Vísbending


Vísbending - 06.09.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.09.1996, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 6. september 1996 33. tbl. 14. árg. Sérhæfing - verkefna- væðing rátt fyrir að mönnum verði sífellt ljósari kostir sérhæfingar þá er engu að síður svo að fyrirtæki tregðast við að leita til utanaðkomandi aðila um það sem þau telja sig geta best gert sjálf. Klassískt dæmi um skort á sérhæfingu er ofvirki forstjórinn sem treystir engum nema sjálfum sér, jafnvel í hin smæstu verk. Þess vegna dvelur hann endalaust við alls kyns smáatriði, þrátt fyrir að allir nema hann sjálfur viti að tíma hans er betur varið öðru vísi. Þámánefnaþærfjöhnörgutölvudeildir í nánast hverju stórfyrirtæki. Þar er ekki aðeins stefnt að því að halda tölvum fyrir- tækj anna gangandi heldur eru líka skrifuð fjölmörg forrit til þess að fást við við- fangsefni sem flestfyrirtæki í sömu grein eiga við. Þannig er því hjólið fundið upp margsinnis. Menn ættu öðru hvoru að hugsa um kosti sérhæfingarinnar. Hlutverk fy rirtækj a Stjórnendurhljótaað spyrjasig: Hvað á fyrirtækið að gera? Þessi spuming kann að vera erfiðari en menn grunar í fljótu bragði. I framhaldi af þessari spurningu er eðlilegt að velta því fyrir sér hvað fyrir- tækið gerir í raun og veru. Flest fyrirtæki gera margt annað en þau eiga að gera. Næst spyrjum við hvort starfsemin sé nauðsynleg. Ef svarið er já, er rétt að velta því fyrir sér hvort einhverjir aðrir gætu sinnt starfseminni betur, þó að þeir geri það ekki núna? Spumingar af þessu tagi eru nauðsynlegar og eðli- legar, þótt við þeim geti hins vegar verið óþægileg svör. Fjölmargir aðilar í einka- rekstri hafa orðið að spyrja sig þessara spurninga og svörin hafa leitt til gagngerra breytinga. Fyrir nokkrum árum störfuðu hér á landi sjö bankar og átta bifreiðalryggingafélög. Aðeins tveir bankanna og tvö tryggingafélag- anna starfa með hliðstæðum hælli núna. Sambandið, sem fyrir fáum árum var stærst íslenskra fyrirtækja, er ekki lengur nema nafnið eitt. Allt er í heiminum hverfult. Fyrirtækin verða sem sé að einbeita sér að því að sinna sínu meginhlutverki vel en ekki leggja áherslu á að vinna sérhvert smáatriði sjálf. Þaðerekki mark- mið í sjálfu sér að hafa sent flesta starfs- menn, heldur að þeir vinni störfin sem þekkja þau best. Með því móti verður niðurstaðan best og ódýrust. Markmið eigenda er að ná sem mestum hagnaði, en markaðurinn setur hins vegar skorður um verðlagningu. Sérhver kepp- andi á markaðinum verður fljótlega að laga sína verðlagningu að því sem best býðst. Neytendum er hins vegar alveg sama h ver raunverulegur kostnaður fyrir- tækisins er, ef þjónustan kostar ekki meira en hjá öðrum og er jafngóð. Það er ekki gefið að heppilegra eða ódýrara sé að utanaðkomandi aðilar sjái um verkefni. Hins vegar er nauðsynlegt að menn velti því fyrir sér hvort svo kunni að vera. Verkefnavæðing Það að fela utanaðkomandi aðilum ein- stök verkefni úr starfsemi stærri fyrir- tækja er hér nefnt verkefnavæðing. Nafnið er valið til þess að tengja það einkavæðingu þar sem ríkið felur einka- aði lum rekstur sem það sá um áður. Mörg þau rök sent mæla með einkavæðingu eru svipuð þeim sem mæla með verk- efnavæðingu fyrirtækja. Nefna má: * Verkefnin eru falin sér- fræðingum á hverju sviði um sig, sem hafa sérþekkingu og einbeita sér að þess konar málum. * Fyrirtækið sjálft nær að einbeita sér að því sem það kann best og þarf ekki að fara út í sérhæfingu á öðru en sínu aðalsviði. * Fyrirtækið þarf ekki að greiða fyrir vinnu fastráðinna starfsmanna sem nýtast ekki til fulls. * Fyrirtækið þarf ekki að lenda í leiðindauppsögnum þegar verkefni dragast saman. * Kostnaður lækkar. Þegar mörg fyrirtæki skipta við einn sérfræðing eroft hægt að bjóða þjónustu sem ekkert eitt fyrirtæki hefði efni á að ráða mann til. Ókostir geta fylgt verkefnavæðingu: * Fyrirlækiðmissirstjómáverkinu að hluta til. * Vinna sérfræðinga er oft talin dýr og þá getur borgað sig betur að vinna verkið heima. * Sérfræðingurinnereftilvillekki til þjónustu reiðubúinn þegar hans er þörf. * Sérfræðingurinn skilur ekki þarfir og eðli fyrirtækisins. Allt eru þetta lögmætar röksemdir í einhverjum tilvikum og vissulega þörf á að vega og meta kostina hverju sinni. Hér á eftir verður farið yfir nokkur verkefni sem hægt er að fela sjálfstæðum aðilum: ^ Mötuneyti ^ Þrif og nœturvarsla Innheimta í höndum lögfrœðistofa eða annarra aðila Samningar um fjármálastjórn við hanka og verðbréfafyrirtœki Bókhaldsþjónustu má kaupa af endurskoðunarskrifstofum eða öðrum Tölvuforritun Sala Framleiðsla \_____________________________________' Sumir muna nema staðar við síðasta atriðið en þó er það alls ekki fráleitt. Sum tölvufyrirtæki í Evrópu og Ameríku láta framleiða allar sínar vörur í Austur- löndum fjær. Þar er verkþekking góð en kostnaður minni en á Vesturlöndum. Nefna má stórmarkaði, sem merkja sér ýmsa vöru sem aðrir frantleiða. Dæmi um einkafyrirtæki er viljandi valið til þess að sýna að verkefnavæðing þarf ekki að vera bundin við ríkisfyrir- tæki. Hún felst fyrst og fremst í því að brjóta verkefni upp í verkþætti og finna hagkvæmustu lausn á hverjum þætti um sig. Það er hugsanlegt að ódýrasta lausnin sé ekki sú hagkvæmasta. Hún gæti af ýmsum ástæðum hentað verr en sú sem kostar meira. Því verður alltaf að leggja til grundvallar að valinn sé ódýrasti kosturinn, en gæðin séu jöfn. Taka þarf alla þætti sem í rekstrinum felast og kanna hvort þeim megi haga öðruvísi og ódýrar, án þess að það bitni á þjónustunni sem fyrirtækin veita. Niðurstaðan kann að verða sú að ekki borgi sig að breyta til, en það geta menn ekki vitað fyrirfram. Efni blaðsins í forsíðugrein er lagt til að fyrirtæki láti verktaka sinna ýmsum þáttum í starfseminni. Símon Þór Jónsson, lögfræðingur, skýrir ábata af skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi. Þorvaldur Gylfason, prófessor, fjallar um horfur í efnahagslífi Afríkuríkja. v__________________________________y

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað: 33. tölublað (06.09.1996)
https://timarit.is/issue/231633

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Sérhæfing, verkefnavæðing.
https://timarit.is/gegnir/991005963159706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

33. tölublað (06.09.1996)

Aðgerðir: