Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    242526272812
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 1
2002  FÖSTUDAGUR 22. MARS BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÍSLANDSMEISTARAR Í KRULLU STEFNA Á ÓLYMPÍULEIKA / B2 PÉTUR Marteinsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu og leikmaður Stoke City, gekkst und- ir aðgerð vegna brjóskloss í baki í fyrradag og tókst aðgerðin vel að sögn Chris Moseley aðstoðarsjúkraþjálfara félagsins. Hann segir að Pétur verði að fara hægt í sakirnar næstu 3–5 mánuði en stefnt sé að því að búa til æf- ingaáætlun sem hann geti farið eftir í sumar og þannig undirbúið sig sem best fyrir næstu leiktíð. Pétur kom meiddur til Stoke frá norska liðinu Stabæk um síðustu áramót. Hann ristarbrotnaði rétt eftir að félagaskipt- in höfðu verið innsigluð og þegar hann var rétt kominn af stað að nýju greindist hann með brjósklos í baki. Hann náði þar með að- eins að spila þrjá leiki fyrir Íslendingaliðið á tímabilinu. Aðgerðin á Pétri tókst vel Guðjón sagði að málið ætti sérlangan aðdraganda og væri ekki skyndiákvörðun eða gert í reiði- kasti. „Það er einn blaðamaður Sentinel sem hefur fylgst með okkar málum í vetur og aðrir sem fylgjast með gangi mála hjá Port Vale og Crewe. Að mínu mati er blaðið nei- kvætt í garð þess sem á sér stað í her- búðum Stoke. Fréttamat ritstjóra Sentinel gefur ekki rétta mynd af því sem er að gerast hér. Í sjálfu sér á öll gagnrýni rétt á sér en það er fyrst og fremst fréttamatið og hvernig þeir setja hlutina upp í blaðinu sem gerir það að verkum að við ætlum ekki að hafa frekari samskipti við blaðið. Ég sé enga ástæðu til þess að hjálpa Sentinel í sinni vinnu þegar þeir skíta okkur út í tíma og ótíma.“ Guðjón tók sem dæmi að Sentinel hefði ekki séð ástæðu til þess að fjalla mikið um það þegar Chris Iwelumo skrifaði undir samning til tveggja ára við Stoke. „Það var aðalmálið hjá Sentinel að ungur leikmaður í liði Port Vale yrði að öllum líkindum í byrjunarliðinu í næsta leik. Iwelumo var ekki áberandi á síðum Sentinel þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins og hafi ákveðið að skrifa undir samning til tveggja ára. Þetta er aðeins eitt af mörgum skrýtnum dæmum af fréttamati rit- stjóra Sentinel.“ „Sýni meiri kjark en forverar mínir“ Skoðanakannanir á vefsíðum Sent- inel og Oatcake sem er vefsíða stuðn- ingsmanna Stoke gefa til kynna að mikill meirihluti stuðningsmanna liðsins standi á bak við ákvörðun Ís- lendingsins. Um 83% þeirra sem tóku afstöðu á Oatcake styðja Guðjón og rúmlega 2/3 hlutar styðja Guðjón í skoðanakönnun staðarblaðsins. „Það var einn fullorðinn stuðnings- maður Stoke sem kom og vildi taka í höndina á mér eftir að tíðindin spurðust út. Þessi maður vildi votta mér virðingu þar sem ég hefði sýnt meiri kjark en forverar mínir í þessu starfi. Maðurinn sagði að Sentinel hefði ekki gert neitt annað en að reyna sverta Stoke City. Ég hef feng- ið gríðarlega sterk viðbrögð við þess- ari ákvörðun minni og það er aðeins fámennur hópur sem vinnur gegn okkur í þessu máli. Það er sami hóp- urinn og hefur verið á móti því að Ís- lendingar kæmust til áhrifa í félag- inu.“ Þessi ákvörðun mín truflar mig ekkert og við fáum nú meiri tíma til þess að einbeita okkur að því sem við þurfum að gera, en það er að vinna næsta leik gegn Chesterfield á heimavelli. Við höfum farið í alla leiki á tímabilinu með það að markmiði að sigra og það hvarflar ekki að okkur að sætta okkur við eitt stig eða minna.“ Mikil viðbrögð frá Íslandi Meiðsli leikmanna Stoke voru Guð- jóni ofarlega í huga þegar hann var inntur eftir væntingum sínum til liðs- ins á lokakafla keppnistímabilsins. „Það á ekki af okkur að ganga hvað meiðslin varðar og þau eru þess eðlis að ekki er hægt að fyrirbyggja þau. Á laugardaginn ristarbrotnaði David Rowson. Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið meiddur. Fyrirliðinn okk- ar Peter Handyside var rétt komin af stað eftir meiðsli og þá tábrotnaði hann. Þetta er gremjulegt sérstak- lega þar sem ég sá að þegar við vor- um að keyra á okkar sterkasta liði þá eru fá lið í deildinni sem standast okkur snúning. Ég fékk mikið af skeytum frá Íslandi eftir að leikur okkar gegn Brighton var sýndur. Þar sáu allir að við getum spilað hörkufót- bolta, skemmtilegan og árangursrík- an. Það býr mikið í Stoke-liðinu og ég er fullviss um að okkur takist ætlun- arverkið. Við förum upp í 1. deild í vor og úrslitin í leikjum okkar ráðast ekki á íþróttasíðum Sentinel, heldur á knattpsyrnuvöllum víðsvegar um England,“ sagði Guðjón Þórðarson. „Úrslit í leikjum Stoke ráðast ekki á íþróttasíðum Sentinel,“ segir Guðjón Þórðarson Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke City, stendur í stríði við blaðið The Sentinel. „ÉG fékk hreinlega nóg af fréttamati þeirra sem stýra málum á íþróttadeild staðarblaðsins The Sentinel. Við hittumst á fundi þar sem ég tilkynnti þeim á formlegan hátt að ekki yrði um frek- ari samskipti að ræða við blaðamenn þeirra það sem eftir lifir keppnistímabilsins og það gildir jafnt um mig sem knatt- spyrnustjóra, leikmenn og aðra sem starfa hjá Stoke,“ sagði Guðjón Þórðarson í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var inntur eftir ástæðu þess að hann ætlar ekki að tjá sig við blaðamenn Sentinel það sem eftir lifir keppnistímabilsins. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Hef fengið stuðning Ég tel mjög gott að fá þennan leiken þar get ég stillt upp sterk- asta liðinu sem ég hef völ á. Ég fæ leikmennina sem spila í Þýskalandi seint inn í undirbúninginn og ein- hverjir þeirra leikmanna sem spila þar geta ekki verið með í Hollandi. En þó að vanti einhverja leikmenn þá eru leikirnir mikilvægir fyrir þá leikmenn sem eru á þröskuldinum og koma til með að leysa af,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Morg- unblaðið. Á mótinu í Hollandi mæta Íslend- ingar liði heimamanna auk Portú- gala og Grikkja og segir Guðmund- ur að þeir leikir komi til með að verða mjög góður undirbúningur fyrir leikina við Makedóníumenn. Guðmundur segist enn vera að bíða eftir spólu frá leik Makedóníumanna frá því þeir voru að spila í janúar. „Ég veit svo sem ekki mikið um þeirra lið en þó veit ég að þeir eru að spila júgóslavneskt afbrigði af 3:2:1 vörn og eftir því sem mér skilst þá hafa þeir ekki tapað heimaleik í ein þrjú ár. Þessir leikir við Makedóníu verða erfitt verk- efni og því er mikilvægt að und- irbúa liðið af kostgæfni fyrir það.“ Guðmundur segir að æfingar hefj- ist 10. maí með þeim leikmönnum sem honum standa til boða og hann reiknar með að Dagur Sigurðsson komi fljótlega inn í þann hóp en sem kunnugt er lauk keppnistímabilinu í Japan, þar sem hann leikur, um síð- ustu helgi. Mæta Grikkjum fyrir átökin í Makedóníu ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir Grikkjum í leik ytra þann 29. maí. Það verður síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir átökin á móti Makedóníu um laust sæti á HM. Grikkir óskuðu eftir því að fá Íslendinga í heimsókn og mun landsliðið halda til Grikk- lands eftir æfingamótið í Hollandi sem fram fer dagana 24.-26. maí. Leikurinn verður háður í Norður-Grikklandi, rétt fyrir utan Þessa- lóníku og mun íslenska landsliðið æfa í Grikklandi dagana bæði fyr- ir og eftir landsleikinn og halda svo akandi til Skopje í Makedóníu. þar semfyrri HM-leikur þjóðanna fer þar fram laugardaginn 1. júní.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C (22.03.2002)
https://timarit.is/issue/250288

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C (22.03.2002)

Aðgerðir: