Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Side 100

Eimreiðin - 01.07.1930, Side 100
308 RAUÐA DANZMÆRIN EIMREIÐIN von jagow og fylgikonu hans, er þau stigu út í vagninn, til þess að aka um borgina, og virtist hr. von Jagow hreykinn af að gefa sýnt mannfjöldanum, hver sæti við hlið sér, enda fór það ekki fram hjá þeim erlendu njósnurum, sem þarna voru staddir. Á ófriðarárunum var ekki hlaupið að því fyrir menn frá hlutlausum löndum að ferðast úr einu ófriðarlandi í annað. Snuðrandi lögregluþjónar voru á öllum landamærum og í öll- um hafnarborgum ófriðarlandanna. Þeir grunuðu alt og alla, og heimtuðu af hverjum ferðamanni ótvíræða sönnun þess, að þeir væru í hlutlausum erindagerðum. Mata Hari var hol- Ienzk og þess vegna frá hlutlausu landi. Auk þess var hún fræg danzmær og átti marga áhrifaríka vini, sem voru boðnir og búnir til að rétta henni hjálparhönd. En þó svo væri, þurfti góða og gilda ástæðu til. að hún fengi að fara til Par- ísar, enda bar hún það fyrir sig við sendisveit Frakka í Hol- landi, að hún þyrfti að ráðstafa eignum sínum í Neuilly. Þessi ástæða var tekin til greina, þegar beiðninni fylgdu meðmæli frá forseta hollenzka ráðuneytisins og frá ýmsum mikilsmeg- andi embættismönnum frönskum, og Mata Hari fékk öll þau skilríki, sem þurfti til að komast til Parísar. Æðsti maður leynilögreglunnar þýzku fékk henni 30.000 mörk. Til allrar ógæfu fyrir hana vitnaðist um þessa fjárgreiðslu meðal ensku leynilögreglunnar, sem gerði frönsku leynilögreglunni aðvart um hana undir eins og það var kunnugt, að Mata Hari ætl- aði til Parísar. Undir eins og enska leynilögreglan hafði til- kynt II. deild (þ. e. njósnamiðstöðinni í París) um ferð Mötu Hari til Parísar, voru þegar sendir út njósnarar til þess að hafa gætur á henni. En þó að þeir eltu hana hvert sem hún fór, rannsökuðu öll bréf til hennar og hefðu nákvæmar gætur á hverri hennar hreyfingu, tókst þeim ekki að finna minstu sönnun fyrir því, að hún fengist við njósnir. Undir eins og Mata Hari var sezt að í París, tók hún að leita sér nýrra vina, auk þeirra gömlu og tryggu aðdáenda, sem áður höfðu notið hylli hennar og enn gátu orðið henni hagkvæm verkfæri öðru hvoru. Má þar til nefna yfirmann utanríkisráðuneytisins, sem hafði verið fyrsti elskhugi hennar í París og hélt áfram að tilbiðja hana til síðustu stundar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.