Á morgun - 30.01.1918, Blaðsíða 1

Á morgun - 30.01.1918, Blaðsíða 1
M R G KOSNINGABLAÐ ALÞÝÐUFLOKKSINS I, ái\ lleykjavíb, miðrikudaginn 30. janúar 1918. 1. tbl. Kosning'in á morg'un. Á morgun. Kosningin hefst kl. 10 árdegis. Þegar kjósandi kemur inn í herbergi kjörstjórnarinnar, og kjör- stjórnin heíir gengið úr skugga um, að hann standi á kjörskrá, er honum afhentur kjörmiði, með nöfnum þeirra manna, sem í kjöri eru, og mun hann líta út svipað þessu: A-listi B-listi C-Iisti Þorv. Þorvarðsson Ólafur Friðriksson Jón Baldvinsson Sigurjón Ólafsson Kjartan Ólafsson Guðm. Davíðsson Jónbjörn Gislason Sveinn Björnsson Inga L. Lárusdóltir Guðm. Ásbjörnsson Jón Ólafsson Jón Ófeigsson Guðm. Eiríksson Jón Kristjánsson Einar Helgason Gísli Guðmundsson Jóh. Jósefsson Árni Thorsteinsson Jón Hafliðason Gunnl. Pétursson Jóhannes Nordal Fer kjósandi ineð kjörseðilinn inn í kjörklefann, sem er aftjaldað horn í herberginu, og gerir kross X bókstaf þess lista, sem hann ætlar að kjósa, með blýanli, sem kjörstjórn á að hafa þar. Þegar kjósandi hefir kosið, á kjörseðillinn að líta þannig út: X A-listi B-listi C-listi Þorv. Þorvarðsson Ólafur Friðriksson Jón Baldvinsson Sigurjón Ólafsson Kjartan Ólafsson Guðm. Davíðsson Jónbjörn Gíslason Sveinn Björnsson Inga L. Lárusdóttir Guðm. Ásbjörnsson Jón Ólafsson Jón Ófeigsson Guðm. Eiríksson Jón Kristjánsson Einai- Kelgasen Gísli Guðmundsson Jóh. Jósefsson Árni Thorsteinsson Jón Hafliðason Gunnl. Pétursson Jóhannes Nordal hjá þeim sem kjósa alþýðulistann, A-listann; en varast skulu menn að gera nokkurt annað merki á seðilinn en blýantskrossinn framan við bókstaf þess lista, sein menn ætla sér að kjósa. Þó er heimilt að raða mönnum, sem eru neðan undir bókstaf listans sem kosinn er, t. d. selja löluna 1 við neðsla manninn, töluna 2 við sjötta og svo framvegis. Sömuleiðis má strika- nafn út af listanum. En þessar breyt- ingar má að eins gera við þann lisla sem maður kýs, því sé nokkurt merki gert við bókstaf annars lista, eða nokkurn mann á honum, þá er seðillinn ógildur. Þó að þessar breytingar, að raða mönnum eða strika út nöfn á þeim lista sem kosinn er, séu heimilar, þá er þó langréttast af mönnum að fást ekkert við slíkt, því margra ára reynsla hefir sýnt, að það verður þráfaldlega til þess að ónýta seðilinn, af því að menn geta ekki alment gert þessar breytingar, án þess að skemma seðilinn svo, að hann verði ógildur. Taki kjósandi eftir því, að hann hafi eyðilagt seðilinn, t. d. kosið öðruvísi en hann ætlaði sér eða gallað kjörseðilinn, þá getur hann krafist þess að fá nýjan kjörseðil hjá kjörstjórninni. Þeir, sem vegna sjóndepru eða annars ekki treysta sér til að gera blýantskrossinn svo, að örugt sé að liann verði tekinn gildur, geta beðið einhvern mann úr kjörstjórninni að koma með sér inn í kjörklefann og kjósa fyrir sig. A-listiim er listi alþýðunnar. Kjósið hann! Á morgun á að kjósa sjö menn í bæjarstjórn Reykjavikur. Á morgun eru tímamót í sögu Reykjavíkur. Á morgun er í fyrsta sinni, síð- an Reykjavíkurbær fekk kaupstað- arréttindi, kosið um tvœr stefnur í bæjarmálum. Á morgun er fyrsta sinni kosið um það tvent, hvort auðvald fárra manna á að ráða bæjarmálum — þeim einum til hagsbóta, eða hvort alþýðan á sjálf að ráða þeim — öllum bæjarbúum til hagsbóta. Á morgun ætlar auðvaldið grímuklætt að reyna að lirifsa undir sig völdin í þessum bæ — til þess að drottna síðan yfir þeim ibúurn hans, er eiga óhægri að- stöðu í lífsbaráttunni, með ójöfn- uði og grimd. Á morgun er það á valdi al- þýðumanna í Reykjavík að afstýra því, að það nái þvílíkum yfirtökum í bænum. Á morgun gefst alþýðu manna í Reykjavík færi á að lýsa yfir pvf, nvort hún vill heldur lúta kúgandi auðvaldi, slerku og grimmu, og þola ójöfnuð þess eða ráða hollráðlega hag sinum í frjálsu bróðerni og fullkomnum jöfnuði fyrir alla, alda og óborna. Á morgun fær alþýða manna í Reykjavík tækifæri til að sýna það, að hún vilji ekki kjósa þá menn i bæjarstjórn, senr vísir eru til, ef þeir geta því við komið, að svifta hana með yfirgangi og rangindum öllu því, er við hana verður los- að, megni og mannréttindum. Á morgun er timinn kominn fyrir sjómenn, verkamenn, verka- konur og iðnaðarmenn til að skera úr því, hvort bærinn megi ekki ráðast i arðberandi fyrirtæki allri alþýðu til gagns og hags, fyrirtæki slík sem þau, er auðvaldsmenn sækja nú í aflið til ójafnaðarverk- anna. A morgun, er sá örlagadagur, að hið auðunnasta og léttasta verk, það að setja kross (X) við A-list- an, verður hið affarasælasta verk °g þyngsta á metunum allri alþýðu manna í hag í nútíð og framtíð. Á morgun á að kjósa um A-list- an (lista allrar alþýðu), B.-Iistann (lista auðvaldssinna og brodd-borg- ara) og C-listann (óþarfan og marklausan lista). Á morgun á alþýða manna að láta C-listann afskiftalausan. Á morgun mega þeir einir kjósa R-listann, sem með núlegum liugs- unarhætti sínum væru fyrir alla tilveruna betur farnir kosningar- réttarlausir. Á morgun má alþýða manna ekki kjósa B-listann. Á morgun á öll alþýða að hafnn B-listanum, lista auðmanna- félagsins »Sjálfstjórnar«. Á morgun á að kjósa A-listann! Á morgun á A-listinn að fá öll atkvæði allra alþýðuinanna. Á morgun á A-listinn að fá öll atkvæði allra góðra manna. íhald og- framsókn. Kosningar standa enn einu sinni fyrir dyrum og nú á nokkuð öðru vísi grundvelli heldur en endranær. Verkamannasamtökunum, Alþýðu- flokknum, hefir aukist svo fylgi hin síðustu ár, að stórborgararnir eru orðnir hræddir við, að hann fari að hafa verulega hönd í bagga með sijórn þessa bæjar. Grimm ustu púlitisku fjantimennirnir falF ast þá í faðma til að koma í veg fyrir þetta. Þeir menn, sem um langan tíma hafa svarið og sárL við lagt, að þeir bæru hag alþýð- unnar fyrir brjósti, mynda nú svínfylking til þess að koma í veg fyrir að alþýðan stjórni þeim mál- um, sem hana varðar mest. Kaup- menn og aðrir peningamenn leggja til stórfé í sama tilgangi. »Sjálf- stjórn« er fædd. Alþýðuflokkurinn er ekki hrædd- ur við þessa samsteypu, heldur þvert á móti. Það er gleðilegt að sjá þessa herra kasta grímunni og sýna sinn innri mann. Svo langt er nú komið að hver inaður sér að hann verður að taka afstöðu i bæjarmálum eftir stefnum, en ekki eftir nöfnum eða nafnbótum. Stefn- urnar eru hér eins og erlendis að eins tvær, íhald og framsókn. Alþýðuflokkurinn liefir hér eins og annarsstaðar mætt íhaldinu, samábyrgð broddborgaranna, »Sjálfstjórn«. 111 var þess félags fyrsta ganga. Efstur á lista stendur þar sá mað- ur sem hefir tvívegis vegið í hinn sama knérunn, Sveinn Björnsson. í haust við niðurjöfnunarkosning- ar var hann meðal þeirra manifa, er voru þess valdir, að alt vinnu- fólk bæjarins var strikað út af kjörskrá. Nú leikur liann í kjör- stjórn sömu listina, að svifta alla þá menn kosningarrétti, er ekki hafa greitt gjöld sín í bæjarsjóð.

x

Á morgun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Á morgun
https://timarit.is/publication/226

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.