Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Blaðsíða 2
22
MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997
íþróttir_________________________________________________________________________________________x>v
Róbert Julian Duranona átti erfitt uppdráttar gegn firnasterkri vörn Aftureldingar. Hér reynir Alexei Trúfan að stöðva Akureyrartröllið. DV-mynd BG
Afturelding með undirtökin eftir fyrsta leikinn í einvíginu:
Ovænt spenna á
lokamínútunni
- en annars sannfærandi sigur Mosfellinga, 27-25
Deildabikarinn:
Bjarni bjargaði
Skagamönnum
Skagamenn lentu í kröppum
dansi gegn 3. deildar liði Leiknis
í Reykjavík á laugardaginn. Ólaf-
ur Adolfsson, miðvörður ÍA, var
rekinn af velli eftir 20 mínútur
og eftir 0-0 I hálfleik komst
Leiknir í 2-0. ÍA svaraði með
þremur mörkum en Leiknir jafn-
aði á lokamínútunni, 3-3. ÍA
byrjaði á miðju og Bjarni Guð-
jónsson skoraði sigurmarkið
með skalla eftir fyrirgjöf, 3-4.
Grindavík slapp líka fyrir
horn gegn 3. deildar liði því Þór-
arinn Ólafsson skoraði sigur-
markið gegn HK, 3-2, með síð-
ustu spyrnu leiksins.
Sindri Grétarsson skoraði öll
mörk Skallagríms sem vann
Létti, 5-1.
A-riðill:
Fylkir-Þróttur, R..........1-1
Kristinn Tómasson - Páll Einarsson.
Þróttur, R. 3 2 1 0 7-4 7
Stjarnan 3 2 0 1 15-5 6
Fylkir 2 0 11 2-7 1
Aftureld. 2 0 0 2 2-10 0
B-riöill:
FH-Njarðvík ...............6-3
Jóhann T. Sigurðsson, Ólafur Már
Sævarsson, Guðmundur Sævarsson,
Guðlaugur Rafhsson, 2 sjálfsmörk -
Magnús Kristófersson, Anton Gylfa-
son, Ólafur Gylfason.
KR 3 3 0 0 11-0 9
Keflavík 4 1 2 1 10-9 5
Þróttur, N. 2 1 1 0 5-3 4
FH 2 10 17-83
Sindri 2 0 11 3-8 1
Njarðvik 3 0 0 3 4-12 0
C-riöill:
Víkingur, R.-KS............3-2
Þorri Ólafsson, Gauti Marteinsson,
Amar Amarson - Mark Duffield, Sig-
urður Torfason.
Ægir-KS ...................1-0
Mark Duffield (sjálfsmark).
Breiðablik 3 3 0 0 14-4 9
Víkingur, R. 2 2 0 0 5-2 6
ÍBV 1 1 0 0 5-0 3
Völsungur 2 10 1 4-4 3
KS 3 0 0 3 4-13 0
Ægir 3 0 0 3 1-10 0
D-riöill:
Leiknir, R.-ÍA ............3-4
Róbert Arnþórsson 2, Jón Hjálmars-
son - Bjami Guðjónsson 2, Gunnlaug-
ur Jónsson, Unnar Valgeirsson.
HK-Grindavík...............2-3
ívar Jónsson 2 - Óli Stefán Flóvents-
son, Ólafur Ingólfsson, Þórarinn
Ólafsson.
ÍA-Víkingur, Ó.........frestað
ÍA 3 3 0 0 11-5 9
Leiknir, R. 2 1 0 1 54 3
Grindavík 1 1 0 0 3-2 3
HK 3 1 0 2 8-9 3
Víkingur, Ó. 1 0 0 1 24 0
ÍR 2 0 0 2 0-5 0
E-riöill:
Fram-Leiftur..................2-0
Ágúst Ólafsson, Helgi Sigurðsson.
Reynir, S.-KA ................0-1
Steingrímur Öm Eiðsson.
KA-Haukar ....................2-1
Steingrímur Örn Eiðsson, Nebojsa
Lovic - Kristján Þ. Kristjánsson.
KA 4 3 0 1 6-2 9
Fram 3 2 1 0 5-2 7
Leiftur 3 2 0 1 14-3 6
Haukar 3 111 6-5 4
Selfoss 2 0 0 2 1-6 0
Reynir, S. 3 0 0 3 1-15 0
F-riöill:
Skallagrímur-Léttir...........5-1
Sindri Grétarsson 5 - Engilbert Frið-
finnsson.
Valur-Fjölnir................6-1
Amar H. Jóhannsson, Arnljótur Dav-
íðsson, Jón Ingi Ingimarsson, Guð-
mundur Brynjólfsson, Sigurbjörn
Hreiðarsson, Jón Grétar Jónsson -
Þorvaldur Logason.
Skallagr. 3 3 0 0 9-2 9
Valur 3 2 0 1 8-3 6
Léttir 3 1 1 1 7-8 4
Fjölnir 3 1 0 2 5-11 3
Þór, A. 2 0 1 1 24 0
Dalvík 2 0 0 2 2-5 0
-VS-GH
Afturelding hóf einvígið við KA
um íslandsmeistaratitilinn í hand-
bolta á nokkuð sannfærandi hátt í
gær. Mosfellingar sigruðu, 27-25, og
höfðu leikinn í hendi sér í 50 mínút-
ur en sýndu hins vegar veikleika-
merki á lokakaflanum þegar þeir
misstu sex marka forystu niður í
eitt mark.
Óvænt spenna færðist í leikinn
þegar KA skoraði 25. mark sitt
hálfri mínútu fyrir leikslok. Aftur-
elding stóðst þá pressu og Sigurður
Sveinsson tryggði sigur liðsins með
marki þegar sjö sekúndur voru eft-
ir.
Afturelding náði strax undirtök-
unum með firnasterkri og hreyfan-
Badminton:
Tvöfaldur
sigur TBR
TBR átti lið í tveimur efstu
sætum deildarkeppninnar í bad-
minton sem fram fór um helg-
ina. B-lið TBR vann alla sína
leiki og sigraði A-lið TBR, 5-3, í
úrslitaleiknum.
Sigurliðið skipuðu Árni Þór
HaUgrímsson, Guðmundur Ad-
olfsson, Skúli Sigurðsson, Orri
Öm Ámason, Jóhannes Helga-
son, Erla Hafsteinsdóttir, Áslaug
Hinriksdóttir og Sara Jónsdóttir.
TBR-B fékk 10 stig, TBR-A 8,
ÍA 6 stig, HSK 4, KR 2 en TBA
ekkert.
TBR-D sigraði í 2. deild og tek-
ur sæti TBA í þeirri fyrstu. TBR-
C varð í öðra sæti, IÁ-B í þriðja
og sameiginlegt lið Hugins og
Víkings í fjórða sæti. -VS
legri vörn sem lék mjög framarlega
og miðaði að því að stöðva Dura-
nona og Ziza. Það tókst með ágæt-
um og KA var í vandræðum með
sóknarleikinn aUan tímann. í kjöl-
farið fylgdu hraðaupphlaup hjá
Mosfellingum sem flest skiluðu
mörkum. Vörn Aftureldingar bakk-
aði aðeins þegar hún missti mann af
velli og þá kom hættan af tvímenn-
ingunum best í ljós. Á meðan var
varnarleikur KA andlaus, enda fékk
liðið sextán mörk á sig í fyrri hálf-
leiknum. Sú vörn sem liðið sýndi
gegn Haukum var víðs fjarri. Þá
hefðu norðanmenn líka mátt gera
meira af því að stilla upp fyrir
Duranona í aukaköstum og koma
Bjarki Sigurðsson:
Gaman að spila
vörnina svona
„Liðið er búið að æfa vel og
sýna mikla samstöðu og mér
sýnist hópurinn vera samstillt-
ari en áður,“ sagði Bjarki Sig-
urðsson, stórskytta Afturelding-
ar, við DV eftir sigurinn á KA.
„Það virðist þó alltaf koma
þessi slæmi kafli í lokin. Okkur
vantar einbeitingu þegar við
náum góðri forystu, menn eiga
að vita að leikurinn er ekki bú-
inn fyrr en flautað er af. Þetta er
hlutur sem við verðum að laga.
Við lékum vörnina virkilega
vel og okkur þykir gaman að
spila hana svona. Þetta er bar-
átta, við erum léttir og þessi
vörn á að henta okkur vel gegn
KA. Nú er kominn tími á fyrsta
sigur Aftureldingar á Akureyri,"
sagði Bjarki Sigurðsson. -VS
honum þannig inn í leikinn.
Lið Aftureldingar kemur greini-
lega ferskt og vel undirbúið fyrir
þessa úrslitahrinu. Bjarki Sigurðs-
son fór enn einu sinni á kostum i
sóknarleiknum og það má mikið
vera ef þessi reyndi hornamaður er
ekki orðinn besta örvhenta skytta
okkar í dag. Gunnar Andrésson var
mjög öflugur vinstra megin, Berg-
sveinn varði markið vel í seinni
hálfleik og í heildina var liðsheild
Aftureldingar mjög sterk. Með
þessu áframhaldi á liðið góða mögu-
leika á að verða íslandsmeistari í
fyrsta skipti. Ekki sist með þennan
sterka heimavöll og oddaleikinn á
honum ef með þarf.
Alfreð Gíslason:
Furðulegt að
eiga enn von
„Þetta var því miður eins og í
fyrstu leikjunum á móti öllum
þessum liðum, og reyndar síð-
ustu árin. Við töpum alltaf fyrsta
leik og það er eins og menn fari
ekki að taka á fyrr en það blasir
við okkur að detta út,“ sagði Al-
freð Gíslason, þjálfari KA.
„Vömin var léleg hjá okkur og
það furðulega við leikinn var að
við áttum enn von um að jafna
þegar hálf mínúta var eftir. Aft-
urelding vann þetta verðskuldað
en fyrst og fremst á okkar eigin
sleni.
Nú er pressan á okkur, við
verðum að jafna metin á heima-
velli og ég leyfi mér að lýsa því
yfir að við komum til með að
spila betur en í kvöld,“ sagði
Alfreð Gíslason. -VS
Eftir mikinn kraft í seinni tveim-
ur leikjunum gegn Haukum ollu
KA-menn vonbrigðum í gær. Það
dylst þó engum að liðið á mikið inni
en til að snúa blaðinu við þurfa
norðanmenn að frnna svar við varn-
arleik Aftureldingar sem eflaust
beitir honum áfram. Það jákvæða er
að markvarslan, Akkílesarhæll liðs-
ins í vetur, er komin í ágætt horf. I
gær voru það aðrir þættir liðsins
sem brugðust. Björgvin Björgvins-
son átti einna bestan leik af útispil-
uranum. Duranona og Ziza reyndu
hvað þeir gátu en það er einfaldlega
ætlast til þess að þeir skori meira
en tíu mörk samanlagt utan af velli
í leik. -VS
Aftureld. (16)27
KA (12) 25
1-0, 2-2, 4-2, 5-3, 74, 8-6, 10-6, 10-8,
12-10, 14-10, 14-12, (16-12), 17-13,
17-15, 18-16, 22-16, 24-18, 25-19, 25-22,
26-22, 26-25, 27-25.
Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig-
urðsson 8, Ingimundur Helgason 5/3,
Gunnar Andrésson 4, Páll Þórólfsson
3, Sigurjón Bjamason 3, Sigurður
Sveinsson 2, Alexei Trúfan 1.
Varin skot: Bergsveinn Berg-
sveinsson 15, Sebastian Alexanders-
son 1/1.
Mörk KA: Róbert Duranona 8/3,
Sergei Ziza 6/1, Jóhann G. Jóhanns-
son 3, Leó Örn Þorleifsson 3, Björgvin
Björgvinsson 2, Heiðmar Felixson 1,
Jakob Jónsson 1, Sverrir Bjömsson 1.
Varin skot: Guðmundur A. Jóns-
son 7, Hermann Karlsson 8.
Brottvísanir: Afturelding 10 mín.,
KA 6 mín.
Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson
og Stefán Amaldsson, höfðu allt í
hendi sér, mjög öruggir.
Áhorfendur: Um 700.
Maður leiksins: Bjarki Sigurðs-
son, Aftureldingu.