Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 22
22 Helga Katrín Tryggvadóttir, BA í mannfræði frá Háskóla Íslands, hefur tekið saman afar athyglisverða skýrslu fyrir samgönguráðuneytið um hlut- verk og stöðu sjókvenna á Íslandi. Markmiðið með verk- efninu var að kanna fjölda þeirra kvenna sem sækja sjó- inn á Íslandi, starfsaðstæður þeirra og upplifun þeirra af starfinu og viðhorfi samfélags- ins til þess. Í samtali við Ægi sagði Helga Katrín að hún ætti eng- in bein tengsl við sjómennsku og því hefði áhugi hennar á þessu viðfangsefni ekki kom- ið til af því að starfa eða alast upp við sjómennsku eða fisk- vinnslu. Þvert á móti væri hún fædd og uppalinn í Gnúpverjahreppi, sem væri í raun eins langt frá sjó í byggð á Íslandi og mögulegt væri! „Ég var einfaldlega beðin að taka þetta verkefni að mér fyrir ráðuneytið og mér fannst það strax mjög áhugavert. Eft- ir á að hyggja tel ég að í raun hafi verið betra fyrir mig að rannsaka þetta án þess að hafa innsýn í sjávarútveg og sjósókn. Það er engin spurn- ing að það var löngu tíma- bært að skoða þetta. Á sínum tíma gerði Þórunn Magn- úsdóttir athugun á þessu við- fangsefni fyrir tímabilið 1891 til 1981 en ég skoðaði tíma- bilið frá 1982 til dagsins í dag,” sagði Helga Katrín. Hún sagði það hafa komið sér nokkuð á óvart að konum til sjós hafi hlutfallslega fæk- kað hin síðustu ár, á sama tí- ma og konur væru að sækja í sig veðrið í flestum störfum sem til þessa hafa verið skilgreind sem “karlastörf”. „Ég kynnti mér söguna í þes- su og komst að því að það voru miklu fleiri en Þuríður formaður sem stundaði sjóinn hér áður fyrr. Í fornsögunum segir til dæmis frá því að am- báttir hafi sótt sjóinn,” segir Helga Katrín. En er hún ekki komin með brennandi áhuga á sjómennsku eftir þessa rannsókn? „Jú, ég get ekki neitað því að mér finnst þessi heimur nokkuð áhugaverður. Kannski maður eigi eftir að skella sér á sjóinn,” sagði hún og hló. Sem stendur starfar Helga Katrín á Hagstofu Ís- lands, en hún horfir til þess að fara í meistaranám utan landssteinanna næsta haust. Unnið út frá lögskráningargrunni Helga Katrín vann sína rann- sókn út frá lögskráningar- grunni sjómanna og skráði niður fjölda kvenna sem hafa á undanförnum árum verið á skipum og bátum á Íslands- miðum. Einnig kemur þar fram aldur þeirra, fjöldi sjó- ferðadaga o.fl Einnig tók Helga Katrín viðtöl við fimm konur sem starfað höfðu á sjó til að fá innsýn í upplifun þeirra af starfinu. Rannsóknin leiddi í ljós að konur ná sjaldnast að vera yfir 10% sjómanna, sem Helga Katrín telur að tengist menn- ingarbundnum þáttum, sem hún orðar svo, þ.e. skiptingu vinnunnar í karla- og kvenna- störf og takmörkuðum vilja fólks til að haga sér í ósam- ræmi við ímynd karlmennsku og kvenleika. Einnig hefur sitt að segja ábyrgð kvenna á heimili og börnum sem og minnkandi framboð á störfum á sjó. „Allar kvennanna sem ég tók viðtöl við létu vel af því að vinna á sjó og engin þeirra áleit sig hafa liðið fyrir það að vera kona í því „karla- starfi“ sem sjómennskan er álitin vera. Reynsla kvenna af störfum á sjó er afar misjöfn, bæði eftir löndum og jafnvel eftir áhöfnum. Algengara virð- ist þó að hún sé jákvæð en neikvæð. Eins virðast konur finna fremur fyrir jákvæðum viðbrögðum en neikvæðum gagnvart vinnu sinni. Hversu erfitt þeim reynist að stunda sjómennsku með börn fer mikið eftir því hversu mikið maki og nánasta fjölskylda geta hlaupið undir bagga. Al- mennt séð fannst þeim fátt koma í veg fyrir að konur gætu ekki stundað sjóinn í meira mæli,” segir Helga Katr- ín. Hún segir að konum í rannsókninni hafi borið sam- an um að sjómennska væri líkamlega erfið, en álitu hana þó ekki of erfiða fyrir konur. Ein kvennanna sem Helga Katrín ræddi við nefndi að hugsanlega þyrftu konur að leggja meira á sig til að ná sömu afköstum og karlarnir en þá skipti mestu máli að vera dugleg. Árið 1981 voru flestar kon- ur til sjós í störfum matsveina en á árunum 2003 til 2007 voru flestar konur í lögskrán- ingargrunni sjómanna í starfi háseta. Fæstar voru í yfir- mannastörfum – þ.e. sem matsmenn, í vélstjórn og skip- stjórn. Líkamlega erfitt starf? „Engin þeirra kvenna sem ég ræddi við vildi meina að það væri erfiðara fyrir konur en karla að sinna yfirmannsstöð- um um borð. Sú sem unnið hafði sem skipstjóri taldi að það væru engar hömlur á því fyrir konur að vera í yf- irmannsstöðum á skipum. Það gæti ef til vill verið þeirra leið inn í sjómennskuna, þar S J Ó K O N U R Áhugaverður heimur - segir Helga Katrín Tryggvadóttir, mannfræðingur, sem hefur skrifað skýrslu um hlutverk og stöðu sjókvenna Þórunn Halldórsdóttir var um tíma háseti á frystitogaranum Sléttbaki á Akureyri. Þessi mynd er tekin fyrir tæpum áratug.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.