Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 23
PV Sport MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 23 Stjörnuleikur KKÍ fór fram á laugardag með pompi og prakt. Hlynur Bæringsson tryggði íslenska karlalandsliðinu sigur á úrvalsliði erlendra og íslenskra leikmanna með tveimur vítaskotum eftir að leiktími var útrunninn. Lið úrvalsleikmanna vann kvennalandsliðið 100-78 þar sem Monique Martin fór á kostum. Grindvíkingurinn ungi Ólafur Ólafsson sló við Bandaríkjamönnunum í troðslukeppninni og er 100 þúsund krónum ríkari. Stjörnuleikur KKÍ fór fram á laugardag með pompi og prakt í Sláturhúsinu í Keflavík. Boðið var upp á tvo leiki, karla- og kvennastj ömuleild sem og troðslukeppni sem heppnaðist gríðarlegavel. Fyrri leikurinn var á milli kvenna- landsliðsins og úrvalsliðs Iceland Express. Jón HalldórEðvaldsson, þjálf- ari Keflavíkur, stjómaði úrvalsliðinu og keppnismaðurinn Jón hefur brýnt fyrir sínum stúlkum að slaka hvergi á. Liðið hafði frumkvæðið íleiknum alian tímann og landaði nokkuð ömggum sigri 100-78. Monique Martin var stigahæst hjá Iceiand Express-liðinu enSignýHermannsdóttirskoraðimest fyrir landsliðið sem Ágúst Sigurður Björgvinsson stýrði. Landsliðið lék án tveggja sterkra leikmanna, þeirra Maríu Ben Erlingsdóttur og Helenu Sverrisdóttur en þær stunda nám í Bandaríkjunum og áttu ekld heiman- gengt. Karlaleikurinn á milli landsliðsins og Iceland Express-liðsins fór fjörlega af stað með glæsilegum troðslum og þriggja stiga skotum. Landsliðið leiddi mestan hluta leiksins en úrvalsliðið náði að komast yfir á lokamínútunum sem vom æsispennandi. Iceland Express-liðiðkomstyfir 135-136þegar lítið var eftir af leiloium. Landsliðið náði þó boltanum þegar nokkrar sekúndur vom eftir af leiknum og rauk fram í hraðaupphlaup þar sem brotið var á Hlyn Bæringssyni þegar lokaflautan gjaÚ. Hlynur fékk því tvö vítaskot og setti þau bæði ömgglega ofan í. íslenska landsiiðið sigraði því 136-137. I hálfleik á karlaleiknum fór fram troðslukeppnin þar sem Grindvfldngurinn ungi Ólafur Ólafsson gerði sér lítið fýrir og sigraði. Ólafur fékk harða samkeppni frá mótherjum sínum og fengu áhorfendur í Keflavík að sjá mörg glæsileg tilþrif. Tilþrif Ólafs þóttu þó best og að launum hlaut hann sigurverðlaunin eða 100 þúsund krónur. Vflcurfréttir vom á staðnum og fönguðu augnablikin í leikjunum eins og þeim einum er lagið. Á heimavelli Ingibjörg Vilbergsdóttir leikur með Keflavík og kunni vel við sig á sínum heimavelli. Upp á stól stendur mín kanna Ólafur treður yfir einn gutta. Wl IMÉmiMMWytMISMIWaBjl lceland Express > TOYOTA IF i r A i S ( i. i% Æá Reykjavík International fór fram um helgina: Stefnt að stórmóti á alþjóðavísu Reykjavík International, sem er alþjóðlegt mót þar sem keppt er í níu íþróttagreinum, fór ffarn nú um helgna. Mótið er á vegum fþrótta- bandalags Reykjavíkur og Reykjavík- urborgar en stefnt er að því að innan fimm ára geti íþróttamenn á mótinu unnið sig inn á stórmót á borð við ólympíuleika og heimsmeistaramót með góðum árangri. Keppt var í níu íþróttagreinum og voru keppend- ur liðlega tvö þúsund. Keppendur voru frá 13 ára aldri og upp í meist- araflokk. Kjartan Ásmundsson, sviðsstjóri afreksíþrótta ÍBR, segir þetta mót lið í því að búa til risastórt alþjóðlegt mót. „Við stefnum að því að innan fimm ára verði hægt að keppa á mót- inu og komast inn á ólympíuleika með góðum árangri eða fá stig inn á heimslista. Það eru miklar væntingar í þessu móti. í sundinu er þetta þeg- ar lágmarkamót fyrir ólympíuleika og frjálsíþróttamótið er sterkt. Markmið númer eitt tvö og þrjú er að búa til möguleika fýrir minni greinar svo hægt sé að keppa í þeim í stóru íþróttaumhverfi .Strax á næsta ári stefnum við að því að fá 500 kepp- endur. En við erum bara að byrja og engu að síður eru keppendur meira en 2000. Slíkt mót er gríðarlega mikilvægt fyrir borgina einnig. Janúar er dauð- ur tími og þegar hér koma kannski 500 erlendir gestir til þess að keppa á íþróttamótum gerir það mikið fyr- ir verslun og mannlíf. Við ætlum að senda myndbönd á erlend sérsam- bönd og búa til virldlega stórt mót. Við erum með Laugardalinn sem er einstakur á alþjóðavísu því það er svo mildð af íþróttamannvirkjum á lidu svæði," segir Kjartan. .. Dansinn dunaði Dans er ein af þeim íþróttagreinum sem keppt er (á Reykjavík International. ÍÞRÓTTAM0LAR BJÖRGVIN KLÁRAÐI EKKI Björgvin Björgvinsson, skíðamaðurfrá Dalvík, lauk ekki fyrri ferð í heimsbikar- móti í svigi sem fram fór ( Kitzbuhel i Austurríki (gær. Honum hlekktist á í brautinni. FrakkinnJean- Baptiste Grange vann á mótinu, Svíinn Jens Byggmarkvarð annarog Mario Matt, Austurríki, þriðji. Grange er efstur í heimsbikarnum, 120 stigum á undan Byggmark. Sjö skíðamenn úr unglinga-, fis- og landsliði fslendingadvöldustvið æfingar í Slóveníu (seinustu viku. MILLER SIGURSÆLASTI BANDA- RfKJAMAÐURINN Bode Miller varð um helgina sigursæl- asti skíðamaður Bandaríkjanna þegar hann vann á móti (norrænni alpatvíkeppni ( Kitzbúhel ( Austurríki. Þetta var28 sigur Millers á ferlinum. „Þetta er ánægjulegur árangur. Mann dreymir um svona met sem barn," sagði Miller en Phil Marsh átti fyrra metið. „Atvinnumenn á skíðum einbeita sér að hverri keppni. Ég setti stefnuna á metið fyrir timabilið. Það er alltaf ánægjulegt að ná takmörkunum sem maður hefur sett sér." FRAM ENN EFST Fram heldurefsta sæti Nl-deildar kvenna (handknattleik eftir leiki heigarinnar. Fram vann Gróttu á heimavelli 25-19. Útlitið var ekki bjart framan afþarsemGróttanáði 1-7 forystu. Fram komstyfirfyrirhlé ogleiddi 12-10. Safamýrarstelpur héldu áfram á beinu brautinni í seinni hálfleik og náðu mest ellefu marka forystu, 24- 13. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sex mörk fyrir Fram en Karólína Gunnarsdóttir skoraði fimm fyrir Gróttu. (Garðabæ sigraði Stjarnan HK 35-28. Stjaman hafði forystu framan af en HK- stelpur jöfnuðu, 16-16, fyrir hálfleik. Þær komust (21-23 í síðari hálfleiken þá sneru Stjörnustúlkur leiknum við. EKsabet Gunnarsdóttir skoraði átta mörkfyrirStjörnuna og Sólveig Lára Kjæmested sjö. Markahæst HK-stelpna var Natalia Cieplowska með átta mörk. i Valur vann | öruggan sigurá FH (Hafnarfirði, 19-36.Valur var yfiralltfrá byrjun ! ogvar 10-18 ( hálfleik. j Valsstelpurhéldu ; áfram á sömu brautísíðari 1 hálfleikog unnu örugglega. Markahæst í liði Vals var Hafrún Kristjánsdóttir með sjö mörk. RagnhildurGuðmundsdóttir skoraði sjö mörkfyrirFH. Á Ásvöllum (Hafnarfiröi unnu Haukar Fylki 19-17. Fram er efst (deildinni með þriggja stiga forystu á Val sem á leik til góða. HITNAR UNDIR RILEY Miami Heat tapaði sínum þrettánda leik (röð (NBA-deildinni I körfúknattleik þegar liðið tapaði fyrir New York Knicks, 88-84, um helgina. Lið undir stjórn Pats Riley hefur aldrei tapaðjafnmörgum leikjum í röð. IsiahThomas, þjálfara New York, var aftur á móti létt. Mikil pressa hefur verið á honum á tímabilinu og margir stuöningsmenn liðsins hvatt hann til að fara.„Þetta varekkifallegur siguren okkur tókstað landa honum." Riley veitekki sitt rjúkandi ráð en Miami-liðið hefur nánast verið í frjálsu falli frá þv( það varð meistari fyrir 19 mánuðum. „Kannski við ættum að hengja upp mynd af titlinum svo við munum hvemig sigurtilfinningin er," sagði Riley. vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.