Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Blaðsíða 1
Keflavík fimmfaldur meistari Úrvalsdeildarlið Keflvíkinga náði einstaklega glæsilegum ár- angri á keppnistímabilinu sem lauk í gær. íslandsmeistaratitill- inn, sem Keflvíkingar unnu í gær, var fimmti bikarinn sem þeir unnu á tímabilinu. Þeir urðu Reykjanesmeistarar, deildar- meistarar, bikarmeistarar, Lengjubikarmeistarar og síðast en ekki síst íslandsmeistarar. Frá- bær árangur hjá Keflvíkingum og glæsileg byijun hjá Sigurði Ingi- mundarsyni á fyrsta ári sem þjálf- ari meistaraflokks karla. -GH Drammen sækir stíft «*• að fá Þorbjörn til sín - viljum að sjálfsögðu hafa Þorbjörn áfram, segir formaður HSI Þorbjörn Jensson, þjálfari ís- lenska landsliðsins í handknatt- leik, hefur enn ekki gert upp hug sinn um það hvort hann endumýi samning sinn við HSÍ eða taki til- boði frá norsku meisturunum í Drammen. Forráðamenn Drammen vilja ólmir fá Þorbjörn sem næsta þjálfara félagsins og hafa þeir verið í stöðugu sambandi við hann síðustu vikumar. „Ég get ekki alveg neglt þetta niður strax. Það er leiðinlegt að þurfa að draga Norðmennina á svarinu en það er einu sinni ég sem þarf að standa og falla með þessari ákvörðun minni,“ sagði Þorbjöm í samtali við DV í gær. „Við viljum að sjálfsögðu hafa Þorbjöm áfram hjá okkur og það er einhugur um það. Það liggur nýr samningur á borðinu en ég vil ekki tjá mig um hann fyrr en búið er að skrifa undir hann. Það er eðlilegt að Þorbjöm sé með tilboð erlendis frá enda mjög hæfúr og góður maður. Ég vona og treysti því að hann verði áfram hjá okk- ur,“ sagði Guðmimdm- Á. Ingvars- son, formaður HSÍ, við DV í gær. -GH Jason með 14 mörk gegn Eitra Jason Ólafsson átti stórleik með Leuterhausen í þýsku 2. deildinni í handknattleik um helgina. Jason skoraði 14 mörk, 2 úr vítaskotum í stórsigri Leuterhausen á Eitra, 45-23. Jason fór hamforum í fyrri hálf- leik og skoraði þá 10 mörk og í stöðunni 6-4 skoraði hann 7 mörk í röð á 10 minútna kafla. Jason hefur skorað 136 mörk í 28 deildarleikjum. Leuterhausen er efst í suður- riðlinum þegar þrjár umferðir era eftir en Eisenach er stigi á eftir og á leik til góða. Duten- hofen er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Leuterhausen, en liðin mætast um næstu helgi. -GH Arnar skoraði fýrir Lokeren DV, Belgiu. Amar Þór Viðarsson, knatt- spymumaður úr FH, skoraði sig- urmark varaliðs Lokeren gegn Harelbeke, 1-2, á laugardaginn. Arnar gerði markiö með falleg- um skalla og átti að öðra leyti góðan leik sem vinstri bakvörð- ur. Undir lokin munaði engu að hann skoraði þriöja mark Lokeren með hörkuskoti en bolt- inn fór rétt yfir markvinkilinn. Til gamans má geta að nafni hans Grétarsson lék með Lokeren fyrir átta árum, líka gegn Harelbeke, og skoraði líka mark með fallegum skalla. -KB Gunnar Berg er eftirsóttur Gunnar Berg Viktorsson, stór- skytta ÍBV í handknattleik og landsliðsmaður, virðist vera sá „heitasti" á markaðnum i dag. Hann mun ekki leika með Eyja- mönnum á næstu leiktíö þar sem hann hyggur á nám á megin- landinu. „Ég neita því ekki að þaö hafa mörg félög rætt við mig. Ég hef hins vegar ekki tekið neina ákvörðun hvert ég fer. Það sem ræður mestu er undir stjóm hvaða þjálfara ég verð og að hann sé hæfúr og góður þjálfari en ekki hversu mikla peninga ég fæ. Ég er að fara í bæinn fyrst og fremst til að mennta mig en auð- vitað hef ég metnað til að bæta mig í handboltanum og reyna að tryggja stöðu mína í landslið- inu,“ sagði Gunnar Berg við DV í gær. -GH Lee áfram með FH Kóreumaðurinn Suk-hyung Lee mun að öllu óbreyttu standa í marki FH-inga í 1. deildinni í handknattleik næsta vetur. Lee hefur lýst því yfir að hann vilji koma aftur og í samtali við for- ráðamenn FH sögðust þeir reikna með Kóreumanninum næsta vetur. Lee hefúr veriö val- inn í landsliðshóp S-Kóreu fyrir heimsmeistarakeppnina í Japan í næsta mánuði og heldur hann áleiðis heim nú í vikunni. -GH Lárus valinn maður leiksins Enska blaðið The People valdi Lárus Orra Sigurðsson, fyrirliða Stoke, mann leiksins í viðureign liðsins við Reading í 1. deildinni í knattspymu á laugardag. Láras Orri fékk 8 í einkunn hjá blað- inu. Nánar er fjallað um ensku knattspymuna á bls. 26. -DVÓ/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV íþróttir (07.04.1997)
https://timarit.is/issue/197348

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV íþróttir (07.04.1997)

Aðgerðir: