Vísbending - 15.12.2000, Blaðsíða 1
V
V i k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
15. desember 2000
50. tölublað
18. árgangur
Bankasaga
ingmenn hafa karpað um samein-
ingu Búnaðar- og Landsbanka
að undanförnu. Sumum þykir
helst til geyst farið en aðrir hafa líkt
samrunaferlinu við prjónanámskeið.
Eins og oft þá hafa báðir aðilar nokkuð
til síns máls. Annars vegar þá hafa
rannsóknir sýnt að samruni fyrirtækja
er ekki lausn á vanda þeirra og þau geta
auðveldlega orðið verr stödd eftir en
áður ef ekki er vel hugað að öllum málum,
sérstaklega starfsmönnum. Hitt er svo
annað mál að ef stofnanaleg skrif-
finnska og valdatafl er það sem teygir
lopann þá er til lítils að bíða, nema til
þess að drepa hugmyndina alveg.
Upphafið
Vangaveltur um samruna Búnaðar-
banka og Landsbanka minna á að
saga banka á Islandi er saga mikils
samruna. En byrjum á byrjuninni. Eftir
að Islendingar fengu fjárhagslegt
sjálfstæði árið 1874 lifnaði mjög yfir
íslensku framtaki og síðasti aldarfjórð-
ungur 19. aldarinnar er tími töluverðra
framfara bæði í landbúnaði og sjávar-
útvegi. Upp úr 1880 fóru að heyrast
háværar raddir um að nauðsynlegt væri
að stofna banka hér á landi sem gæti
nýtt sparifé landsmanna betur, en þegar
þarna var komið í Islandssögu sváfu
flestir landsmenn á sparnaðinum í
orðsins fyllstu merkingu. Frumvarp um
stofnun bankans var lagt fram á þingi
bæði árið 1881 og 1883 en strandaði í
bæði skiptin á ágreiningi um hvort
bankinn ætti að hafa rétt til seðlaútgáfu
og vera veðlánastofnun. Svo kom að
því að Landsbankinn var stofnaður árið
1885 með Landsbankalögunum. Til-
gangur bankans var sagður í lögunum:
„ ... að greiða fyrir peningaviðskiptum í
landinu og styðja að framförum atvinnu-
veganna." Landssjóður sá um seðla-
útgáfu og hófst þar með seðlaútgáfa
hér á landi.
Undir lok 19. aldar rak mikið af
erlendu fjármagni upp að ströndum
Islands, mörg fyrirtæki voru stofnuð í
samfloti við útlendinga, sérstaklega
Dani. Á alþingi árið 1899 kom fram tilboð
frá dönsku félagi um stofnun nýs banka
á íslandi. Hinn nýi banki átti að verða
stór og stæðilegur á íslenskan mæli-
kvarða og var lagt til í upprunalegu
frumvarpi að stofnun hans, og einnig í
tveimur nefndum sem fjölluðu um málið
árið 1899 og 1901, að Landsbankinn
skyldi lagður niður og eignir bankans
umfram skuldir skyldu renna í landssjóð.
Svo fór hins vegar að landshöfðingi
beitti sér fyrir því að Landsbankinn
fengi starfað áfram og var Landsbank-
anum þar með bjargað. Hinn nýi banki
fékk 40 ára einkaleyfi til að gefa út
bankaseðla svo sem efni stóðu til.
Bankinn var stofnaður í Kaupmanna-
höfn sem hlutafélag af dönskum og
norskum aðilum árið 1903. í byrjun aldar
voru því tveir bankar við stjómvölinn í
íslensku fjármálalífi, ekki ósvipað og
myndi vera ef af sammna Landsbankans
og Búnaðarbankans yrði.
Að prenta peninga
Arið 1905 vom samþykkt ný lög um
íslandsbanka sem styttu m.a.
einkaleyfi bankans á peningaprentun
til þrjátíu ára. Þá vom seðlar Islands-
banka og landssjóðsins einu gjald-
gengu seðlarnir á Islandi. Islandsbanki
sá þó að mestu um útgáfuna en lands-
sjóður mátti gefa út ákveðið magn, 750
þúsund krónur, fyrir Landsbankann.
