Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 49
Valgerður Katrín Jónsdóttir þjóðfélagsfræðingur og ritstjóri „vykiptír wit&ttt wÁlí Að uerA mAður -sjÁlfuY’" - segir Vigdís Magnúsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri og forstjóri Ríkisspítala og heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Setbergslandi í Hafnarfirði býr merkiskona sem nú er orðin heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún býr í glæsilegu húsi sem hún byggði sjálf fyrir nokkrum árum. Hún segist hafa verið að færa til húsgögn í stofunni og breyta og biður um að sér sé fyrirgefið drasl sem er þó hvergi sýnilegt. Hún segir það hafa verið hálfgerða tilviljun að hún hafi farið að byggja á „gamals aldri“, hún hefði sótt um lóð að gamni sínu þegar þeim var úthlutað, aðallega vegna þess að nágrannar hennar í fjölbýlishúsinu voru flestir fluttir, höfðu byggt á öðrum stað í bænum og reyndar hvatt hana til að byggja þar líka. Hún var ekki tilbúin til þess þá en sótti um næst þegar lóðum var úthlutað. Ákvað svo endanlega að byggja þegar henni var úthlutað lóð sem hún hafði sett í annað sætið á óska- listanum. Meðan hún ber á borð kaffi og meðlæti hefur hún frásögn af lífi sínu. Vigdís er fædd og uppalin í Hafnarfirði og hefur búið þar alla tíð. Móðir hennar var Sigríður Erlendsdóttir og faðir hennar Magnús Snorrason skipstjóri. Sorgin knúði snemma að dyrum hjá fjölskyldunni en Magnús veiktist alvarlega og lést þegar Vigdís var aðeins sjö ára. Vigdís var yngst þriggja systkina. Systir hennar lést ógift og barn- laus 21 árs að aldri, „hún var þá við nám í Danmörku og líklega hefur sprungið í henni botnlangi og hún fengið lífhimnubólgu, þetta var rétt áður en penisílínið kom, '46.“ Bróðir hennar lést fyrir nokkrum árum af völdum krabba- meins. Hann átti tvær dætur og eina stjúpdóttur, „og það eru mínir nánustu ættingjar." Og hún bendir stolt á myndir af börnum þeirra. Móðir Vigdísar lést þegar hún var 93 ára gömul, „hún náði því ekki að flytja með mér hingað,“ segir Vigdís og bætir við að þær hafi búið saman alla tíð nema þau ár sem Vigdís var við nám og störf erlendis og síðasta árið sem móðir hennar lifði en þá var Sigríður á Sólvangi. „Ég tók hana alltaf heim um helgar, það var okkur báðum mjög dýrmætt. Hún var mjög ánægð á Sólvangi þó hún hafi ekki verið sérlega ánægð með að fara þangað fyrst í stað.“ Eftir barnaskóla lauk Vigdís prófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og stundaði nám við Tónlistarskóla Hafnar- „Mér hefur fundist allt skemmtilegt sem ég hef tekið mér fyrir hendur. “ fjarðar. „Þegar pabbi dó fór mamma að vinna við hótel- rekstur hjá afasystur minni, Theodóru Sveinsdóttur. Theo- dóra var mjög tengd fjölskyldunni og við systkinin kölluð- um hana alltaf ömmu. Pabbi missti móður sína mjög ungur og var alinn upp hjá afa sínum og ömmu ásamt systur sinni. Theodóra var þar í heimili á þeim tíma og tengdist pabbi henni mjög náið, fluttist síðar með henni til Reykjavíkur og bjó hjá henni öll sín skólaár. Theodóra var kunn matreiðslukona, hafði lært þá iðn í Danmörku. Hún eldaði meðal annars fyrir Danakonung árið 1930.“ Theodóra rak sumarhótel í mörg ár, fyrst í Reykholti og á Ferstiklu en byggði svo Hvítárvallaskála og rak hann síð- an. „Á veturna hafði hún matreiðslunámskeið fyrir hús- mæður og tók móðir mín þátt í þeim með henni. Mamma var eitt sumar á Ferstiklu, eitt sumar í Reykholti, þrjú sumur í Hvítárvallaskála og átta sumur í Fornahvammi, en eftir það gerðist hún ráðskona að forsetasetrinu á Bessa- stöðum í tíð Sveins Björnssonar forseta. Ég fylgdi mömmu alltaf á sumrin og lærði snemma að taka til hendinni. Ég var allt í öllu þessi sumur, afgreiddi bensín, gætti hestanna, vann í uppvaskinu og síðustu sumrin við framreiðslustörf." 261 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.