Bækur og menn - 01.12.1936, Blaðsíða 1
BÆKUR
1. blað
Desember 1936
1. árg.
Inngangsorð.
Fjöldi góðra bóka kemur hér út á hverju ári.
Þœr. eru augtýstar í blöðum og útvarpi og eitthvað
getið i ritdómum og umsögnum fyrst eftir að jjœr
koma á markaðinn, en síðan birtast aðrar nýjar,
svo að hinna eldri er að litlu eða engu getið
opinberlega úr því. Þetta er slœmt, því að á þennan
hátt gleymast margar úrvals bœkur, vegna þess að
hœtt er að geta þeirra. En jxið er ekki síður um
góðar bcekur en marga aðra nytsama hluti, að
þörf er að vekja oft athygli á þeim á þessum há-
vaðasömu og fljótbreytanlegu tímum. Það er því til-
gangur þessa blaðs, að minna með nokkrum orðum
á eitthvað afþeim bókum, sem ekki eru nýútkomnar,
ef það mcetti verða til þess, að alþýða manna léti þcer
ekki eins fram hjá sér fara og annars hefði orðið.
Perlur meðal íslenzkra bóka.
Allir, sem nokkuð hafa fylgst með erlendum bókamark-
aði, kannast við flokka af bókum, sem sérstaklega eru ætl-
aðar til tækifærisgjafa. Danir nefna þetta ,,Gaveböger“,
Englendingar „Giftbooks“, en vér íslendingar eigum ekk-
ert orð til yfir þessar bækur, enda hafa þær ekki verið til
hér til skamms tíma sem sérstakur flokkur.
Fyrsta skrefið til að ráða bót á þessu, var útgáfa úrvals-
ljóða Jónasar Hallgrímssonar árið 1933. Síðan hafa kom-
ið út í safni þessu úrvalsljóð Bjarna Thorarensen og úr-
valsljóð Matthíasar Jochumssonar.
íslenzk úrvalsljóð eru óvenju snotrar bækur, prentaðar
á fínan pappír, í litlu broti, innb. í mjúkt skinnband, snið-
gylltar að ofan og lagðar gulli á kili og framhlið; er öll
gylling gerð með ekta gulli.
Ungu stúlkurnar segja um þessar bækur, að þær séu
«tar“ og „indælar“, og það má óhætt fullyrða, að marg-
mg'issveinn og eiginmaður hafi fengið koss fyrir þær.
úrvalsljóðunum eru aðeins perlurnar úr ljóðum þjóð-
s»caidanna Jónasar, Bjarna og Matthíasar — aðeins það
allra bezta. í því liggur verðmæti bókani^j| sem eru perl-
ur nieðal íslenzkra bóka.
Betri jólagjöf er ekki hægt að gefa góðum vin-i en það
bezta. Hver vill ekki gefa það bezta?
F. E. Sillanpaa og Silja.
Það má heita, að finnskar bókmenntir hafi verið lok-
aðar fyrir öllum almenningi hér á landi fram á síðustu
daga. Veldur fjarlæg'ð nokkru og hitt eigi síður, að mál
þeirra Finnanna er ólíkt öðrum Norðurlandamálum, og
ekki alls kostar aðgengilegt okkur Islendingum. En um
þýðingar á verkum finnskra skálda hefir allt of lítið verið
hin síðari ár, því að Finnar eiga sér merkilegar bókmennt-
ir og sögu.
Allir kannast við finnska stórskáldið Zachris Topelius,
sem ritaði m. a. Sögur herlæknisins, er Matthías Jochums-
son þýddi meistaralega fyrir einum mannsaldri. En Z. T.
er ekki eina stórskáld Finna. Nú eiga þeir F. E. Sillanpáá,
snjallan og stórmerkan rithöfund, er þegar hefir gefið út
fjölda góðra bóka. Hann hefir hvað eftir annað staðið
nærri Nobels verðlaunum, og margir verið óánægðir yfir
því, að honum skuli ekki hafa verið veitt verðlaunin.
Sá merki atburður gerðist í bókmenntum ’m s. 1.
liaust, að út kom í ágætri þýðingu Haralds Sigurðs
ein af beztu bókum Sillanpáá: skáldsagan SILJA. — ,
kom fyrst út í Finnlandi árið 0000, síðan hefir hún ve
þýdd um alla Norðurálfu og hvarvetna gefin út af bezú,
útgefendum í prýðisvönduðum útgáfum. Og alls staðar
hafa lesendur tekið henni tveim höndum.
Islenzka útgáfan er að öllu hin vandaðasta. Og hinir
bókhneigðu íslendingar hafa — sem svo oft áður — kunn-
að að meta það, sem þeim er vel gert bókmenntalega.
Það á eigi við hér að fara að rekja efni sögunnar, enda
er í stuttu máli eigi hægt að gefa yfirlit yfir söguþráðinn,
án þess að hann raskist. En það ætti að vera metnaðarmál
okkar, að 1. iftg. af Silju verði s.em fyrst ófáanleg. Þeir
sem á annað borð vilja gefa vinum sínum bækur eftir er-
lenda höfunda um jólin, eiga vart völ á betri bók en Silju.
/
Arni Friðriksson: Dýramyndir.
Bók þessi er gefin út að tilhlutun fræðslumálastjórnar-
innar og til þess samin, að hún verði notuð í skólum, í stað
erlendrar myndabókar, sem reynzt hefur óheppileg. 302
hryggdýramyndir með stuttum skýringum eru í bókinni og
smekklega frá henni gengið, svo að öllum mun þykja gam-
an að skoða hana og lesa. Þótt hún sé einluim ætluð barna-
skólum, alþýðuskólum og lýðskólum, þá er hún heppileg og
nauðsynleg öllum þeim, sem kynnast vilja dýraríkinu. Og
sannleikurinn er sá, að flestir, sem í bæjum búa, bafa sjald-
an tækifæri til að kynnast dýralífinu úti í náttúrunni og
ættu því slíkar bækur sem þessi að vera þeim kærkomnar.