Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 55
eimueiðin UM NÝFUNDNALAND OG SKULDABASLIÐ ÞAR 351 urinn höggvinn til að gerast hrávara handa tveimur miklum pappirsverksmiðjum. Önnur er brezk, en hin bandaríksk. Þær framleiða um 600 smálestir af pappír á dag, þegar bezt lætur. Það hefur verið hert mjög á pappírsgerðinni síðan gjaldþrotið varð, til þess að veita sem flestum fátæklingum atvinnu. Fyrir þessa framtaksemi hefur þannig brugðið við, að síðustu árin er Nfland farið að framleiða meira af pappír en af þorski, en áður var þorskurinn ætið fremstur á blaði. Þessu næst ber að nefna fossaflið í ám Nflands, sem eina auðlindina mjög verðmæta, því víða hagar vel til að virkja fossa og njóta góðs af vötnunum, sem árnar renna úr. Að- eins fáir fossar eru enn beizlaðir. Þó eru i Labrador ennþá fleiri og meiri fossar en á Nflandi. Einn fossinn þar er hærri en Niagarafossarnir. Þar í landi er einnig mikill skógur og niálmar dýrmætir víða í jörðu. En sá auður liggur ónotaður. Landbúnaður Nflendinga er enn mjög stutt á veg lcominn, en mun í framtíðinni flytja þjóðinni mikinn auð og blessun. Eins og nú er, verður að sækja frá útlöndum megnið af allri jurtafæðu og' kjötmeti. Framvegis mun vafalaust sjávarútvegurinn verða, eins og fyrri, stærsta atvinnugrein Nflendinga. Fiskináman í djúpi hafsins, bæði við Nfland og Labrador, er svo mikil og auðug, að ótrúiegt er að nokkur málmnáma finnist, sem taki henni fram að verðmæti. Eins og nú er og verið hefur ætíð, má se§ja. að auður sjávarins við Nfland hafi aðeins verið lítils- háttar hagnýttur af hinum fjölmenna fiskimannalýð, sam- anborið við það, sem orðið gæti. Fátækt og menningarleysi hafa valdið því. Öllum óltunnugum má sýnast furðulegt að land, jafn auð- ugt að náttúrugæðum, skyldi komast í fjárþrot og þjóðin lenda í örbirgð. Englendingar segja, að það hafi orðið vegna þess, að landsmenn kunnu elcki að fara með sjálfstæðið, sem Þeim var gefið. Eflaust er það rétt, en til þess lágu mörg önn- ur rök, eins og seinna skal sýnt, og má strax benda á, að í raun réttri var sjálfstæðið takmarkað. Auðæfi landsins höfðu að mestu leyti lent á höndum enskra og amerískra auðmanna. Þeir, sem auðguðust mest, áttu ekki heima í landinu eða fóru °ft með auð sinn af landi burt. Landið átti engan þjóðbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.