Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 14
14 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 9. ÁRG. 2009 KENNARAMENNTUN Allt frá því að kennaranám hófst á Íslandi fyrir rúmum eitt hundrað árum hefur starfsþjálfun kennaraefna farið fram í skólum. Þau orð sem notuð hafa verið um nám kennaranema á starfsvettvangi hafa breyst í gegnum tíðina, talað var t.d. um kennsluæfingar, æfingakennslu og nú er það orðið vettvangsnám sem notað er. Eins og allt annað í samfélagi okkar er kennaramenntunin í stöðugri þróun og tekur breytingum samhliða breyttum áherslum í skólakerfinu á Íslandi og í löndunum í kringum okkur. Undanfarna áratugi hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á að tengja betur saman fræði og starf. Stórt skref var stigið í þá átt í Kennaraháskóla Íslands (nú Menntavísindasvið HÍ) haustið 2007. Þá tók gildi ný skipan kennaranáms og hófu nýnemar nám skv. því en flestir eldri nemar stunduðu áfram nám skv. þeirri námsskipan sem gilti þegar þeir hófu nám. Nú er svo komið að á skólaárinu 2009–10 munu allir kennaranemar í leik- og grunnskólakennarafræði stunda nám skv. nýja skipulaginu. Nám til B.Ed.-gráðu í grunnskólakennara- fræði er nú skipulagt með eftirfarandi hætti: • Sameiginleg námskeið fyrir nemendur í leik- og grunnskólakennarafræði (40e) • Grunnnámskeið í kennslufræði grunn- skóla (30e / þar af 10Ve) • Námskeið á kjörsviðum (80e / þar af 14Ve) • Lokaverkefni (10e) • Valnámskeið (20e) Kennaranemar velja eitt kjörsvið, en alls eru fjórtán í boði. Námið er í nánum tengslum við vettvang og vettvangsnám er samþætt fræðilegum undirbúningi. Vettvangsnám er nú hluti grunnnámskeiða og kjörsviðs- námskeiða. Eftir sem áður er vettvangsnám að lág- marki tólf vikur á námstímanum til B.Ed.- gráðu, eða 24 vettvangseiningar (Ve). Grunn- námskeið í kennslufræði grunnskóla eru samtals 30e, þar af eru 10Ve á vettvangi. Kjörsviðin eru 80e, þar af eru 14Ve. Skipu- lag vettvangsnáms má sjá í meðfylgjandi töflu. Nánari upplýsingar eru á nýjum vef vettvangsnáms í kennaradeild vefsetur. hi.is/vettvangsnam/grunnskolakennarafr/ skipulag_vettvangsnams. Markmiðið með því að flétta vettvangs- nám inn í námskeið er að tengja betur saman fræði og starf í kennaranámi. Í þessu Misseri: Grunnnámskeið: Vettvangsnám er samtals fimm vikur (10Ve) í grunnnámskeiðum. Kjörsviðsnámskeið: Vettvangsnám er samtals sjö vikur í kjörsviðsgrein (14Ve). 1. Misseri Nám og kennsla: Inngangur Vettvangsnám fimm dagar (2Ve) Fimm daga kynning á heimaskóla og starfsemi hans. Nemar glöggva sig á ýmsum hugtökum sem fjallað er um í námskeiðinu á vettvangi. 2. Misseri Nemar kynnast kennslu kjörsviðsgreinar sinnar og námsefni grunnskólans í greininni. Þeir aðstoða kennara og eru eins virkir í skólastarfinu og mögulegt er. Í sumum kjörsviðum er gert ráð fyrir að nemar kenni nokkrar kennslustundir eða stýri viðfangsefnum undir umsjón kennara. 3. Misseri Eitt af eftirtöldum námskeiðum: • Barnið á yngsta stigi grunnskólans • Nám og kennsla á miðstigi • Nám og kennsla unglinga Vettvangsnám tíu dagar (4Ve) Áhersla er á kennslu- og kennarafræði viðkomandi skólastigs. Nemar læra m.a. að gera kennsluáætlun, undirbúa kennslu og kenna u.þ.b. 25-30 kennslustundir á tímabilinu. Á sumum kjörsviðum er vettvangsnám í eina viku á 3. misseri og er þá mögulegt að tengja það við skipulag grunnnámskeiðsins. 4. Misseri Nemar byggja á grunnnámskeiði á 3. misseri, æfast í að undirbúa kennslu og kenna, fylgja greinakennurum og aðstoða þá, auk þess að taka þátt í almennu skólastarfi, miðað er við að kenna 15 stundir á viku. 5. Misseri Nemar byggja á reynslu í vettvangsnámi á 4. misseri, og æfast í að undirbúa kennslu og kenna, fylgja greinakennurum og aðstoða þá auk þess að taka þátt í almennu skólastarfi. 6. Misseri Nám og kennsla – Fagmennska kennara Vettvangsnám tíu dagar (4Ve) Fjallað verður m.a. um starfskenningu kennaranemans, siðfræði og velferð barna. Hugmyndir eru um að nemar hafi umsjón með einum námshópi og kenni fleiri greinar en kjörsviðsgrein sína. Á sumum kjörsviðum er vettvangsnám í eina viku á 6. misseri og er þá mögulegt að tengja það við viðfangsefni grunnnámskeiðsins á misserinu. SKIPULAG OG ÁHERSLUR Í VETTVANGSNÁMI Í GRUNNSKÓLAKENNARAFRÆÐI. B.Ed.-nám í grunnskólakennarafræði er skipulagt sem þriggja ára nám (sex misseri). Ekki eru allir nemar í fullu námi og tekur það þá lengri tíma. Ávallt er mikilvægt að neminn byggi á því sem á undan er komið í kennaranámi og fái góða leiðsögn og samræður við kennara um frammistöðu sína jafnt og þétt í vettvangsnámi. Kennaranemar eru alltaf 30 klukkustundir á vettvangi fyrir hverjar 2Ve. Nánari upplýsingar um viðfangsefni eru í námskeiðslýsingum hverju sinni. Á vettvangi Ný uppbygging kennaranáms – Heimaskólar – Mikið samstarf Sigríður Pétursdóttir LJósmyndir: Kristinn Ingvarsson Lj ós m yn d f rá h öf un d i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.