Sendisveinablaðið

Árgangur
Tölublað

Sendisveinablaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 2

Sendisveinablaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 2
Sóla og hæla karlmannsskó kr. 6,00. Sóla og hæla kvenskó kr. 4,50. Sóla og hæla karlmanna- skóhlífar kr. 4,00. Sóla og hæla kven-skóhlífar kr. 3,50. SkÓYÍnnnstofan Frakkastíg 7 Kjartan Árnason. Sími 814. daginn og mætti það alls ekki fara niður úr kr. 1,25 á klst. Við verð- um að krefjast þess að við veið- um ekki látnir vinna eftir að lög- skipaður helgidagur er kominn á, en það vitum við að við höfum orðið að gera. Við höfum orðið að vinna oft fleiri klukkutíma eftir kl. 6 á aðfangadag jóla o. s. frv. Til þess að geta nokkurntíma gert ókkur vonir um að ná þessu fram verðum við að herjast fyrst og fremst sjálfir fyrir því og leíta aðstoðar hjá eldri samverkamönn- um okkar í „Merkúru. Við megum ekki láta undan þó að kaupmenn verði illir, og heldur ekki þó að kaupmaður sé jafnvel umsjónar- maður með deildinni okkar í „Merkúr“. Við verðum að standa þétt saman um kröfurnar þá sigr- um við. Sendisveinn. Hvers vegna þurfum við sendisveinar að berjasí fyrir bæiíum kjörum? Hvert sem við lítum, sjáum við verkalýðinn standa í baráttu um betri laun, styttri vinnutíma, bætta aðbúð við vinnuna o. s. frv. Auð- valdsheimurinn skiftist í 2 stéttir, annarsvcgar atvinnurekandastétt- in sem á framleiðslutækin og hins- végar vinnandi stéttin, verkalýð- urinn, sem hefir ekkert nema hend- ur sínar til að vinna með. Þessi barátta vinnandi stéttanqa fyrir bættum kjörum er kölluð stétta- barátta. Atvinnurekandinn eða sá sem hefur menn i þjónustu sinni reynir að hafa eins mikinn gróða upp úr verkafólki sínu og mögulegt er. Hann reynir því að spyrna á móti kröfum verkalýðsins um betri laun og bætt vinnuskilyrði eftir megni. Verkalýðurinn á því aldrei von á að þessir menn komi til hans og segi: Launin ykkar eru of lág, vinnutíminn of langur, það er sann- gjarnt að við hækkum við ykkur launin, styttum vinnutíma ykkur og gefum ykkur sumarfrí. Nei, það gera atvinnurekendurn- ir ekki. Þessvegna hefur verka- lýðurinn verið knúinn til þess að berjast fyrir réttmætum kröfum sínum og koma þeim í framkvæmd með valdi.

x

Sendisveinablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendisveinablaðið
https://timarit.is/publication/1432

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (22.12.1931)
https://timarit.is/issue/407725

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (22.12.1931)

Aðgerðir: