Morgunblaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2010
Körfubolti Jón Arnór Stefánsson kominn á fulla ferð með spænska liðinu Granada. Veiktist
harkalega og missti mörg kíló. Er allur að braggast og hefur spilað vel að undanförnu 3
Íþróttir
mbl.is
Reuters
Stig Asamoah Gyan tryggði Sunderland eitt stig í heimsókn liðsins á White Hart Lane í Lúndúnum í gærkvöldi, 1:1. Hér fagnar hann marki sínu.
Björninn vann SA Jötna, 8:2, á Ís-
landsmóti karla í íshokkíi í gær-
kvöldi. Norðanmenn skoruðu fyrsta
mark leiksins en Bjarnarmenn
svöruðu með þremur mörkum áður
en fyrsti leikhluti var úti. Þeir
bættu við tveimur mörkum til við-
bótar í öðrum leikhluta og höfðu þá
svo gott sem gert út um leikinn.
Hjörtur Geir Björnsson skoraði
þrjú marka Bjarnarins. Úlfar Jón
Andrésson, Andri Steinn Hauksson,
Matthías Skjöldur Sigurðsson, Ser-
gei Zak og Róbert Pálsson skoruðu
einu sinni hver. Stefán Hrafnsson
skoraði bæði mörk Jötna.
Björninn skellti
SA Jötnum
Handknattleiks-
maðurinn Elvar
Friðriksson sem
gekk í raðir
danska úrvals-
deildarliðsins
Lemvig frá Val í
sumar er illa
meiddur í öxl og
þarf að gangast
undir uppskurð.
Elvar verður
frá keppni í allt að sex mánuði sem
þýðir að hann leikur að öllu
óbreyttu ekkert meira með liðinu á
yfirstandandi tímabili.
Elvar hefur staðið sig vel með
Lemvig-liðinu sem er í 9. sæti af 14
liðum í deildinni með sjö stig.
gummih@mbl.is
Elvar á leið
í uppskurð
Elvar
Friðriksson
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
„Ég held að við getum bara talist nokkuð heppnir
með riðilinn og það eru bara nokkuð góðir mögu-
leikar að mínu mati á að komast í undanúrslitin,“
sagði Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U21 ára lands-
liðs karla í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær,
þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við drætt-
inum í úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldin
verður í Danmörku næsta sumar en dregið var í
riðlana í Álaborg í gær.
Drátturinn varð á þessa leið:
A-riðill: Danmörk, Sviss, Hvíta-Rússland, Ísland.
B-riðill: Tékkland, Úkraína, Spánn, England.
Tvær efstu þjóðirnar úr hvorum riðli komast í
undanúrslitin en úrslitakeppni Evrópumótsins er
einnig forkeppni fyrir Ólympíuleikana í London
2012. Þrjár efstu þjóðirnar tryggja sér sæti á Ól-
ympíuleikunum og ef England verður á meðal
þeirra fara liðin sem komast í undanúrslitin öll á Ól-
ympíuleikana.
„Ég vildi forðast að mæta Tékkunum og þar sem
Englendingar eru heldur ekki með okkur er nokk-
uð ljóst að okkar riðill er veikari. Hins vegar eigum
við mjög erfiða leiki í vændum. Danir fá góðan
stuðning á heimavelli og bæði Sviss og Hvíta-
Rússland sýndu það í umspilinu að þau eru öflug.
Við erum með fínt lið og nú ríður á fyrir okkur að
undirbúa liðið sem best,“ sagði Bjarni.
Danir þurftu ekki að fara í forkeppni þar sem
þeir eru gestgjafar en þeir hafa á sterku liði að
skipa og munu væntanlega tefla fram framherj-
anum Niclas Bendtner sem leikur með Arsenal.
Svisslendingar báru sigur úr býtum í sínum riðli.
Þeir hlutu 20 stig í tíu leikjum, fjórum stigum meira
en Tyrkir. Sviss mætti Svíþjóð í umspili og hafði
þar betur samanlagt, 5:2.
Hvít-Rússar urðu jafnir Skotum í undankeppn-
inni en Íslendingar slógu sem kunnugt er út Skot-
ana í umspilinu. Hvít-Rússar töpuðu á útivelli fyrir
Skotum, 1:0 en gerðu 1:1 jafntefli gegn þeim á
heimavelli. Í umspilinu komu Hvít-Rússar mjög á
óvart með því að slá Ítali út. Ítalir höfðu betur í
fyrri leiknum á heimavelli, 2:0, en í seinni leiknum
höfðu Hvít-Rússar betur, 3:0, en í liði þeirra eru
fjórir leikmenn úr BATE Borisov sem sló FH úr
leik í Meistaradeildinni.
Strax eftir dráttinn í Álaborg í gær var farið í að
raða niður leikdögum og keppnisstöðum.
Leikir Íslands:
11. júní Ísland - Hvíta-Rússland (Árósum).
14. júní Ísland - Sviss (Álaborg).
18. júní Ísland - Danmörk (Álaborg).
„Getum talist heppnir“
Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins, ánægður með dráttinn á EM
Ísland með Danmörku, H-Rússlandi og Sviss Spila í Árósum og Álaborg
Alfreð Gíslason
og lærisveinar
hans í meist-
araliðinu Kiel
komust á ný í
efsta sæti þýsku
1. deildarinnar í
handknattleik í
gærkvöldi þegar
þeir báru sig-
urorð af Wetzlar,
38:29, á heima-
velli í gærkvöldi. Aron Pálmarsson
skoraði tvö af mörkum Kiel í leikn-
um sem nú hefur 20 stig að loknum
11 leikjum. Línumaðurinn sterki,
Kári Kristján Kristjánsson, skoraði
fjögur mörk fyrir Wetzlar sem situr
í 14. sæti með 5 stig.
HSV Hamburg komst upp að hlið
Kiel síðar í gærkvöldi með sigri á
Sverre Jakobssyni og samherjum í
Grosswallstadt, 32:25, í Grosswall-
stadt. Sverre skoraði ekki fyrir
Grosswallstadt að þessu sinni en
var aðalmaður í varnarleik liðsins
eins og venjulega.
Þetta var þriðji tapleikur Gross-
wallstadt í röð og er liðið nú fallið
niður í 9. sæti með 12 stig að lokn-
um 12 leikjum. iben@mbl.is
Alfreð og Aron
efstir á ný
Alfreð
Gíslason
íþr ttir