Enda þótt fjármagn á Islandi ykist mikið
með tilkomu íslandsbanka var enn þá
kvartað yfir peningaskorti. Árið 1914
óskaði stjóm Islandsbanka eftir heimild
fyrir aukinni seðlaútgáfu, helst ótak-
markaðri. Leyfið var veitt fyrst og fremst
vegna fjárhagserfiðleika bankans en þá
rambaði eitt stærsta atvinnufyrirtæki
landsins, Milljónafélag P. J. Thorsteins-
sonar, á barmi gjaldþrots. Islandsbanki
jók peningaútgáfuna jöfnum höndum í
fyrri heimsstyrjöldinni og fram til 1920,
þá hafði verðlag rúmlega fjórfaldast á
sex árum, vísitala framfærslukostnaðar
fórúr 100 í 446. Sumirhafa viljað álítaað
ógætileg fjármálastefna og peninga-
prentun íslandsbanka hafi átt sök á
verðbólgunni þó að margir vildu meina
að peningaprentunin væri afleiðing en
ekki orsök hennar. Um það sagði Ólafur
Bjömsson í „Þjóðarbúskap íslendinga“:
„Hér kemur fram það sjónarmið, sem
algengt er meðal banka- og kaupsýslu-
manna, að það séu þarfir viðskiptalífs-
ins, sem ákveða eiga útlán og seðlaveltu,
en misst er sjónar á hinu atriðinu, að
útlán og seðlavelta hafa sjálfstæð áhrif
á verðlagið, en verðlagið er það fyrst og
fremst, sem ákveðjur „þörf viðskipta-
lífsins" fyrir peninga."
Islandsbanki komst í mikla fjárkreppu í
lok árs 1920 þegar viðskiptabanki hans
í Danmörku neitaði að lána honum meira
fé. Vakti sú fjárkreppa umræðu á því að
flytja þyrfti seðlaútgáfuna. Varð það úr
árið 1928 að seðlaútgáfan var flutt yfir
í Landsbankann og honum einum gefin
heimild til peningaprentunar, og það í
50 ár. Er ljóst að þessi löggjöf ásamt því
að ríkisstjórn íslands neitaði íslands-
banka um ríkisábyrgð, líkt og Lands-
bankinn hafði, varð til þess að Islands-
banki varð að hætta starfsemi sökum
fjárkreppu.
Þegar rætt var um færslu seðlaútgáf-
unnar yfir í Landsbankann var einnig
mikið rætt um stofnun sérstaks seðla-
banka. Hann varð hins vegar ekki að
veruleika fyrr en 1961 þegar hann var
aðskilinn frá Landsbankanum. Honum
hefur vaxið fiskur um hrygg síðan, að
því er sumum finnst ótæpilega, og beitt
sér fyrir nútímalegri peningastjórnun.
Þó heyrist það æ oftar rætt í þjóðfélaginu
hvort ekki sé skynsamlegt að taka upp
sameiginlegan gjaldmiðil með öðrum
þjóðum en sennilega þarf verulega
gjaldeyriskreppu til þess að skriður
komist á slíkar umræður.
Öld bankanna
/
Utvegsbankinn var reistur úr rústum
íslandsbankans, en hlutafé þess
síðamefnda var afskrifað, árið 1930 og
Búnaðarbanki var stofnaður sama ár. I
kjölfarið kom tímabil atvinnugreina-
banka. Útvegsbankinn, sem var hlut-
hafabanki sem ríkið átti meirihluta í, hafði
það hlutverk að sinna lánsfjárþörf
sjávarútvegsins en Búnaðarbankanum,
(Frámhald á síðu 4)
A Umræður um sameiningu ^ Þorvaldur Gylfason pró- ^ hagkerfí hafa jafnan meiri a GarðarVilhjálmssonstjóm-
1 Búnaðar-og Landsbanka J fessorfjallarum mikilvægi -2 þörf fyrir að utanríkis- /| málafræðingur fjallar um
J. gefa tilefni til að rifja upp þess að opna land fyrir viðskipti séu mikil en stór nýjar aðstæður sem erlent
bankasöguna._________________erlendum viðskiptum. Lítil hagkerfi._____________________vinnuafl á íslandi skapar.
1