Á morgun - 30.01.1918, Blaðsíða 2
Stefnan er skýr og ákveðin. íhalds-
stefnan er ætíð andvíg því, að al-
þýðan hafi fullan kosningarrétt.
fhaldið vill láta alþýðuna strita,
en sjálft ráða.
Á stofnfundi »Sjálfstjórnar« hæl-
ist einn aðalstofnandinn um, að
það félag muni sigra því að þeir
eigi peningana og nærfelt öll blöð-
in, og peningarnir eigi að ráða.
Honum láðist að geta þess, að Al-
þýðufiokkurinn viðsvegar í heim-
inum hefir ætíð þurft að berjast
gegn þessum beittu vopnum stór-
borgaranna, og þó sigrað vegna
þess að hann hefir haft það afl,
sem sigrar alt, nauðsynina og
sannfæringuna..
Hinn nýi bæjarmálaflokkur ber
mjög fyrir brjósti í orði fjármál
bæjarins eins og allir íhaldsflokkar.
Þeir vilja sýna hagsýni í bæjar-
málum. Jú, við þekkjum þá hag-
sýni. Þeir vilja spara fé til fræðslu
alþýðunnar, spara fé til dýrtíðar-
ráðstafana, spara fé til fátækra,
spara það að bærinn byggi sæmi-
legar íbúðir handa alþýðunni. Þeir
vilja koma i tíeg fijrir að bærinn
reki arðvænleg fyrirtæki, því að
það geti þeir sjálfir gert, og hirt
ágóðann. Þeir vilja leggja skattana
sem jafnast, þ. e. a. s. nokkurn-
veginn jafnt á alþýðu og stóreigna-
menn. Þau einu útgjöld, sem þeir
vilja ekki spara er lögreglueflirlitið
til að vernda eignir sínar.
Alþýðuílokkurinn þekkir þessa
menn og það að maklegleikum.
Við viljum hú sjálfír segja fyrir
um stjórn bessa bæjar. Við viljum
gera fiest það, sem íhaldsflokkur-
iiin vili ekki, bæta alþyöufiæöslu,
hjálpa alþýðu fram úr þessum
hörmungartímum með atvinnubót-
um og á annan hátt. Við viljum
leggja skattana þannig, að þeir,
sem mest græða gjaldi mest. Al-
þýðan vill hafa eftirlit með rekstri
allra bæjarfyrirtækja. Það er al-
kunnugt að bærinn rekur stóra
verzlun algerlega eftirlitslaust af
bæjarstjórn. Borgarsljóri og einn
eða tveir aðrir menn gera stór
innkaup af vörum, ákveða verð á
þeim og selja án nokkurs eftirlits
bæjarstjórnar. Það er alkunnugt
að bæjarverzlunin er mesta okur-
verzlun þessa lands. Þelta getur
ekki gengið lengur. Bæjarstjórn
verður að hafa eftirlit með bæjar-
verzluninni og gera hana sem hag-
feldasta fyrir almenning. Reykja-
vík er þar eftirbátur annara hér-
aða landsins. Þannig er um svo
fjölmargt.
Þessi mál snerta fyrst og fremst
fjölmennustu stéttina, þá sem mest
eiga í vök að verjast, alþýðuna.
En þegar flokkaskiftingin fer að
verða svo skörp milli auðs og
vinnu, íhalds og framsóknar, þá
vitum vér að fjölmargir frjálslyndir
menn í þessum bæ, sem ekki eru
í Alþýðuflokknum* munu kjósa
okkar lista. Við erum þess vísir
að ef við mætum allir og kjósum
á kosningardaginn þá rennur föstu-
dagurinn upp yíir bæ, þar sem
íhaldið er sigrað og alþýðan rœður.
Alþýðukonur.
Á morgun á að kjósa fulltrúa i
bæjarstjórn Reykjavikur. Alþýðu-
flokkurinn, sá eini flokkur þessa
bæjar, sem vinnur ósleitilega að
almenningsheill, hefir stilt upp lista
með Þorvarði Þorvarðarsyni efst-
um. Þegar rætt var um hverju
skyldi hafa á lista alþýðnflokksins,
var þeirri konu þessa bæjar, er
lang kunnugust er kjörum alþýð-
unnar, frú Jónínu Jónatansdóttur,
boðið efsta sæti á listanum. En
frú Jónína aftók það með öllu að
gefa kost á sér í bæjarstjórn.
Flokkurinn vildi mjög svo gjarn-
an hafa konu á sínum lista, en þó
því að eins, að sú kona sem í
kjöri yæri þekti mjög vel til kjara
almcnnings í bænum, til jafns við
þá karlmenn er vel kunnugir eru
hag bæjarmanna og komið gat til
mála að kjósa í bæjarstjórn.
Nú hefir broddborgara listinn,
Sjálfstjórnarlistinn sett konu i ann-
að sætið á lista sínum, B-listartum.
Um þessa konu er fátt að segja.
Þess hefir hvergi sést getið að hún
hafi nokkurntíma hið allra minsta
skift sér af bæjarmálum eða kynt
sér kjör almennings. Nú mundi
þessarar konu ekki hafa verið frekar
minst hér, ef hún hefði ekki sjálf
gefið tilefni til þess.
Á fundi kvenna 2í!. þ. m. fullyrti
hún að engri konu hefði verið boð-
ið sæti á öðrum lista en »Sjálf-
stjórnar«, og fór hún þar með bein
ósannindi eins og menn geta séð
á því er að framan getur.
Með þessu hefir Inga L. Lárus-
dóttir, viljað sanna, að »Sjálfstjórn-
arfélagið« væri frjálslyndasta félag-
ið af þeim er lista koma með til
þessara kosningn, hefir hún ætlað
með þvi að vinna sér inn fylgi
kvenna og vann svo mikið til þess
að hún fór með rangt mál.
Þá gat Inga þess, að á engum
öðrum lista en »Sjálfstjórnar« hefði
hún viljað eiga sæti við þessar
kosningar. Þessi yfirlýsing ungfrú-
arinnar er nokkurs virði fyrir al-
þýðukonur þessa bæjar. Með þess-
um orðum lýsir hún því yfir, að
hún telji það hlutverk sitt að vinna
með »Sjálfstjórn«, »junkara«félag-
inu, gegn hagsmunum alþýðu þessa
bæjar. Hverri konu er því vorkunn-
arlaust, sem vill stuðla að hag al-
þýðu, að sjá, að með því að kjósa
B-listann vegna þessarar konu,
vinnur hún beint á móti þvi máli
er hún vill ljá lið. Eða ætlið þér
að, það muni ykkur nokkuð happa-
drýgra að kjósa konu, sem vinnur
á móti ykkur, heldur en karlmann
er vinnur fyrir ykkur?
Þessi ummæli Ingu L. Lárus-
dóttir eru því fráleit.
Henni rennur ekki mjög til rifja
ójafnaður sá er Sveinn Björnsson,
sem er 1. maður á B-listanum, ásamt
hinum í kjörstjórninni hefir framið
við fjölda marga kjósendur þessa
bæjar, með því að svifta þá ólög-
lega kosningarrétti, konur jafnt
sem karla.
Margir af þeim sem ekki eru
búnir að greiða aukaútsvar, eru
efnalega illa staddir. Þeim er því
full vorkun á drættinum á greiðsl-
unni. En er það i anda »Sjálfstjórn-
ar«, að vorkunsemin ná að eins
til hinna ríku?
Sjálfstjórnar liðið flúði á náðir
kvenfólksins, þegar þeir sáu að
allur þorri karla vildi enga lið-
veislu ljá þeim. Nú kemur til kasta
kvennfólksins, og þó einkum al-
þýðu kvenna, hvorl að þær ætla
að vera svo lítilþægar að kjósa
listann þeirra, að eins vegna þess
að kona er á honum, kona sem
fyrirfram lelur sig eiga að eins
heima í auðvaldsfélaginu.
Alþýðukonur!
Minnist þess hvaða stétt þér heyr-
ið til. Gætið þess að fela þeim ein-
um fulltrúastöríin, sem þekkir kjör
ykkar og vill bæta þau.
Farið ekki ekki eftir þvi, sem
einhver »junkarinn« (auðvaldssinn-
inn) fleyprar.
Fylgið eindregið ykkar stétt, al-
þýðustéttinni. Forðist að styðja
auðvaldshringinn »Sjálfstjórn«.
Góðar konnr forðist hið illa.
Snertið ekki B-listann.
Kjósið allar A-listann.
Hildur.
Hart ieiknir karlar.
Allmargir skipstjórar þessa bæjar,
eru orðnir — að minsta kosti í
sínum eigin augum — voldugir höfð-
ingjar, eftir því, sem það orð ber
nú orðið að skilja. Þegar hið nýja
félag, »Sjálfstjórn« — »hinn við-
brendi grautur«, sem sumir kalla
— var stofnað, gekk þessi stétt
manna fljótlega í kosningabandalag
við þann graut og mun hafa á-
litið, að mikið tillit yrði tekið til
sín við listasmiði það, sem nú er
framkomið frá »Sjálfstjórn« þeirra.
