Boðberi - 01.03.1927, Blaðsíða 1

Boðberi - 01.03.1927, Blaðsíða 1
Nafn blaðsins? (Sjá grein um nafn blaðsins á bls. 3. Félagablað unglingastúkunnar „Æskan“ nr. 1. 1. ár. Reykjavík, í niarz 1927. 1. tbl. Ávarp. Framkvæmdanefnd unglingast. „Æskan“ nr. 1 hefir ákveðið að gefa út blað fyrir stúkuna. En hefir ekki verið fast ákveðið, hve pétt pað kæmi út. Blaðinu verður út- býtt endurgjaldslaust til allra. skuldlausra félaga stúk- unnar. Blaðið kostar talsvert fé, og auk þess mikla fyrir- höfn fyrir ritnefnd stúkunnar, en í hana hafa verið kosin af framkvæmdanefndinni þau: Stefán II. Stefánsson, Hrafn- hildur Pétursdóttir og Björn Pórðarson. Pess er vænst, að þið börnin skrifið í blaðið, annað hvort frumsamdar ritgerðir eða smásögur. En vegna rúm- leysis getur blaðið aldrei tekið á móti nema örstuttum ritgerðum í senn. Hins vegar vonum við fastlega, að þið eldri börnin, sem flest, látið eitthvað frá ykkur heyra. Að byrja sem yngstur á að skrifa niöur hugsanir sínar, það æfir og þroskar meir en flest annað; og þó fyrsta ritgerð- in verði stórgölluð, þá getið þið átt það fyrirfram víst, að sú næsta verður gallaminni og sú þriðja gallalaus. Með útgáfu þessa blaðs er því tilætlunin, að færa ykkur fréttir og fróðleik, og auk þess að æfa og þroska skiln- ing ykkar. Góð börn! Verið málefni ykkar trú, og kappkostið í hví- vetna að gefa öðrum börnum eftirbreytnisverða fyrirmynd í fögru eftirdæmi; með því vinnið þið félagsskap yðar til- ætlað gagn og sóma og foreldrum ykkar ánægju og blessun. Reykjavík, 5. marz 1927. Helgi Kr. Jónsson (form. fr.kv.n.).

x

Boðberi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi
https://timarit.is/publication/1040

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.