Vísbending - 15.12.2000, Blaðsíða 3
V
ISBENDING
komin upp í 2% af landsframleiðslu, því
að hún var næstum engin þar til fyrir
örfáum árum af ótta við ítök erlendra
manna í íslenzku athafnalífi. Ottinn er á
undanhaldi. Hvað um Irland? Þar var
erlend fjárfesting 3'/2% af landsfram-
leiðslu 1998. Finnar, Svíar og Danir eru
komnir fram úr írum á þennan kvarða.
Tölur um verga erlenda fjárfestingu
segja svipaða sögu (mynd 3). Röð
landanna helzt óbreytt. Gagnger um-
skipti hafa átt sér stað síðustu ár í
Finnlandi og Svíþjóð, þar sem hátækni-
byltingin hefur laðað erlent fjármagn að
innlendri atvinnu í áður óþekktum mæli.
Þannig tvöfaldaðist verg erlend
fjárfesting miðað við landsframleiðslu í
Svíþjóð 1997 og aftur 1998. í Finnlandi
fimmfaldaðist verg erlend fjárfesting
miðað við landsframleiðslu frá 1996 til
1998. Erlend fjárfesting er ígildi útflutn-
ings, þar sem útflutningsgóssið er að
vísu hvorki vara né þjónusta, heldur
hlutabréf í fyrirtækjum. Og það er um
slíkan útflutning eins og allan annan:
hann skiptir máli ekki aðeins vegna
verðmætasköpunarinnar, sem í honum
felst, heldur einnig vegna þess, að hann
greiðir fyrir innflutningi. Utflutningur
hlutabréfa er sérstaklega verðmætur
vegna þess, að hann greiðir fyrir inn-
flutningi þekkingar og hugvits.
Ferðalög
Einn mælikvarði enn á opingátt hag
kerfisins er fjöldi erlendra ferða-
manna og tekjur þjóðarbúsins af þeim.
Hér er í sland fremst í flokki. Hingað koma
miklu fleiri erlendirferðamenn miðað við
fólksfjölda en til annarra Norðurlanda.
Mynd 4 sýnir hlutföllin árið 1998. Ferða-
mannahlutfallið var til samanburðar
119% í Frakklandi 1998, 121% á Spáni,
60% á Ítalíu — og 165% á írlandi. Á
þessu ári (2000) gerðist það svo í fyrsta
sinn, að fjöldi erlendra ferðamanna, sem
komu hingað til lands, fór upp fyrir
fólksfjöldann.
Fjöldi ferðamanna er ekki áreiðan-
legur mælikvarði á tekjur af ferðaþjón-
ustu, því að þeir eyða mismiklu. Þótt
undarlegt megi virðast, höfðu Frakk-
land, Spánn og Ítalía jafnmiklar tekjur af
erlendum ferðamönnum 1998, eða 30
milljarða Bandaríkjadollara hvert land.
Hver ferðamaður á Italíu eyðir því að
jafnaði tvisvar sinnum meira fé en hver
ferðamaðurí Frakklandi. Bandaiíkin hafa
langmestar ferðatekjur, eða rösklega 70
milljarða dollara (1998). Það gerirríflega
1.500 dollara á hvern ferðamann. Til
samanburðar nema ferðatekjur Islend-
inga innan við 900 dollurum á hvern
ferðamann (mynd 5). Það er svipað og
á Ítalíu og í Noregi og Finnlandi og
tvisvar sinnum meira en í Frakklandi, en
mun minna en í Danmörku og Svíþjóð,
þar sem hver ferðamaður eyddi að
jafnaði um 1.600 dollurum 1998.
Tekjur af erlendum ferðamönnum
hafa aukizt verulega hér heima síðustu
ár og námu næstum 3% af lands-
framleiðslu 1998 á móti 1-2% annars
staðar á Norðurlöndum og 2% í Frakk-
landi (mynd 6). Munurinn er reyndar
enn meiri en þessar tölur sýna, því að
atvikin haga því svo, að erlendir ferða-
menn koma hingað langflestir með
íslenzkum samgöngutækjum. Heildar-
tekjur Islendinga af erlendum ferða-
mönnum námu því næstum 5% af
landsframleiðslu 1998 borið saman við
4% 1995. Þama er enn meiri vaxtar að
vænta, ekki aðeins með frekari fjölgun
ferðamanna, heldur einnig með því að
selja þeim meiri og betri þjónustu. Það
er framtíð í því.
Mynd 4. Fjöldi erlendra ferðamanna sem
hlutfall af mannfjölda 1998 (%)
Danmörk
Finnland
Noregur
Svíþjóð
c
Mynd 5. Tekjur af hverjum ferðamanni 1998
(Bandaríkjadollarar)
Island
Noregur
Svíþjóð
Mynd 6. Tekjur af ferðamönnum sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu 1998 (%)
3,0
Danmörk
Finnland
ísland
Noregur
Svíþjóð
3