Sendisveinablaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 1
SENmSVEINABLAÐIÐ
— ÚTGEFENDUR. NOKKRIR SENDISVEINflR ■—■
1. ápg. Reykjavík 22. desembep 1931 1. blað
Sendisveinarnip
og jólin
Nú eru jólin óðum að nálgast,
og þrátt fyrir þessa mjög erfiðu
atvinnuleysistíma, sem hér hafa
verið, eykst óðum salan í búðun-
um, og vinnutími þeirra sem við
þær vinna lengist. Jólin eru hátíð
barnanna, kveður altaf við, en
samt sem áður eru það einmitt
jólaaiinir, sem beita sendisveinána,
yngstu verkamennina, þeim herfi-
legasta órétti hvað vinnuþrælkun
snertir, sem hér þekkist. Um jólin
verða sendisveinarnir að rogast
með óheyrilega þungar byrðar lang-
ar vegalengdir, langt fram á nótt
fyrir sötnu smánarborgun og vana-
lega. Hvernig sem færðin er eru
þeir hiklaust sendir, stundum langt
út fyrir bæ, og ekki dugar að
kvarta, því þá er þeim sagt, að
þeir geti bara farið úr vinnunni,
það verði nógir til þess að koma
í staðinn. En þó að kaupið sé lítið,
og jafnvel svo lítið, að það nægi
ekki fyrir brýnustu nauðsynjum
sendisveinanna sjálfra, þá er það
þó betra en ekkert þegar faðirinn
gengur atvinnulaus og hefir ekk-
ert handa á milli, oe þess vegna
dugar ekki að kvarta heldur verða
sendisveinarnir að basla áfram
miskunnarlaust.
í fyrra fyrir jól var stungið up'p
á því, að við sendisveinar þyrft-
um að koma upp samtökum með
oss. Nú höfum við stofnað félag
með okkur og nú verðum við að
nota félag okkar til þess að koma
í veg fyrir aðra eins kúgun fyrir
þessi jól eins og undanfarið. Það
er langt síðan komið var fram
með kröfur fyrir okkur t sendi-
sveinadeildinni, en Gfísli vísaði
þeim frá og neitaði að bera þær
upp vegna þess að málið væri svo
illa undirbúið. En hann hefir ekk-
ert gert til þess að undirbúa það
betur. Hann hefir ekkert gert til
þess að eggja okkur til baráttu,
til þess að bæta þau smánarkjör,
sem við höfum eða til þess að
gera okkur jólin dálítið þolanlegri.
Sendisveinar! Við verðum að krefj-
ast þess sjálfir að við fáum eftir-
vinnukaup greitt, sérstaklega fyr-
alla eftirvinnu eftir klukkan 7 á