr að því leyti að tóntegundirnar eru afar sérstakar og mjög lítið notaðar annars staðar. Mörg þeirra eru í óreglulegum takttegundum og sungin í samstígum fimmundum, sem á sér ekki hliðstæðu í öðrum norrænum þjóðlögum eða þjóð- lögum N-Evrópu. Skýringin á þessu er örugglega einangrun landsins í gegnum tíðina. Það er annars stórmerkilegt að ef maður vill finna samsvörun við íslensku þjóðlögin þarf að stökkva yfir Norður-Evrópu til Austur-Evrópu og Mið-Asíu til að finna slíkt. Varðandi dönsku, sænsku, norsku og finnsku þjóðlögin hafa þau að vísu sín einkenni hver um sig. En margt er sameiginlegt með þeim enda liggja þessi lönd saman og landamærin breyst í aldanna rás. Og enn er deilt um uppruna margra þjóðlaganna.“ Það mikilvægasta í lífinu Eigum við Íslendingar mikla flóru íslenskra þjóðlaga? „Við eigum heilmikla og merki- Gimsteinar í norrænni m  Safn nor- rænna þjóðlaga er komið út Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is Glerslípun & Speglagerð ehf. Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Sjáðu sjálfan þig í nýju ljósi Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtuskilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.