Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 5
Hafdís Ingvarsdóttir er mörgum tungumálakenn- urum að góðu kunn því um langt skeið hefur hún séð um kennslufræðimenntun okkar og um menntun leiðsagnarkennara. Hitt muna kannski færri að hún var fyrsti formaður STÍL og einn af frumkvöðlunum að útgáfu tímaritsins Málfríðar sem hóf göngu sína 1985, en þar áður var hún dönskukennari í Hagaskóla og Verzlunarskóla Íslands. Pétur: Hafdís, hvenær hættir þú? Hafdís: Ég er nú ekki hætt, en formlega hætti ég 1. ágúst sl. Þetta er ný tilvera. Nú er ég bara að leiðbeina dokt- orsnemum og meistaranemum — og svo er ég nátt- úrulega á kafi í rannsóknum. Ég átti afmæli í maí en var út árið í kennslu. Rannsóknir í skólaþróun Pétur: Hvað rannsakar þú nú? Hafdís: Það er tvennt. Við Birna Arnbjörnsdóttir erum langt komnar með rannsókn sem við unnum saman og hefur verið í gangi síðan 2009. Hún snýst um að skoða stöðu ensku á Íslandi. Við byrjum áður en nemendur hefja skólagöngu og förum alla leið í gegnum skóla og háskóla og út í atvinnulífið. Við erum búnar að birta fjölda greina en það er ennþá heilmikið efni sem við eigum eftir að koma frá okkur. Þetta er mjög spennandi og við erum búnar að læra gífurlega mikið af þessu. Meginniðurstaðan er að í mótun er nýtt málumhverfi sem þarf að bregðast við á öllum skólastigum. Reyndar eru þetta ekki bara við Birna sem rannsökum þetta, heldur koma líka doktorsnemar við sögu, t.d. Anna Jeeves sem er búin að ljúka ritgerð sinni um framhalds- skólann. Hún er með mjög mikilvæg skilaboð til þeirra sem skipuleggja og kenna ensku í framhaldsskóla sem ég vona að komist til þeirra. Ég er líka í mjög spennandi verkefni sem heitir „Starfshættir í framhaldsskólum“ og þar erum við með níu skóla í úrtaki. Við erum stór hópur, bæði kennarar, meistara- og doktorsnemar. Við sitjum í tímum, tölum við kennara, stjórnendur og nemendur. Við erum að reyna að átta okkur á hvernig kennslan í framhalds- skólum er í raun og skilja af hverju hún er einmitt svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Pétur: Hvert var ábyrgðarsvið þitt í starfi? Hafdís: Ég var það sem kallast nú brautarstjóri dip- lómanáms í kennslufræði til kennsluréttinda fyrir bóknámskennara í framhaldsskólum. Ég stýrði náms- brautinni og kenndi aðallega kennslufræði tungumála. Okkur vantar fleira fólk með sérþekkingu í kennslu- fræði tungumála. Ég tel að kennaranám fyrir framhaldsskólakennara sé ekki rétt upp byggt. Við erum með kennara í fram- haldsskólum sem eru faglega mjög vel að sér og hafa þekkingu til að kenna grein sína en þá skortir miklu meiri kennslufræðilega þekkingu og þess vegna gengur mjög hægt að breyta kennsluháttum. Kennarar þurfa að kunna miklu meira í kennslufræði. Og það er ekki við þá að sakast. Það er ekki meira í boði eins og námið MÁLFRÍÐUR 5 Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor, fyrsti formaður STÍL Mér hefur alltaf fundist danska svo fallegt tungumál Pétur Rasmussen, dönskukennari við Menntaskólann við Sund.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.