Á morgun - 30.01.1918, Blaðsíða 4

Á morgun - 30.01.1918, Blaðsíða 4
Það er vissara að koma nógu snemma á Alþýðu- flokksfund í Bárubúð í kvöld. Hann by rj ar kl. 8. hjálpar væri leitað, og í þessu efni væri verkefni fyrir konur til að beita sér fyrir. Gat frúin þess enn fremur, að hún hefði heyrt tvo bæjarfulltrúa vera að tala um þetta, og telja bæjarstjórn skylt að kynna sér og hafa ætíð sem gleggsta vit- neskju um afkomu bæjarbúa. Ætla mætti nú, að konur hefðu tekið þessari tillögu vel, og það er alveg vist að allur þorri kvenna á fundinum hefír litið sömu augum á þetta mál og húsfrúin, sem flutti tillöguna. En hvað skeður? For- maður bandalagsins rís öfugur gegn tillögunni, biður tillögumann að taka tillöguna aftur, og ef hún geri það ekki, þá verði hún að fá meðmœlendur með tillögunni!! For- maðurinn, frú Steinunn Bjarnason, er eins og kunnugt er, einna æst- ust allra kvenna i bænum með því að konur kjósi með »Sjálf- stjórn«. Hún hefir búist við, að það mundi ekki »Sjálfstjórnar«-klíkUnni geðþekt, að farið væri að vasast í því að kynna sér heimilisástæður fátæklinganna í bænum, og reyna í tæka tið að koma i veg fyrir að þeir líði neyð. Þessi framkoma formanns sambandsins bregður ó- neitanlega skýru ljósi yfir það hvað hann býst við að »Sjálfstjórnar«- liðið ætli sér að vinna. Með þessari frekju sinni gegn tillögunni gat form. fengið tillögu- mann til þess að taka hana aftur. Enn fremur las frú Steinunn Bjarnwson áskorun lil kvenna um að kjósa nú allar »Sjálfstjórnar«- listann. Hún var beðin um að láta þessa áskorun koma til atkvæða, en svo viss var frúin um fylgis- leysi kvenna með áskorun þessari, að hún neitaði að láta bera hana undir atkvæði; þorði það ekki, enda alveg víst, að slík áskorun hefði ekki fengið meira en ofurlít- ið brot af atkvæðum fundarkvenna. En furðu biræfið má það kalla af formanni þessa sambands kvenna, að leyfa sér að fara fram á það við mikinn meirihluta kvenna í bænum að þær kjósi með þeim, er vinna beint á móti þeim málum, er þær vildu styðja. Slík framkoma, af hvaða ástæðum sem er,.er víta- verð. Konur snertið ekki B-listann. Hann er stórborgaralisti og ekkert annað. Kjósið allar A-listann. Hver eina&ti aTþýdukjóæaiieli þessa l>aejar verður ad Isjoæa a riiora:iiii. Hvern af liætmiuixi alþýdu- Isjöíseuclur eigga að kjöæa þarf ekki að táka fi*am9 þad er jsvo æjálf&agt. Allir alþýðumenn kjósa A-listann! Prentað í Gutenberg. Komið að kjósa! Pað má telja alveg víst, að engum verði meinað að kjósa fyrir það, þó hann hafi ekki greitt aukaútsvar. Kom- ið því á morgim, þér, sem enn ekki haíið verið teknir á kjörskrá vegna ofbeldis kjörstjórnarinnar. Ykkur verður áreiðanleg*a bætt inn á kjörskrána í kvöld. Kjósið A-listann!

x

Á morgun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Á morgun
https://timarit.is/publication/226

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.