Bæjarblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIÐ Frjálst og óháð 1. tbl. 1. árg. föstudagur 14. júlí 1989 Ætli enginn sé heima? Fólkið á myndinni er liklegast ekki að kíkja í heimsókn í Vinamynni, held- ur er það að virða fyrir sér rústir hússins sem hyrjað var að rifa i vikunni. Þetta gamla hús sem lengi hefur staðið fyriraugum bæjarbúa í Keflavik, hverfur nú af sjónarsviðinu. Ljósm.: ELG. Bæjarblaðið — nýtt blað fyrir Suðurnes Bæjarblaðið sem nú kemur út i fyrsta skipti er vikulegl frétta og upplýsingarit fyrirSuðurnesin. Blaðið cr gefið út af Stapaprenti í Njarðvík og þar sem starfsmenn prentsmiðjunnar sjá sjáifir um útgáfu þess frá öllum hliðum er hér um hag- kvæman og ódýran auglvsingarmiðil að ræða fvrir verslanir og fyrirtæki á Suðurnesjum. Otvírætt mun Bæjarblaðið hafa töluvert auglýs- ingargildi, því með birtingu sjónvarpsdagskrár beggja sjónvarpsstöðvanna er komið handhægt rit sem fólk handfjatlar alla daga vikunnar. Erfitt er ad segja fyrir um hér og nú hvaða stefnu blaðið mun taka við efnisöflun þess, því á sama hátt er erfitt að segja til um hvað nýfætt barn muni taka sér fyrir hendur i framtíðinni, er það vex úr grasi. Fyrst og fremst mun blaðið miðla upplýsingum og fréttum og siðan verðum við að sjá til og leyfa hlutunum að þróast. Gullna reglan segir að menn skuli sníða sér stakk eftir vexti. Blaðinu mun verða dreift í hús í Keflavík og Njarðvík en liggja frammi i söluturnum og verslunum annarsstaðar á Suðurnesjum til að byrja með. Blaðið er opið fyrir öllum ábendingum um efni og fréttum um menn og málefni á svæðinu. Fréttatilkynningar og upplýsingar um félags- starfsemi, menningarviðburði, mannfagnaði og annað i þeim dúr eru vel þegnar, enda er hér um upplýsingarit að ræða eins og áður sagði. Við vonum að fólki muni falla þessi nýbreytni vel í geð og hjálpa okkur að byggja upp gott, fróðlegt og skemmtilegt blað sem allir geti nýtt sér, þvi hér er um frjálst og óháð blað að ræða. Móttaka efnis, tilkynninga og auglýsinga er i Stapaprenti, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 14388. Breskir snóker- kappar með nám- skeið í Keflavík Þessa vikuna hafa tveir breskir snóker- snillingar verið með námskeið fyrir byrj- endur jafnt sem lengra komna á Knatt- borðstofu Suðurnesja. Þeir heita Troy Shaw og Oliver King. Að sögn Barkar Birgissonar, eiganda Knatborðstofu Suð- urnesja var þátttaka í námskeiðinu mjög góð enda hér um mjög hagnýta og góða reynslu að ræða fyrir þátttakcndur. Sagði Börkur að vel gæti komið til greina að endurtaka þetta á næstkomandi vetri ef nægúr áhugi yrði meðal snókermanna á Suðurnesjum. Til hamingju Biggi! Þann 14. júlí fyrir nákvæmlega hálfri öld siðan var Birgir Guðnason borinn og barnfæddur í þennan heim. Fypr honum lá að verða atorkusamur athafnamaður og málarameistari með meiru. Birgir hefur i rúm 20 ár rekið BG fyrirtækið og undanfarin misseri hefur hann byggt upp stórbyggingu í Grófinni, Keflavik þar sem fjöldi fyrirtækja hefur aðsetur í dag og þar á meðal Ivö fyrirtæki Birgis. Birgir heldur upp á 50 ára afmæli sitt í kvöid i góðra vina hópi og verða versluhöldin í Grófinni. Bæjarblaðið óskar Birgi Guönasvni til hamingju með daginn. Kær kveðja: Útgefendur Bæjarblaðið — lesió sjö daga vikunnar

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.