En hvernig fer? Sá maður, sem
þeir munu hafa komið sér saman
um, kemst ekki á listann, en ann-
ar, sem sagt er að hafi þvertekið
fyrir að verða í kjöri, hann er sett-
ur á listann, en hvar? í sæti langt
fyrir neðan alla von um sigur, en
er þó langskársti maðurinn á öll-
um listanum.
Sjá nú ekki skipstjórar og þeirra
áhangendur, hvernig með þá er far-
ið? Ef þeir hafa ekki séð það áð-
ur, þá getur þeim eigi lengur dulist,
hvernig álit hinna áður andstæðu,
nú í bili sameinuðu leiðtoga hinna
pólitísku flokka er á þeim, sem sé:
Af vissum ástæðum hefir nokkrum
þessara rnanna tekist að safna sér
talsverðti fé og þar með náð í það
vald og það álit, sem fæst með
peningum eingöngu; þessir karlar
eru flokknum dýrmætir, og verður
að halda þeim í þeirri trú, að þeir
skoðist hafa meira manngildi en
aðrir sjómenn, en í raun réttri eru
þeir ekki hóti belri en aðrir sjó-
arar nema vegna aura sinna.
Reynslan e? nú þegar búin að
sýna ofangreint álit hinna fölsku
máttarstólpa »Sjálfstjórnar« á þess-
ari stétt manna, sem ég þrátt fyrir
alt álít langt of góða til að láta
nota sig svona. En — hvenær verða
menn leiðir á brenda grautnnm?!!
A'.
Sinitaski|ti }\m\\%,
Nú hefir alþýðan í Rvík. mist
spón úr askinum sínum. Allir vita
hve ákafur talsmaður hennar Morg-
unblaðsritstjórinn hefir verið. Nú
vill hann ekki vera það lengur.
Nú skorar hann á alla sanna al-
þýðumenn að troða á sjálfum sér
með því að kjósa B-listann. Ekki
vantar hollráðin hjá honum bless-
uðum. Og hvað olli þessum sinna-
skiftum mannsins? Það var nýi
sprengingarlistinn, C-listinn. Fin-
sen Iagði út af honum í blaðinu í
gær. Telur hann listann fyrst
i greininni kominn fram frá Sig.
Eggerz, en rétt á eftir frá Alþýðu-
flokknum. Hvortlveggja er vitan-
lega jafnmikil lýgi. Og lýgin er
framúrskarandi klaufaleg lika. Ekta
Morgunblaðs lýgi. — Það þykir
jafnan bera vott um sekt að verða
tvísaga fyrir rétti. Morgunbl. varð
tvísaga í lýginni. Ætla flestum verði
nú ekki á að halda, að samviskan
sé ekki sem hreinust? Ætli mönn-
um delti ekki í hug að ritstj. hafi
vitað betur um framkomu C-list-
ans en haun lætur? Alþýðumönn-
um dettur ekki i hug að saurga
lista broddborgaranna með því að
kjósa þá. hvorki B-listann eða C-
listann
Annars var hreinasti óþarfi fyrir
Finsen að vera að skríða úr sauð-
argærunni. Við vissum hvað í gær-
unni var. Við höfum séð úlfseyrun
upp úr og »þar er úlfs von, er á
eyru sér«. Hann hefir nú greyið, í
þessi 4 ár, sem hann hefir verið
ritstjóranefna, legið á því lúalagi
að skríða á víxl fyrir alþýðu og
auðmönnunum. Nú hafa þeir, sem
eiga sálina í honum, bannað hon-
um að skríða lengur fyrir alþ^'ðu.
Nú á að láta hana hlýða með hörku.
Þess vegna skorar hann á alþýðu
að kyssa á vönd böðla sinna. Hann
varar sig ekki á því í fávisku sinni
að skriðsdýrseðlið er ekki eins rikt
í alþýðu þessa bæjar og i ritstj.
Morgunblaðsins. Allir sannir al-
þýðumenn þektu Finsen áður, en
þeir þekkja hann enn betur nú.
Að lokum ræðst Morgunbl. í
greininni með nokkrum orðum á
forvígismenn alþýðunnar hér í Rvík.
Veit hann ekki mann-greyið að við
teljum það að ráðast á þá, sem
berjast fyrir okkar málefni, alveg
sama og ráðist vœri á okkur.
Slíkri árás svarar alþýðan með
því að koma á kjörfund og kjósa
A-listann.
Verkamaður.