Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 74
282 EUGENE O’NEILL eimreiðin Engin saga, engin verðandi, aðeins mynd, þar sem hver ein- slaklingur er að vísu dreginn skörpum dráttum, án þess þó að nokkur skeri sig úr og trufli heildarsvipinn. Og þrátt fyrir ruddalegt mál og ruddalega framkomu sjómannanna, eiga þeir óskifta samúð lesandans að loknum lestri, svo snildarlega tekst höfundi að tjalda sviðið alt hjúpi harmleiksins. Hafið er og upphaf og endir leiksins Anna Christie (1920). Sá leikur var mjög vinsæll í New Vork, hlaut Pulitzer-verð- launin, var filmaður og nú nýlega talfilmaður (með sænsku leikkonuna Greta Garbo sem Anna Christie). Gamli Chris Christoffersson er sænskur sjómaður, er alla sína æfi hefur verið á sjónum, getur ekki án hans verið, en hatar hann þór af öllu hjarta: »dat ole davil, sea< er viðkvæði hans, þegar hann minnist á sjóinn. Astæðan er auðvitað sú, að hann hefur mist föður sinn og bræður sína í sjóinn, og sjálfur hefur hann ekki séð dóttur sína í fimtán ár, af því að hann hefur ekki getað losað sig frá sjónum. Til þess að forða þessari dóttur sinni frá því að verða sjómannskona, eins og móðir hennar var, hefur hann sent hana til frændfólks hennar í Minnesota, þar sem hún elst upp við sveitastörf og sér aldrei sjó. Draumur gamla mannsins er, að hún verði væn búkona í sveit, eignist bónda og börn og taki sig að lokum í hornið- En eins og ráð Njáls bitu sjálfan hann að lokum, þanniff koma ráð gamla Chriss honum sjálfum í koll. Uppeldi Onnu hjá frændfólkinu er langt frá því að vera eins æskilegt oð gamli maðurinn gerir sér í hugarlund. Hún er umkomulaus- og höfð til alls, og þegar hún eldist, tekur yngsti sonurinn hana nauðuga. Eftir það fer hún til St. Paul, en lendir þar líka á glapstigu. Þetta er forsaga leiksins; fullkominn harmleikur í sjálfu sér- Anna Christie kemur til New Vork að finna föður sinn, oð býr hjá honum á kolaferju, sem hann siýrir. Hún, sem aldrei hefur séð sjóinn, dregst nú að honum með ómótstæðilegu afli, og kippir henni þannig í kynið til forfeðra sinna. Um leið losnar hún úr viðjum vanans, hið nýja umhverfi, hafið, hreinsar hana af allri synd. — En gamla manninum er ekki rótt, þegar hann sér hvert hugur hennar stefnir. Þó tekur út yfir, þegar stór og sterkur írskur sjómaður kemur fram 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.