Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 68
276 NUNNAN EIMREIÐIK með því að hún var orðin allþreytt á lífinu og lifði fremur í liðna tímanum en hinni líðandi stund. Þegar hátíðisdagurinn kom, og hún hafði ekki komið með neina gjöf, undruðust hinar nunnurnar framkomu hennar og hallmæltu henni fyrir. Hún dró sig því auðmjúk í hlé, þegar allar hinar ágætu gjafir voru bornar í skrúðgöngu inn í blóm- um skrýdda kirkjuna og lagðar fyrir framan altarið. En á meðan kirkjuklukkurnar kliðuðu stigu reykelsisskýin upp í hæðirnar frá altarinu. Þá bar svo við, er nunnurnar hófu söng sinn og hljóð- færaslátt, að riddari einn, hvítur fyrir hærum, átti leið fram hjá klaustrinu. Með honum í för riðu átta fríðir og íturvaxnir ungir menn, allir vel vopnum búnir og á fákum glæstum, og ennfremur jafnmargir vopnaðir fylgdarmenn. Þetta var Wonne- bold að fylgja sonum sínum í ríkisherinn. Er hann varð þess var, að hámessa stæði yfir í guðshúsi, bauð hann sonum sínum að stíga af baki og gekk með þeim í kirkju, til þess að færa heilagri guðsmóður lofgjörð og þakkir. Allir stóðu hrifnir og undrandi, þegar gráhærði öld- ungurinn brynjaði kraup við altarið með hermönnunum ungu, átta að tölu, sem voru líkastir herklæddum englum á að sjá, enda fipaðist nunnunum svo söngurinn, að þær urðu að hætta um stund. En Beatrix þekti þegar af manni sínum, að þarna voru allir synirnir hennar komnir, hrópaði upp yfir sig og flýtti sér til þeirra. Og um Ieið og hún gaf sig fram, skýrðf hún frá leyndarmáli sínu og kraftaverki því, sem fyrir hana hafði komið. Þá urðu allir að viðurkenna, að hún hefði flutt hinni helgu mey dagsins dýrustu gjöf. En sveigar úr grænu eikarlaufi, sem alt í einu sáust um höfuð sveinanna átta, eins og ósýnileg hönd sjálfrar himna- drotningarinnar hefði krýnt þá, báru þess bezfan vottinn, að gjöfin var þegin með þökkum. Sv. S. þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.