Boðberi - 01.03.1927, Blaðsíða 4
4
Nafn blaðsins?
Æskufélagar!
Samkvæmt síðustu ársskýrslu var meðlimafjöldi stúkunn-
ar: Yngri en 14 ára 251. Eldri en 14 ára 169. Samtals
420. — Af þessum 169 rélögum, sem orðnir eru 14 ára
að aldri, er mér ekki kunnugt um að séu í undirstúkum
nema 65. — 104 félagar „Æskunnar" hafa því rétt til að
ganga í undirstúkur.
Félagar! Yið höfum öll unnið pess heit, að gera alt það,
sem í okkar valdi stendur, til pess að efla hag bindindis-
málsins. — Pið, sem byrjuðuð svo ung að starfa fyrir mál-
efni vort, megiö ekki gefast upp. Gangið i undirstúkur,
jafnskjótt og þið hafið aldur til. Takið öll höndum saman
og fyllið hóp peirra fullorðnu manna, sem vinna að pví,
að allir áfengir drykkir verði rækir gerðir úr landi voru.
Þið, sem orðin eruð 14 ára, biðjið foreldra ykkar leyfis til
þess að ganga í undirstúku, og fáið meðmæli gæzlumanns
(inntökugjaldið er þá að eins kr. 0,50).
Eg vona, að „Æskan“ auki félagatölu undirstúknanna
að minsta kosti um 100 á þessu ári.
1 sannleika, kærleika og sakleysi.
St. H. Stefánsson.
Gæzlumaður.
Verið ætíð góð og vingjarnleg við foreldra ykkar og
systkini. Enginn veit, hve lengi pið verðið hjá peim, eða
pau hjá ykkur.
Ritnefnd: St. H. Stúánsson, Björn Pórðarson, Hrafnhildur Pétursdóttir.
Prentsmiðja Ljósberans.