Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 7

Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 7
Lýðeinkenni islenskra iðjuþjalfa og viðhorf þeirra til menntamála Ný námsbraut hófst í iójuþjálfun hér á landi haustið 1997. íslenskir ióju- þjálfar geta nú haft markvissari áhrif á þróun fagsins. Mikilvægt var að kanna viðhorf þeirra til faglegra mál- efna. Spurningarlistar voru notaðir til að mæla viðhorf og allt þýði ís- lenskra iðjuþjálfa var spurt. Svar- hlutfall var 92%. Svörin voru áþekk, íslenskir iðjuþjálfar lögðu áherslu á fræðiþekkingu. Svokölluð T-próf og einhliða ANOVA sýndu hins vegar töl- fræöilegan mun á nokkrum breytum þegar menntun, starfsreynsla sem og útskriftarlönd voru athuguð og tengsl viðhorfa til menntamála. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fræðsluátak það sem fræðslunefnd Iðjuþjálfafélags íslands stóð fyrir ásamt skólanefnd hafi skil- að sér til starfandi iðjuþjálfa. Aðdragandi Eins og fram hefur komið í þeim greinum sem undirrituð hefur skrifað í Iðju- þjálfann um meistaranámið (Ásmunds- dóttir, 1998, 1996a, 1996b) var megintilgangur þess að mennta kennara fyrir væntanlega námsbraut í iðjuþjálfun. Ein aðalþáttur meist- aranámsins er rannsókn. í upphafi námsins ætlaði ég að kanna eitthvað sem tengdist geð- sjúkdómum og færni, en áhugi minn á eigin fagstétt hefur vaxið með árunum. Á starfsferli mínum hef ég unnið á geðsviði og allir mínir starfskraftar verið nýttir í þann málaflokk. Ég hafði háleitar hugsjónir fyrir hönd geðsjúkra í upphafi og óraði ekki fyrir því að eftir 20 ára starf yrði ég enn í basli við til dæmis að ráða iðjuþjálfa til starfa á geðdeildum. Sú framtíðar- sýn sem ég hafði var að kraftmiklir og vel menntaðir iðjuþjálfar myndu starfa í þágu geðsjúkra. Hlutfall iðjuþjálfa er vinna á geðsviði fer minnkandi meðan iðjuþjálfum hefur almennt fjölgað (Stefnumótun í geðheil- brigðismálum, 1998). Ég hef kynnst mörgum iðjuþjálfum í gegnum handleiðslu, en hana hef ég stundað síðan ég lauk handleiðslunámi 1988. Þar sem ég starfa á Ríkisspítölum sem er háskólasjúkrahús hef ég hlutverki að gegna í menntun iðjuþjálfa framtíðarinnar. Þau flóknu viðfangsefni sem geðdeildirnar fást við kalla á vel menntaða og hæfileikaríka starfsmenn. Með því að kanna frekar eigin fagstétt, þróun hennar, fortíð og framtíðarmöguleika vonaðist ég til þess að sú þekking á efninu gæti styrkt stöðu iðjuþjálfunar á geðsviði. Rannsóknin var gerð snemma árs 1998. Hér verður fjallað um þær niðurstöður hennar er varða lýðeinkenni íslenskra iðjuþjálfa og við- horf þeirra til menntamála. Önnur grein mun birtast síðar varðandi sömu rannsókn. Sá hluti mun fjalla um fagþróun, fagmennsku og við- horf íslenskra iðjuþjálfa til fagmála. Stofnun iðjuþjálfunarbrautar Umræður um mikilvægi rannsókna í iðjuþjálf- un (Hagendorn, 1995; Taylor, 1995; Van Deu- sen, 1993; Yerxa, 1991, 1987, 1983; Otten- bacher,1990, Taylor & Mitchell, 1990; Christi- ansen, 1983; Gilette & Kielhofner, 1979) og framhaldsnám í greininni til að mennta fræði- menn (Yerxa, 1995; Barris and Kielhofner, 1985) hafa verið í deiglunni síðustu tvo áratug- ina. Yerxa (1982) benti á að hluti af vandkvæð- um stéttarinnar sé stutt grunnnám og kröfurn- ar til að leysa æ flóknari vandamál kalli á frek- ari menntun. Van Deusen (1993) taldi vand- kvæðin meðal annars liggja í því hversu stéttin er þjónustumiðuð og það sé ástæða þess hversu lítt þekkt hún er. Menntun er áhrifaríkt tæki. Eig- inleikar fagmanna og hversu færir þeir eru, hugmyndir, þróun og rannsóknir Sú framtíðarsýn sem ég hafði var að kraftmiklir og vel menntaðir iðjuþjálfar myndu starfa í þágu geðsjúkra. Hlutfall iðjuþjálfa er vinna á geðsviði fer minnk- andi meðan iðjuþjálfum hefur almennt fjölgað. IÐJUÞJÁLFINN 1/99 7

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.