Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. D E S E M B E R 2 0 1 3  282. tölublað  101. árgangur  Allt um jólasveinana á www.jolamjolk.is dagar til jóla 20 SAGAN ER SKEMMTI- LEG! BJARTARI TÍMAR FRAMUNDAN RÖDD RÚNARS KRYDDUÐ MEÐ KVENRÖDDUM KÚABÆNDUR 22 ÞRIÐJA SÓLÓPLATAN 38 ÁRA STOFNAÐ 1913  Framkvæmdastjóri Geðhjálpar og systir mannsins sem lést í lög- regluaðgerð í Árbæjarhverfi að morgni mánudags telja að kerfið hafi brugðist manninum á ögur- stundu. Anna Gunnhildur Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri Geð- hjálpar, segir að bæta þurfi þjónustuna við geðfatlað fólk og gera ráð fyrir því að það geti verið einstakt og þurfi á einstakri þjón- ustu að halda. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segist hafa beðið um það strax á mánudag, vegna þessa hörmulega atburðar, að skoðað yrði hvort einhverju hafi verið ábótavant í þjónustu Reykjavík- urborgar. »4 Gera þarf ráð fyrir að fólk þurfi ein- staka þjónustu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rúmur helmingur þátttakenda í nýrri netkönnun Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands kveðst vera mjög eða frekar ánægður með boð- aðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til höfuðstólslækkunar íbúðalána. Könnunin var gerð fyrir Morgun- blaðið í kjölfar þess að aðgerðar- áætlunin var kynnt sl. laugardag. Alls tóku 811 einstaklingar þátt í könnuninni og gáfu þar af 673 upp afstöðu sína til þess hvort þeir væru ánægðir eða óánægðir með aðgerð- irnar. Af þeim sem svöruðu spurn- ingunni sögðust rúm 52% mjög eða frekar ánægð með aðgerðirnar. Fimmtungur ekki ánægður Til samanburðar sögðust 21,7% vera frekar eða mjög óánægð. Rúm- ur fjórðungur þátttakenda var hvorki ánægður né óánægður. Þátttakendur voru einnig spurðir hvaða áhrif þeir teldu að aðgerðirnar myndu hafa á fjárhag sinn og gáfu 711 þátttakendur af 811 upp afstöðu sína. Af þeim sögðu 2,5% að áhrif að- gerðanna á fjárhaginn yrðu mjög mikil, 8,3% að þau yrðu frekar mikil og 24,3% að áhrifin yrðu nokkur. Þá töldu 31,2% að áhrifin yrðu lítil og 33,6% að þau yrðu engin, alls 64,8%. Könnunin bendir til að lítill munur sé á afstöðu kynjanna til spurninganna. MRíflega helmingur »12 Meirihlutinn er ánægður  Ríflega helmingur þátttakenda í könnun er ánægður með áform í skuldamálum  Um tveir af hverjum þremur telja boðaðar aðgerðir hafa lítil áhrif á fjárhag sinn Afstaða til aðgerðar- áætlunar ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun Mjög eða frekar ánægð(ur) 52,1% Hvorki né 26,2% Mjög eða frekar óánægð(ur) 21,7% Skv. könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið „Eins og staðan er núna er sjóð- urinn holræsi fyrir skattfé almenn- ings. Þar lekur endalaust niður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, um mikla fjár- þörf Íbúðalánasjóðs undanfarin ár. Að sögn Guðlaugs Þórs stendur fjárlaganefnd nú frammi fyrir ósk um samtals 9 milljarða króna aukafjárveitingar til Íbúðalána- sjóðs. Sú upphæð bætist við þá 40 milljarða sem ríkið hafi lagt sjóðn- um til frá efnahagshruninu haustið 2008. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað stjórn Íbúðalánasjóðs, fjár- málaráðherra, félagsmálaráðherra, formann Fjármálaeftirlitsins og aðra sérfræðinga fyrir nefndina til að ræða „grafalvarlega“ stöðu sjóðsins. »2 Leggur til sameiningu ÍLS og Landsbankans  Þingmaður sér möguleika á sparnaði Spáð er kólnandi veðri um allt land næstu daga en rætist spár hlýnar aftur um helgina. Veðurstofa Íslands spáir allt að 22 stiga frosti á föstudag en kaldast verður á Sandbúðum. Þá er spáð 19 stiga frosti á Egilsstöðum á föstudag og 11 stiga frosti í Reykjavík. Kaldir dagar framundan Morgunblaðið/Golli Veðurstofan spáir allt að 22 stiga frosti á föstudag  „Núna hefur Evrópusambandið brugðist þeim fjölmörgu aðilum sem það hefur gert samninga við um IPA-styrki. Framkvæmdastjórn ESB hefur einhliða og án fyrirvara tilkynnt ákvörðun um að hætta öll- um IPA-verkefnum sem hafin voru á Íslandi,“ skrifar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á vef sinn í tilefni af ákvörðun ESB. „Viðsnúningur ESB er óskiljan- legur þar sem ekkert nýtt hefur gerst síðan hlé var gert á viðræðum og fyrri ákvörðun var tekin um framtíð IPA-styrkjanna. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg að mínu mati og ekki til þess fallin að lyfta ímynd ESB á Íslandi að neinu leyti,“ skrifar Gunnar Bragi. »2 „Forkastanleg vinnubrögð“ ESB Reuters Í Brussel Við höfuðstöðvar ESB. Þolendur þjófnaðar einkagagna frá Vodafone gætu verið varnarlausir fyrir umfjöllun um einkasamskipti þeirra við aðra í fjölmiðlum ef sam- hengið er „efni sem á erindi við al- menning,“ segir Hróbjartur Jón- atansson hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein í Morgunblaðið í dag. Vísar hann þar til máls Jónínu Benediktsdóttur frá árinu 2005 þar sem Hæstiréttur hafnaði ósk um lög- bann á birtingu einkapósta hennar þar sem innihald þeirra hafi átt er- indi við almenning. Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður segir það mál komast næst því að líkjast leka persónulegra upplýsinga í kjölfar innbrots tölvu- þrjóts í tölvukerfi Vodafone. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrr- verandi hæstaréttardómari, telur að úrlausn Hæstaréttar hafi verið mjög röng og skapi því ekki fordæmi. »6 og 26 Einkasamskipti löglega fyrir allra augum?  „Mjög röng“ úrlausn Hæstaréttar ÍSLANDSSÖGUSPIL 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.