Helgarpósturinn - 10.10.1980, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 10.10.1980, Blaðsíða 26
26 Föstudagur io. október 1980 Hnlrjarpn czfi irinn Geoff meö Utangarðsmönnum i Hljóðrita Hér er mikið karlaríki á tónlistarsviðinu” rætt við hjónin Shady Owens og Geoffrey Calver Síðastiiðið föstudagskvöld var Helgarpósturinn staddur f Skála- felli Hótels Esju ásamt gömlum og nýjum aðdáendum söngkon- unnar Shady Owens, — sem tróö þar upp við undirleik kvintetts sem Gunnar Þórðarson stjórnaði. Er skemmst frá þvf að segja, að Shady vakti mikla lukku með kraftmiklum söng og frfskfegri framkomu og mátti heyra á þeim sem vit þykjast hafa — og fylgst hafa með Shady frá því hún var I Óömönnum, Hijómum, Trúbrot og Náttúru — aö hún væri sifellt vaxandi söngkona. Meðal undirleikaranna þetta kvöld var eiginmaður Shady, Geoffrey Calver, en hann er tslendingum að góðu kunnur sem upptökumaður nokkurra helstu metsöluplatna hér á landi sfðast- liöin ár, ss. Út um græna grundu og Ég syng fyrir þig, og hefur dvalið hér aö undanförnu við hljóðritun væntanlegra platna með Mezzoforte og Utangarðs- mönnum. Eftirmiödaginn eftir þessa eftirminnilegu uppákomu á Esju hitti Helgarpósturinn svo aftur hjónin Shady og Geoff og átti við þau eftirfarandi viðtal: — Shady, nú eru 3 ár siöan þú varst hér siðast, — hvað hefurðu verið að gera þennan tima? S: „Já, þegar ég fór héöan fyrir þremur árum var ég svo heppin aö komast á plötusamning hjá Ariola. Sem gáfu út með mér fyrst lagið I’m Counting On You, sem Geoff og Philip Swern tóku upp, og svo kom Nine Times Out Of Ten. Þá komu Björgvin Halldórsson og Magnús Þór út og við hljóörituðum Casanova Jones eftir Magnús og gefið var út undir nafninu Hot Ice. Þessar plötur gengu ekkert, og þetta varð allt sem ég ég vann fyrir Ariola. En jafnframt var ég I session- mennsku og það gekk rólega til að byrja meö. Þaö tekur töluverðan tima að komast áfram I þessu, maöur veröur aö sýna getu og fá tækifæri, og þó maöur þekki marga i bransanum þýöir það litið, maður verður aö byggja á eigin verðleikum, hefjast upp af sjálfum sér. Héöan var ég vön þvi að vera hampaö, en úti er ég komin á allt annan grundvöll. Nú yröi meiri samkeppni hér, það hafa komið upp margar góðar söngkonur á Islandi á siöustu árum, þó mér finnist þær hafa haft sig alltof litið i frammi. Hér er mikið karlariki á tónlistarsviðinu, og þó þetta sé að batna, þá eiga söngkonur enn eftir að öðlast sömu viðurkenn- ingu og söngkarlar. Og ísland er ekkert einsdæmi I þessu sambandi, svona er þetta um allan heim. En hvaö sem annars má segja um diskóiö, þá hefur það átt mikinn þátt i þvi aö opna dyrnar fyrir söngkonur I tónlist. Flest af þvi sem ég gerði hjá Ariola voru td. diskólög. Og 78 söng ég með vinkonu minni Zoe Kroneburger, lag hennar Roller Disco inná plötu fyrir RCA, en það var hálfu ári áður en rúllu- skautatiskan komst I algleyming, svo það varð ekkert úr þvi. Nú, ef við höldum áfram með það sem ég hef verið að gera þá tók ég 1 fyrravetur þátt i kabarettsýningu Freddie Starr, sem er mjög vinsæll á Bretlands- eyjum, en ákaflega erfiður I samvinnu og hreinlega geggjaður á köflum. Með mér i þessu voru Janis Carol og Linda Walker og þær héldu áfram með Freddie en ég hætti um vorið. Eftir það hef ég ma.unnið með tveimur laga- smiðum sem starfa i sambandi við Red Bus Studios, og við eigum nú hljóöritað efni á eina breiðskifu sem við vonum að komi út eftir áramótin og þá fyrst á meginlandinu. Við göngum undir nafninu Private Line, og höfum þegar sent frá okkur eina litla plötu með laginu It’s Magic. Það kom út i mal en fékk enga spilun f útvarpinu eða á diskótek- um og gekk þvi ekki...” G: „Viö verðum að gera okkur grein fyrir þvi að það koma út I kringum 100 litlar i hverri viku, þannig að ef þú færð enga spilun þá eru möguleikarnir ansi litlir á þvi að ná I gegn.” S: ,,Já, samkeppnin er geysihörð. En viö munum væntanlega reyna aftur i desember með laginu It Don’t Come Easy. Og einnig erum við með lagið Over And Over I undanrásunum fyrir Eurovision-söngvakeppnina, en við vitum ekki enn hvernig þetta kemur til með að ganga.” * — En svo við snúum okkur að þér Geoff, — hvenær hófust afskipti þin af islenskri hijómpiötugerð? G: „Ég kom fyrst hingað ’77 til aö hjálpa til við gerð seinni visnaplötunnar, Ut um græna grundu. Og siðan hef ég átt þátt i gerð islenskra platna á hverju ári, sem flestar hafa gengiö mjög vel td. siðasta sólóplata Björgvins og Ljúfa Lif. Nei, það var ekki i gegnum Shady sem ég byrja á þessu. Þegar ég kom hér fyrst þekkti ég hana ekki. Ég komst i samband viö Gunnar Þórðarson og Björgvin I gegnum Jakob Magnússon þegar ég vann I Marqueestúdióinu, en hann var þá I tengslum við það. Ég hætti siðan hjá Marquee 78 til að koma á fót Red Bus Studios og var þar framkvæmdastjóri þartil nú í sumar að ég hætti og fór að einbeita mér að þvi að starfa sjálfstætt við upptökustjórn. Það veitir mér meiri möguleika, auk þess sem það var orðiö ansi erfitt aö uppfylla skyldur minar við Red Bus, þarsem ég feröast mikið á milli landa til að vinna.” — Finnst þér islensk tónlist frábrugðin þvi sem þú þekkir er- lendis frá? ,,Jú, auðvitað er hún það.En þó er þetta ekkert óvenjulegt fyrir mig þarsem ég hef unnið mikið á alþjóölegum grundvelli, en ekki eingöngu verið i enskri músik. Ég hef t.d. unniö mikið með frönsk- um tónlistarmönnum. Hinsvegar má taka með i reikninginn að meginhluti evrópskrar dægur- tónlistar er annaðhvort aö hluta til eða öllu leyti undir áhrifum frá þvi sem er að gerast I Englandi.” —Og hvað finnst þér svo um is- lensku tónlistina, — á hún erindi á erlendan markað? ,,Já, alveg hiklaust. Hér eru margir góöir tónlistarmenn og ég vonast til að geta átt þátt i þvi að koma þeim á framfæri erlendis. Og ég held það séu góðar likur á þvi að það takist, sérstakiega eftir að eins vel grundvallað fyrirtæki og Steinar hf. er komið með I slaginn.” — Hvað hefuröu verið aö taka upp annaö en islenskt að undan- förnu? „Ja, td. lag sem var i efsta sæti breska vinsældarlistans fyrir skömmu, Feels Like I’m In Love meö söngkonunni Kelly Marie, en Shady syngur allar bakraddir i þvi. Svo stjórnaði ég nýlega upp- tökum á lltilli plötu með svörtum gltarleikara, Jake Sollo, sem áður var með Osibisa. Annars get ég aldrei munað hvað ég hef verið að gera. Jú, ég var að vinna með Alain Barriere og Farncis Cabrel, sem eru franskir og mjög vinsælir i Evrópu. Og svo stendur til að ég taki upp næstu sólóplötu Patrick Moraz, sem var i Yes og Moody Blues.” — Hverjir eru þeir stærstu sem þú hefur unnið með? ,,Já, ætli það sé ekki David Bowie. Ég hljóðritaði hljómleika með honum i Marqueeklúbbnum fyrir ameriskt sjónvarpsrokk- prógram, Midnight Special, og einnig kom ég við sögu á plötunni Diamond Dogs. í fyrra tók ég svo upp piötur með Tinu Turner og Three Degrees. Ég hef unnið með svo mörgum I gegnum árin, og á erfitt með aö telja alla upp”. — Er Hljóðriti gott stúdió? „Þaðer svona i meðallagi. Það segir sig sjálft, að það er erfitt að reka frambærilegt stúdió I svona litlu landi, með svona litinn markað fyrir hljómplötur. Það skapar lika vissan vanda að hér skuli bara vera eitt stúdió, það leiöir til þess að afurðirnar eru mjög svipaðar. Þess vegna held ég að þaö sé mjög gagnlegt fyrir islenska plötugerö, að fá utanaðkomandi menn einsog mig til aö skapa einhverja fjölbreytni og brydda uppá nýjungum. En þegar tekið er tillit til alls þá held ég að Hljóðriti standi sig bara vel.” — Shady, nú hefur þú verið á hljómleikaferðum með Suzi Quatro, hvernig kom þaö til? „Já, það var i febrúar siðastliðnum að vinur minn hringdi og spurði hvort ég væri til i að fara með Suzi til austantjaldslandanna i hljóm- leikaferð, en þvi miöur átti ég ekki heimangengt þá. En siðan bauöst mér betta aftur i aDril oe ég sló til, æföi með hljómsveitinni i tvo daga og fór svo með henni I Evróputúr og siöan um Bretland, Skotland og Wales og hljómleika- ferðinni lauk 1. júni á Isle of Man. Þá fóru Suzi og co til Los Angeles til að taka upp plötu, en ég fór að vinna meö Geoff. Þegar Suzi kom aftur i ágúst spiluðum viðsvo ma. á Jerseyeyju. Um daginn var svo haft samband viö mig og ég beðin um að fara með henni til S-Afriku, en þar sem ég á nú að leggjast inná spitala kemst ég ekki með. Hinsvegar býst ég viö þvi að fara með henni um Skandinaviu uppúr áramótunum. Jú þetta hefur verið mjög skemmtilegt, ég hafði ekki hugmynd um að hún væri eins vinsæl og kom I ljós á þessum ferðum. Og þetta hefur að vissu leyti verið mjög gott fyrir mig, opnað margar dyr, en þó ekki beint fyrir þann sóióferil sem ég stefni að. En ég ætla samt að halda áfram með henni, þó ég vildi helst vera heima.” — Hvaða augum liturðu á framtiöina, heldurðu að þér eigi eftir að takast að hasla þér vöil sem sósóisti? „Ég er bjartsýn, og raunar við bæöi. Við höfum mikið að gera — ég i sessionmennsku, Private Line, Suzi Quatro og ein — og þvi meira sem maður vinnur og skil- ar af sér þvi meiri eru möguleik- arnir á þvi að ná góöum árangri. Við höfum núorðið talsvert góö sambönd við rétta fólkiö bæöi i Englandi og einnig td. I Frakklandi og á Spáni. Svo erum viö I samstarfi við Steinar Berg og Gunnar Þórðarson við að koma islensku efni á framfæri erlendis.” G: „Samkeppnin er náttúrlega mjög mikil i þessum bransa, en ég held að við séum að koma upp á góðum tima, og að öll sú vinna sem við eigum aö baki eigi eftir að fara að skila sér. Ég sé mig ekki i öðru starfi einsog er og mun halda áfram meðan likamlegt þrek leyfir — það gera kannski fáir sér grein fyrir þvi hve þetta er erfitt starf likamlega — og ég vonast til þess að komast bráðlega I þá aðstöðu að geta val- ið verkefni min sjálfur. Aðal- atriðiö er að vera opinn fyrir öll- um breytingum og kunna skil á stöðunni á hverjum tima, þvi um leiö og maður ferð að lokast af, þá blasir niðurleiðin við og hún getur . orðið ansi brött i þessu starfi.” S: „Island er stór hluti af mér og mig langar mikið tii að gera plötu fyrir islenskan markað en vand- inn er bara málið, mér gengur illa að syngja á islensku. Það var mikið talaö um þetta fyrir nokkr- um árum en varð aldrei neitt úr þvi. En ég held að við ættum að geta hætt að tala bara um þetta, þvi hinar stórkostlegu móttökur sem ég fékk á Esju sýna aö íslendingar eru ekki búnir að gleyma mér. Og það þykir mér afskaplega vænt um.”' Viðtal: Páll Pálsson Myndir: Friddi, Palli o. fl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.