Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 34
242 FLAKK eimreidin Prófasturinn') lét mig Iesa, lærdóms tók að höndla pésa og sparaði ekki spurningar. Úr ég leysti og allvel kunni, engan lét ég stanz á munni minum þar að mæla rétt, unz hann sjálfur amenaði, er mér þótti lítill skaði, og þar á eftir þagði slétt. Einkennileg er yfirheyrsla prófastsins yfir flökkustúlkunni; það er augljóst að hann hefur auk kirkjulegrar áminningar þózt þurfa að vita um kunnáttu hennar í barnalærdómskverinu. Um annan >lærdómspésa< getur ekki verið að ræða. Nsen't má geta, að hún hefur verið farin að ryðga í því, og yfir- heyrslán því haft litla þýðingu, en sjálfsagt hefur það verið embættisskylda í þá daga, er svona stóð á, og í rauninni eink- um skriftir. Ekki er þess getið, að Kristín þessi hafi flakkað oftar, en flakkið hélt þó áfram, þar um sveitir eftir sem áður, bæði af innansýslufólki og landshornamönnum víðsvegar frá, afýmsutæi- Þá flakkaði um suðurlandsundirlendið kerling ein gömuh er Þorgerður hét, kölluð »postilla«. Var hún bæði kjöftug og meinyrt, en barngóð, eins og þetta flökkufólk oftast var, annaðhvort að eðlisfari, eða það hefur séð sér hag í því. Eftir Þorgerði postillu er höfð þessi saga: »Eg kom hérna á dögunum til hans séra Runólfs míns á Stórólfshvoli og bað hann að lofa mér að vera*. »Þú mátt vera í nótt, ef þú getur þagað alla vökuna*, sagði hann. »Eg sagðist skyldu reyna það, og steinþagði fram að vökulokum; en þá kom hann séra Runólfur minn fram á baðstofuloftið og fór að ganga þar um gólf. Þá gat ég ómögulega setið á mér lengur og fór að raula — si sona — fyrir munni mér: »Meiri er sómi að horskum hal, í hreinu vaðmálsfati, en fanti í flauelskjóU. Þá segir séra Runólfur minn: »Það mátti altaf búast við því, að þú gætir ekki haldið saman á þér helvítis kjaftinum til'vökulokac. Þá segi ég: Ef það er kjaftur á mér, þá er ekki meir en svo munnur á yður«. Einn hinna einkennilegustu flakkara, er ég man eftir frá því ég var ungur, var maður nokkur að nafni Vilhelm Hulter. Hann var úr Reykjavík og danskur að ætt að einhverju leyti. 1) Séra Ásmundur Jónsson í Odda. Hann varð prófastur 1841.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.