Sendisveinablaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 3

Sendisveinablaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 3
En hvaða aðferðum getur nú verkalýðurinn beitt til þess að koma þessu fram? Ekki ræður hann yíir þinginu til þess að hækka launin með lögum, ekki hefir hann lögreglu til þess að knýja atvinnu- rekendur til þess að verða við kröfum sinum. Ekkert af þessu hefur verkalýðurinn. En verkalýðurinn er fjölmenn- asta stéttin. Hann er miklu fjöl mennari heldur en auðvaldið. Þess- vegna smíðaði verkalýðurinn sér vopn til þess að berjast með — og þetta vopn er s a,m t ö k i n. Með því að leggjast allir á eitt geta verkamennirnir boðið yfir- stéttinni byrginn. Þá geta þeir sagt við hana: Ef þið viljið ekki hækka kaupið við okkur, þá hættum við að vinna. Verkalýðurinn gerir verkfall, en vegna þess að auðvaldið þarf að græða á atvinnutækjunum — á vinnu verkamannsins — verður það knúð til að verða við kröfum þeirra. Við sendisveinarnir erum einn hluti úr verklýðsstéttinni. Foreldr- ar okkar eru alþýðufolk, pabbar okkar flestra eru verkamenn. Einn- ig við erum nú að vakna til skiln- ings á því, að einungis samtökin geta bætt kjör okkar sem eru svo smánarlega slæm. Þessvegna stofn- uðum við sendisveinadeildina. Nú þurfum við að leggast allir á eitt til þess að ná öllum sendisveinum inn í samtökin, skýra fyrir þeim gildi þeirra og nauðsyn' Og ekkert má verða til þess að rjúfa samtökin. Nú eru margir okkar byrjaðir að hugsa um stjórnmál, því þau eru svo tengd hagsmunabaráttu okkar. Margir okkar eru komm- únistar eða fylgja kommúnistum að máli vegna þess að við sjáum að þar sem verkalýðurinn hefir kollsteypt auðvaldinu og sjálfur

x

Sendisveinablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendisveinablaðið
https://timarit.is/publication/1432

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.