Vísbending


Vísbending - 06.09.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 06.09.1996, Blaðsíða 4
Hagtölur Fjármagnsmarkaður Ný lánskjaravísitala 3.493 08.96 Verðtryggð bankalán 8,8% 1.09 Óverðtr. bankalán 12,2% 1.09 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,58% 4.09 Spariskírteini, kaup (5-ára) 5,60% 4.09 M3 (12 mán. breyting) 5,1% 07.96 Þingvísitala hlutabréfa 2.123 28.08 Fyrir viku 2.107 Fyrir ári 1.241 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 178,0 08.96 Verðbólga- 3 mán. 2,5% 08.96 -ár 2,6% 08.96 Vísit. neyslu - spá 178,4 09.96 (Fors.: Gengi helst 178,9 10.96 innan ±6% marka) 179,3 11.96 Launavísitala 147,9 07.96 Árshækkun- 3 mán. 1,4% 07.96 -ár 5,9% 07.96 Kaupmáttur-3 mán. 2,7% 07.96 -ár 3,7% 07.96 Skortur á vinnuafli 0,0% 04.96 fyrir ári 0,2% Atvinnuleysi 3,8% 07.96 fyrir ári 3,9% Velta mars-apríl ’96 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1995) Velta 129 13% VSK samt. 7,9 7,1% Hrávörumarkaðir Visitala verðs sjávarafurða 102,0 08.96 Mánaðar breyting -1,0% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.475 3.09 Mánaðar breyting -1,7% Sink (USD/tonn) 1.010 3.09 Mánaðar breyting -1,8% Kvótamarkaður 09.08 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 100 600 fyrir mánuði 100 600 Ýsa 5 127 fyrir mánuði 4 130 Karfi 45 160 fyrir mánuði 36 160 Rækja 80 400 fyrir mánuði 75 400 v____________________________y Vísbending vikunnar Fyrirtækjasamsteypur þóttu um tíma heppilegt rekstrarform. Eitt stórt fyrirtæki hóf rekstur á mörgum sviðum og hugðist nýta stærð og samhæf- ingu sem burðarás. Dæmi um þetta er Sambandið hér á landi. Því var skipt upp fyrir nokkrum árum en nokkrar af deildum þess urðu sjálfstæð fyrir- tæki sem hefur sumum vegnað vel á hlutabréfamarkaði. Menn ættu að leita vel að því í fyrirtækjum hvort hægt sé að auka verðgildi þeirra með því að skipta þeim upp í einingar. Ef svo er, gæti verðmæti þeirra verið vanmetið. V__________________________) ISBENDING Keppt á kólamarkaði Nýlega vann Kóka-kóla mikinn sigur í baráttunni við sjálfan erkióvininn, Pepsi. Einn af fáum mörkuðum þar sem Pepsí hafði yfirburðastöðu var í Venesúela í Suður-Ameríku, þar sem hlutur Pepsí hefur verið 45% á móti 10% hjá Kók. Þar var fyrirtækið með samvinnu við Cisneros, eitt öflugasta fjölskyldufyrirtæki landsins. Heima- menn töldu löngu orðið tímabært að fara í fjárfestingar og kynntu hugmyndir þess efnis í höfuðstöðvum Pepsí í Bandaríkjunum. Þar var hins vegar ekki mikill spenningur fyrir slíku. En Venesúelamenn gáfust ekki upp heldur leituðu þá til höfuðandstæðinganna. Með mikilli leynd var samið við Kóka- kóla sem tók vel í það að fjárfesta og lét meira að segja fylgja með að Cisernos yrði aðalumboðsmaður fyrir Kók í nágrannaríkjum Venesúela. Pepsí frétti ekki af þessum áformum fyrr en nær samtímis fjölmiðlum og brást fyrirtækið að vonum illa við þessum tíðindum. Það telur sig hafa verið hlunnfarið og hefur boðað málsókn til þess að rifta þessum gjörningi. A einni nóttu fór 4.000 bíla floti Pepsí-fyrir- tækisins í Venesúela yfir til höfuðand- stæðinganna. Þessi óvæntu tíðindi vekja upp umræður um getu fyrirtækjanna til þess að halda í og vinna markaði víða um lönd. Pepsí er minna fyrirtæki og hefur því minni fjármuni til uinráða. Fyrirtækið hefur einnig dreift kröftum með því að kaupa matsölu- keðjur, þar sem drykkir þess eru seldir. Kók hefur til dæmis eytt rúmlega milljarði bandaríkjadala í Austur-Evrópu síðan járntjaldið féll og það virðist hafa borgað sig vel því fyrirtækið hefur náð yfir helmingi markaðar þar sem Pepsí naut áður velvildar stjórnvalda. Ekki varð það til þess að auka trú manna á Pepsí að Cris Sinclair, sem hafði verið stjórnarformaður fyrirtækisins í nokkra mánuði, sagði nýlega af sér, en hann hafði lagt grunn að nýrri auglýs- ingaherferð fyrirtækisins. Því virðist stríðsgæfan hafa breyst á tiltölulega skömmum tíma hjá þessum tveimur risum, en lengi vel var Pepsí stöðugt að nálgast Kók í vinsældunt. Auglýsingar fyrirtækisins þóttu betri og Kók var lengi talið ráðvillt eftir ævintýrið með „nýja kókið“, sem aldrei náði vinsældum. Pepsí hefur nær náð Kók í Banda- ríkjunum en á vaxtarsvæðum víða um heim er þessu hins vegar öfugt farið. Sérfræðingar Financial Times telja að líklegt sé að Kóka-kóla fyrirtækið muni með umsvifum á alþjóðamarkaði halda áfram að auka forskot sitt á Pepsí. Á tveimur og hálfu ári hefur verð á hlutabréfum í Kók hækkað um 50% en Pepsí hækkaði aðeins um 5% á sama tíma. Aðrir sálmar Bjallan hringir Skólar landsins eru að hefjast þessa dagana og á sama tíma aukast áhyggjur skólamanna vegna þess að endar í rekstri ná ekki saman. Enn á ný vakna hug- myndir um fjöldatakmarkanir að skólurn. Þessar hugmyndir rekast á við megin- sjónarmið í nútímaþjóðfélögum, það er frjálsræði lil náms í þeim greinum sem hugurinn girnist. Það hefur fyrir löngu verið sýnt fram á það að læknadeild Háskóla Islands útskrifi mun fleiri lækna árlega en þörf er á til starfa hér á landi. Launadeilur lækna eru einmitt greinar af þeiin meiði, þ.e. framboð af læknum er orðið meira en eftirspurnin. I stað þess að horfast í augu við þann raunveruleika hafa menn reynt tvennt: Annars vegar fjöldatakmarkanir í læknadeildina, hins vegar að halda launum óbreyttum en takmarka vinnuskyldu hvers og eins. Stöðugt er reynt að koma á nýjum kvótum. Það sarna gildir í tannlækning- um og í raun í lögfræði, þótt þar séu kvótarnir ekki opinberir heldur háðir duttlungum einstaklinga. Nú nýlega hefur talið enn leiðst að fjöldatakmörkunum við Háskólann. Rætt er uin þörf á samræmdu prófi, sem útaf fyrir sig er góðra gjalda vert, til þess að nemendum og kennurum sé betur ljós staða hvers um sig. Hitt er hins vegar fráleitt að ætla slíku prófi að skilja sauðina frá höfrunum við Háskólann. I Bandaríkjunum hafa menn náð mjög langt í þvf að samræma hugmyndir um mikið akademískt frelsi við markaðs- lögmálin. Þar gefst mönnum tækifæri til þess að læra nánast hvað sem er við háskóla. Menn verða hins vegar að borga brúsann sjálfir með skólagjöldum. Reyndar eru ýmsar aðferðir til þess að lækka þau. Mörg fylki greiða hluta af skólagjöldum heimamanna og þeir sem eru efnalitlir geta sótt um styrki til náms og námslán. Við Háskóla Islands er námið hins vegar niðurnjörvað. Það er til dæmis erfitt, ef ekki ómögulegt, að ljúka sam- tímis námi í læknis- og viðskiptafræði, þrátt fyrir að slík blanda hljóti að vera mjög gagnleg. Þess vegna á ekki að ganga lengra á braut óheillavænlegra kvóta heldur nota þau ráð sem hagkvæmust reynast á ^öllum sviðum: Markað og frelsi.______y Ritstjóri og ábm. Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561 -7575. Myndsendir: 561 -8646. Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað: 33. tölublað (06.09.1996)
https://timarit.is/issue/231633

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Sérhæfing, verkefnavæðing.
https://timarit.is/gegnir/991005963159706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

33. tölublað (06.09.1996)

Aðgerðir: