Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthApril 1997next month
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Page 2
22 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 íþróttir_________________________________________________________________________________________x>v Róbert Julian Duranona átti erfitt uppdráttar gegn firnasterkri vörn Aftureldingar. Hér reynir Alexei Trúfan að stöðva Akureyrartröllið. DV-mynd BG Afturelding með undirtökin eftir fyrsta leikinn í einvíginu: Ovænt spenna á lokamínútunni - en annars sannfærandi sigur Mosfellinga, 27-25 Deildabikarinn: Bjarni bjargaði Skagamönnum Skagamenn lentu í kröppum dansi gegn 3. deildar liði Leiknis í Reykjavík á laugardaginn. Ólaf- ur Adolfsson, miðvörður ÍA, var rekinn af velli eftir 20 mínútur og eftir 0-0 I hálfleik komst Leiknir í 2-0. ÍA svaraði með þremur mörkum en Leiknir jafn- aði á lokamínútunni, 3-3. ÍA byrjaði á miðju og Bjarni Guð- jónsson skoraði sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf, 3-4. Grindavík slapp líka fyrir horn gegn 3. deildar liði því Þór- arinn Ólafsson skoraði sigur- markið gegn HK, 3-2, með síð- ustu spyrnu leiksins. Sindri Grétarsson skoraði öll mörk Skallagríms sem vann Létti, 5-1. A-riðill: Fylkir-Þróttur, R..........1-1 Kristinn Tómasson - Páll Einarsson. Þróttur, R. 3 2 1 0 7-4 7 Stjarnan 3 2 0 1 15-5 6 Fylkir 2 0 11 2-7 1 Aftureld. 2 0 0 2 2-10 0 B-riöill: FH-Njarðvík ...............6-3 Jóhann T. Sigurðsson, Ólafur Már Sævarsson, Guðmundur Sævarsson, Guðlaugur Rafhsson, 2 sjálfsmörk - Magnús Kristófersson, Anton Gylfa- son, Ólafur Gylfason. KR 3 3 0 0 11-0 9 Keflavík 4 1 2 1 10-9 5 Þróttur, N. 2 1 1 0 5-3 4 FH 2 10 17-83 Sindri 2 0 11 3-8 1 Njarðvik 3 0 0 3 4-12 0 C-riöill: Víkingur, R.-KS............3-2 Þorri Ólafsson, Gauti Marteinsson, Amar Amarson - Mark Duffield, Sig- urður Torfason. Ægir-KS ...................1-0 Mark Duffield (sjálfsmark). Breiðablik 3 3 0 0 14-4 9 Víkingur, R. 2 2 0 0 5-2 6 ÍBV 1 1 0 0 5-0 3 Völsungur 2 10 1 4-4 3 KS 3 0 0 3 4-13 0 Ægir 3 0 0 3 1-10 0 D-riöill: Leiknir, R.-ÍA ............3-4 Róbert Arnþórsson 2, Jón Hjálmars- son - Bjami Guðjónsson 2, Gunnlaug- ur Jónsson, Unnar Valgeirsson. HK-Grindavík...............2-3 ívar Jónsson 2 - Óli Stefán Flóvents- son, Ólafur Ingólfsson, Þórarinn Ólafsson. ÍA-Víkingur, Ó.........frestað ÍA 3 3 0 0 11-5 9 Leiknir, R. 2 1 0 1 54 3 Grindavík 1 1 0 0 3-2 3 HK 3 1 0 2 8-9 3 Víkingur, Ó. 1 0 0 1 24 0 ÍR 2 0 0 2 0-5 0 E-riöill: Fram-Leiftur..................2-0 Ágúst Ólafsson, Helgi Sigurðsson. Reynir, S.-KA ................0-1 Steingrímur Öm Eiðsson. KA-Haukar ....................2-1 Steingrímur Örn Eiðsson, Nebojsa Lovic - Kristján Þ. Kristjánsson. KA 4 3 0 1 6-2 9 Fram 3 2 1 0 5-2 7 Leiftur 3 2 0 1 14-3 6 Haukar 3 111 6-5 4 Selfoss 2 0 0 2 1-6 0 Reynir, S. 3 0 0 3 1-15 0 F-riöill: Skallagrímur-Léttir...........5-1 Sindri Grétarsson 5 - Engilbert Frið- finnsson. Valur-Fjölnir................6-1 Amar H. Jóhannsson, Arnljótur Dav- íðsson, Jón Ingi Ingimarsson, Guð- mundur Brynjólfsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Jón Grétar Jónsson - Þorvaldur Logason. Skallagr. 3 3 0 0 9-2 9 Valur 3 2 0 1 8-3 6 Léttir 3 1 1 1 7-8 4 Fjölnir 3 1 0 2 5-11 3 Þór, A. 2 0 1 1 24 0 Dalvík 2 0 0 2 2-5 0 -VS-GH Afturelding hóf einvígið við KA um íslandsmeistaratitilinn í hand- bolta á nokkuð sannfærandi hátt í gær. Mosfellingar sigruðu, 27-25, og höfðu leikinn í hendi sér í 50 mínút- ur en sýndu hins vegar veikleika- merki á lokakaflanum þegar þeir misstu sex marka forystu niður í eitt mark. Óvænt spenna færðist í leikinn þegar KA skoraði 25. mark sitt hálfri mínútu fyrir leikslok. Aftur- elding stóðst þá pressu og Sigurður Sveinsson tryggði sigur liðsins með marki þegar sjö sekúndur voru eft- ir. Afturelding náði strax undirtök- unum með firnasterkri og hreyfan- Badminton: Tvöfaldur sigur TBR TBR átti lið í tveimur efstu sætum deildarkeppninnar í bad- minton sem fram fór um helg- ina. B-lið TBR vann alla sína leiki og sigraði A-lið TBR, 5-3, í úrslitaleiknum. Sigurliðið skipuðu Árni Þór HaUgrímsson, Guðmundur Ad- olfsson, Skúli Sigurðsson, Orri Öm Ámason, Jóhannes Helga- son, Erla Hafsteinsdóttir, Áslaug Hinriksdóttir og Sara Jónsdóttir. TBR-B fékk 10 stig, TBR-A 8, ÍA 6 stig, HSK 4, KR 2 en TBA ekkert. TBR-D sigraði í 2. deild og tek- ur sæti TBA í þeirri fyrstu. TBR- C varð í öðra sæti, IÁ-B í þriðja og sameiginlegt lið Hugins og Víkings í fjórða sæti. -VS legri vörn sem lék mjög framarlega og miðaði að því að stöðva Dura- nona og Ziza. Það tókst með ágæt- um og KA var í vandræðum með sóknarleikinn aUan tímann. í kjöl- farið fylgdu hraðaupphlaup hjá Mosfellingum sem flest skiluðu mörkum. Vörn Aftureldingar bakk- aði aðeins þegar hún missti mann af velli og þá kom hættan af tvímenn- ingunum best í ljós. Á meðan var varnarleikur KA andlaus, enda fékk liðið sextán mörk á sig í fyrri hálf- leiknum. Sú vörn sem liðið sýndi gegn Haukum var víðs fjarri. Þá hefðu norðanmenn líka mátt gera meira af því að stilla upp fyrir Duranona í aukaköstum og koma Bjarki Sigurðsson: Gaman að spila vörnina svona „Liðið er búið að æfa vel og sýna mikla samstöðu og mér sýnist hópurinn vera samstillt- ari en áður,“ sagði Bjarki Sig- urðsson, stórskytta Afturelding- ar, við DV eftir sigurinn á KA. „Það virðist þó alltaf koma þessi slæmi kafli í lokin. Okkur vantar einbeitingu þegar við náum góðri forystu, menn eiga að vita að leikurinn er ekki bú- inn fyrr en flautað er af. Þetta er hlutur sem við verðum að laga. Við lékum vörnina virkilega vel og okkur þykir gaman að spila hana svona. Þetta er bar- átta, við erum léttir og þessi vörn á að henta okkur vel gegn KA. Nú er kominn tími á fyrsta sigur Aftureldingar á Akureyri," sagði Bjarki Sigurðsson. -VS honum þannig inn í leikinn. Lið Aftureldingar kemur greini- lega ferskt og vel undirbúið fyrir þessa úrslitahrinu. Bjarki Sigurðs- son fór enn einu sinni á kostum i sóknarleiknum og það má mikið vera ef þessi reyndi hornamaður er ekki orðinn besta örvhenta skytta okkar í dag. Gunnar Andrésson var mjög öflugur vinstra megin, Berg- sveinn varði markið vel í seinni hálfleik og í heildina var liðsheild Aftureldingar mjög sterk. Með þessu áframhaldi á liðið góða mögu- leika á að verða íslandsmeistari í fyrsta skipti. Ekki sist með þennan sterka heimavöll og oddaleikinn á honum ef með þarf. Alfreð Gíslason: Furðulegt að eiga enn von „Þetta var því miður eins og í fyrstu leikjunum á móti öllum þessum liðum, og reyndar síð- ustu árin. Við töpum alltaf fyrsta leik og það er eins og menn fari ekki að taka á fyrr en það blasir við okkur að detta út,“ sagði Al- freð Gíslason, þjálfari KA. „Vömin var léleg hjá okkur og það furðulega við leikinn var að við áttum enn von um að jafna þegar hálf mínúta var eftir. Aft- urelding vann þetta verðskuldað en fyrst og fremst á okkar eigin sleni. Nú er pressan á okkur, við verðum að jafna metin á heima- velli og ég leyfi mér að lýsa því yfir að við komum til með að spila betur en í kvöld,“ sagði Alfreð Gíslason. -VS Eftir mikinn kraft í seinni tveim- ur leikjunum gegn Haukum ollu KA-menn vonbrigðum í gær. Það dylst þó engum að liðið á mikið inni en til að snúa blaðinu við þurfa norðanmenn að frnna svar við varn- arleik Aftureldingar sem eflaust beitir honum áfram. Það jákvæða er að markvarslan, Akkílesarhæll liðs- ins í vetur, er komin í ágætt horf. I gær voru það aðrir þættir liðsins sem brugðust. Björgvin Björgvins- son átti einna bestan leik af útispil- uranum. Duranona og Ziza reyndu hvað þeir gátu en það er einfaldlega ætlast til þess að þeir skori meira en tíu mörk samanlagt utan af velli í leik. -VS Aftureld. (16)27 KA (12) 25 1-0, 2-2, 4-2, 5-3, 74, 8-6, 10-6, 10-8, 12-10, 14-10, 14-12, (16-12), 17-13, 17-15, 18-16, 22-16, 24-18, 25-19, 25-22, 26-22, 26-25, 27-25. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 8, Ingimundur Helgason 5/3, Gunnar Andrésson 4, Páll Þórólfsson 3, Sigurjón Bjamason 3, Sigurður Sveinsson 2, Alexei Trúfan 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 15, Sebastian Alexanders- son 1/1. Mörk KA: Róbert Duranona 8/3, Sergei Ziza 6/1, Jóhann G. Jóhanns- son 3, Leó Örn Þorleifsson 3, Björgvin Björgvinsson 2, Heiðmar Felixson 1, Jakob Jónsson 1, Sverrir Bjömsson 1. Varin skot: Guðmundur A. Jóns- son 7, Hermann Karlsson 8. Brottvísanir: Afturelding 10 mín., KA 6 mín. Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Stefán Amaldsson, höfðu allt í hendi sér, mjög öruggir. Áhorfendur: Um 700. Maður leiksins: Bjarki Sigurðs- son, Aftureldingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: DV íþróttir (07.04.1997)
https://timarit.is/issue/197348

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

DV íþróttir (07.04.1997)

Actions: