Norðri

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1906næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Norðri - 28.12.1906, Blaðsíða 1

Norðri - 28.12.1906, Blaðsíða 1
I, 52. Akureyri, föstudaginn 28. desember 1906. Hér með skor^ eg á alla, er skulda mér, hér í bœnum og nágrenninu sem ekki hafa gert áður samning við mig um skuldir sínar, að borga mér þær nú fyrir nýárið. Sveitamönnum lengra að er gefinn frestur til 20. janúar 1907. Oddeyri, 28. janúar 1906. J. V. Havsteen. „Verzlunin Akureyri“ (Strandgötu 31 Oddeyri, áður sölubúð Kolbeins og Ásgeirs). selur ýmsan varning af JÓLABAZAR með því nær innkaupsverði. MARGAR AGÆTIS TÆKIFÆRISGJAFIR. Ennfremur: Kex og kökur, tvíbökur, kringlur, skonrok og margaríne ágætt, nærri eins gott og hið ágæta rjómabúasmjör. Sultutau og marmelade. Súkku- laði og Konfect, Hnetur, möndlutegundir ýmsar og ótal margt fleira til gagns og gamans fyrir munn og maga. Búðin verður ekki Iokuð eftir nýjárið vegna vöru-upptalningar eða þvílíkra anna. Bindindismanna-drykkir og vín margskonar. S. J. Fanndal. REYNIÐ Hvíti dauðinn. Svarti dauðinn sendi mikinn hluía þjóðar vorrar til Heljar í þau skiftin, er hann geysaði hér yfir land. Hann fór geystyfirog óvægilega, svo örfáir þurftu um þau sár að binda, er hann veitti. Hvíti dauðinn—berklaveikin— fer hægra. En hann er undir- förull og skeinuhættur, líklegur til þess að höggva mikið skarð og hryllilegt í þjóðina, ekki síð- ur en Svarti dauðinn gerði, ef ekki verður reynt að verjast hon- um svo sem vér frekast höfum föng á. I’ess vargetið í »Norðra« ný- lega, að áskorun til þjóðarinnar um það efni, mundi vera í að sigi, og er oss nú ánægjuefni, að láta blaðið flytja hana. Oangamá að því sem áreiðan- leg.i vissu, að þjóðin bregðist hér vel við og drengilega. Hér er slíkt lífsspursmál um að ræða að brýn nauðsyn er til að eng- inn láti það afskiftalaust. Hver einasti maður, sem nokkuð getur á að telja það heilaga skyldu sína að styrkja það, sem allra mest og bezt eftir efnum og ástæðum. Enginn af oss getur sagt um það, nema það ef til vill kunni að verða hann sjálfur, er í nánustu framtíð þurfi á hjálp og hjúkrun Hei suhælisins að halda. Hraust- ir menn, heilsugóðir og sterk- byg 3ir geta orðið krossberar veik- innar engu síður en þeir, er Ias- burða sýnast. Það sanna oss og sýna deginum ljósara dæmi þau, er vér höfum haft fyrir augunum. Og þess vegna verður það skyltía hvers og eins, er nokkuð getur, að ganga í Heilsuhælisfé- lagið og gerast meðlimur þess— einmitt ein af skyldunum við sjálfa oss. Og þær erum vér vanal iga fúsastir að reyna að upp- fylla, er vér teljum áreiðanlegt, að vér sjálfir getum eitthvað gott af þeim haft. Um það munu fáir vera í nokkr- um vr.fa að því er þetta snertir. Fyrstu æfifélagar Heilsuhælis- félagsins eru Guðm. læknaskóla- kennaii Magnússon og kona hans. Ávarp til íslendinga ftá Heilsuhælisfélaginu er stofnað var 13. nóv. 1906. Berklaveikin er orðin hættulegastur sjúk- dómur hér á landi. I öðrum löndum deyr 7. hver maður úr berklaveiki, en 3. hver maður þeirra er deyja á aldrinum 15—60 ára. Hér á landi er veikin orðin, eða verð- ur innan skams álíka algeng, ef ekkert er aðhafst. Hinn mikli manndauði og langvarandi heilsumissir, sem berklaveikin veldur, bakar þjóðfélaginu stór tjón. I Noregi er þetta tjón metið 28 miljónir króna á ári; hér mun það ef veikin er orðin jafn algeng, nema um 1 miljón kr. á ári. Þar við bætist ö!l sú óham ingja, þjáning sorg og söknuður, sem þessi veiki bakar mönr.um og ekki verður metið til peningaverðs. Berklaveiki var áður talin ólæknandi, en nú vifum vér að hún getur batnað og það til fulls, ef sjúklingarnir fá holla vist og rétta aðhjúkrun í tíma í þar til gerðum heilsuhæl- um. Það hefir og komið í ljós, að sjúkling- ar, sem dvalið hafa í heilsuhælum, breiða manna bezt út rétta þekkingu á vórnum gegn útbreiðslu veikinnar til stórgagns fyrir land og lýð. I ö!rum löndum hafa verið stofnuð als- herjarfélög til þess að sporna við berldaveik- inni, og alstaðar hefir slíkur félagssk'apúr borið þann ávöxt, að veikin hefir stórum þvcrrað. Á Englandi hefir manndauði ^af völdum berklaveikinnar þverrað um helm- ing á 30 árum. Vér erum nú einráðnir í því, að hefja baráttu hér á landi gegn berklaveikinni, og skorum á alla íslendinga til fylgis, skorum á alla menn, unga og gamla, jafnt karla og konur, að ganga í Heilsuhælisfélagið. Berklaveikin er komin í öll héruð landsins Hættan vofir yfir öllum heimilum landsins. Þess vegna teljum vér víst, að hver maður, hvert heimili á landinu muni vilja vinna að því, að útrýma þessu þjóðarmeini. Og þsssvegna höfum vér sett árgjald félagsins svo lágt, að allir, sem einhver efni hafa, geti unnið með. Félagsgjaldið er 2 kr. á ári, og vér vonum, að hver og einn skrifi s:g fyrir svo mörgum félagsgjöldum, sem efni og á- stæður leyfa. í stað vanalegs félagsgjalds, eins eða fleiri geta menn greitt æfigjald; það er minst 200 kr. Það er tilgangur Heilsuhælisfélagsins, að hefta för berklaveikinnar mann frá manni og veita þeim hjálp, er veikina taka, eink- um með því: — 1) að gera sem fiestum kunnugt eðli berklasóttkveikjunnar og hátt- semi lierklaveikinnar, hvernig hún berst, og hver ráð eru til að varna því; — 2) að koma UPP heilsuhæli, er veiti berklaveiku fólki holla vist og læknishjálp með vægum kjör- um, eða enciurgjaldslaust, efþess verður auð- ið og fátækir eiga í hlut. Heilsuhæli handa 40—50 sjúklingum mundi koma allri þjóðinni að stórum“not- um, en kosta um 120 þúsund kr, og árs- útgjöld nema milli 30 og 40 þúsund krón- um. Ef hver sjúklingur borgaði með sér rúma eina krónu á dag og flestum mun hærri borgun um megn, þá yrði tekjuhallinn 16—18 þús. kr. á ári. Nú vonum vér, að Heilsuhælisfélagið eignist að minstakosti einn félaga á hverju heimili á lar.diuu, en þá verða árstekjur þessum eða yíir 20 þús. kr. og þágeturþað rekið heilsuhæli yfir 50 sjúklinga án nokkurs styrksúrlandsjóði. Þá eru einnig líkur til þess að komandi þing mundi veita lán úr lands- sjóði eða landsjóðsábyrgð fyrir láni til þess að koma hælinu upp þegar á næsta ári; enda göngum vér að því vísu, að þingið muni styðja þessa þjóðarþarfsemi með ríflegri hlutdeild í byggingarkostnaði heiisuhælis- ins. Kaupendur Norðra eru vin- samlegast beðnirað borga blað- ið sem fyrst, þeir sem það eiga ógert enn. Qjalddaginn var 1. júlí. Sögusafniðer fullprentaðog geta skuldlausir kaupendur blaðsius vitjað þess þegar eftir nýár. Nýir kaupendur fá kostakjör. Loks væntum vér þess, að heilsuhrelis- félaginu áskotnist gjafir frá öðrum félögum, frá ýmsum stofnunum ogeinstökum mönnum. Reykjavík 24. nóv. 1906. Yfirstjórn Heilsuhœlisfélagsins. Kl.Jónsson B. Jónsson Sighv. Bjarnason landritari ritstjóri bankastjóri form. fél. ritari fél. féhirðir fél. Ásgeir Sigurösson Eir. Briem G. Björnsson kaupm. pr.sk.kennari. landlæknir Guðm. Guðmundsson Guðm. Magnússon fátækrafulltrúi læknaskólakennari. H. Hjartarson M. Lund Mattias Þórðarson trésmiður. lyfsali ritstjóri. Ólajur Ólafsson fríkirkjuprestur. Samkomuhús Templara hið nýja og veglega var vígt á sunnu- daginn var. Héldu Templarar fyrst fund eftir reglum sínum og formi og voru skrýddir einkennum öllum og skraut- búningi. Hekla skemti með söng, en aðalvígsluræðuna hélt Guðlaugur bæjar- fógeti Guðmundsson og sagðist vel að vanda. Matthías skáld flutti Reglumeð- limunum þakklæti sitt fyrir húsbygging- una er hann hvað bænum til hinnar mcstu sæmdar, og las upp kvæði er hann sagðist hafa «rispað upp rétt áð- ur en hann fór að heiman. Var gerður að því góður rómur, en mestan fögnuð vakti, er Geir prófastur Sæmundsson lýsti því yfir, í ræðu, að hann ætlaði að syngja áður en Iangt liði: «Vígja húsið mcð «Soio»-söng til á- góða fyrir það sjá!ft». Amontillado, Madeira, Sherry og rauð eða hvít Portvín frá Albert B. Cohn. Þessi vín eru efnafræðislega rannsökuð um leið og þau eru látin á flöskurnar, ogtapp ar og stúthylki bera þess ljósan vott, því á þeint er inrisigli efnasmiðjunnar. Vínin fást á Akurevri hjá hóteleiganda Vigfúsi Sigfússyni. Ábyrgð er á því tekin, að vínin séu hrein og óblönduð vínberjavín, og má fá þau miðilslaust frá Albert B. Cohn, St. Annæ Plads 10 Kjöbenhavn K, — Hraðskeytaárit- un Vincohn. Allarupplýsingar um Cohn gefur V. Thorarensen, Akureyri. Templarar buðu að vera við vígsluna bæjarfulltrúunum og fjölda annara bæj- armanna. íslendingar erlendis. »PóIitiken» scgir að velja eigi 7 ís- lenzka og 11 danska þingmenn í nefnd, til þess að semja um mál þau, sem fara Dönum og íslendingum á milli. Nefnd- in á að koma saman að hausti og held- ur fundi sína í Kaupmannahöfn. Talsvert hefir verið rættum flaggmál- ið í Danmörku. Blaðið «Pólitiken» get- ur þess, sem gjört er á fundum heima, og sömuleiðis um undirtektir blaðanna. Um daginn flutti hún ritstjórnargrein er sagði: «að danskt löggjafarvald hlyti að heimta, að Dannebrog verði flaggað út á við, þótt íslendingar fengju heima flagg*. Pá flutti og «Vort Land» grein, er fann einkum að því, að íslendingar vlldu sýna sig sem sérstaka Norðurlanda- þjóð með því að hafa krossinn. Sagði að það væri vonandi, að þeir ytðu látnir vita, að þessháttar væri ekki nærri komandi. Loksins birti «Nationaltidende» allæsta grein eftir Pierre Desterbye. Sagði hann að það væri verið að snúa Danne- brog. Pá er og gremja mikil meðal danskra sjóliðsforingja, ef banna á Dönum að veiða í landhelgi við ísland. Þykir þeim það hart aðgöngu, að reka landa sína brott. Mælt er að sá heiti J. F. Saxild, sem á að verða foringi á «Islands Falk» na'sta ár. Fregnr. Norðra.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað: 52. tölublað (28.12.1906)
https://timarit.is/issue/171836

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

52. tölublað (28.12.1906)

Aðgerðir: