Kreppan - 28.05.1932, Blaðsíða 1

Kreppan - 28.05.1932, Blaðsíða 1
K R E P P A N I. árg. Reykjavik, laugardaginn 28. maí 1932 1. blað Sendisveinastefnan. Kreppan. Kreppur koma aðallega af tvennskonar orsökum. Hin fyrri er sú, að menn hafa ekki nógu mikla peninga, en hin síðari sú, , að menn fá ekki nógu mikið fyrir peninga sína. Þetta er sameigin- iegt með öllum kreppum, sem nokkra virðingu bera fyrir sjálf- um sér. Hitt eru í hæsta máta óanstendugar kreppur, sem ekkert mark er á takandi, og verður ekki rætt um þær í þessu sambandi. Kreppur lýsa sér í því, að stabílir menn hætta að borga reikninga og togarafélög fara á hreppinn. Af þessu leiðir það, að ýmsir menn, svo sem rukkarar og sjómenn missa atvinnu, eða hafa ekkert annað að gera en að rukka hverir aðra, en það er rýr atvinna, eins og allir sjá. Þá koma aðflutningsbönn á öllu nema áfengi, því að það geta allir séð, að það er eitt helzta ráðið til að kreppunnar gæti sem minnzt, að allir séu á hvínandi kenderíi, hvort sem það stendur í Cassel eða ekki. En eina róttæka ráðið er, eins og allir vita, að láta fólk fá meiri peninga og koma því í kring, að meira fáist fyrir þá. Hið háttvirta málgagn vort hefir, eins og kunnugt er, á stefnuskrá sinni að létta krepp- unni, fyrst og fremst auðvitað hinni persónulegu kreppu útgef- endanna og svo heimskreppunni, eftir því, sem við verður komið. Nú mun ríkiskassinn vera tóm- ur, eftir því sem kunnugir segja, að minnsta kosti borgar sig ekki lengur að stela úr honum. Það er því ómögulegt að ná í pen- inga með því móti. Eftir þeirri reynzlu, sem kunningi vor hafði af almennum slætti í gær, þegar hann ætlaði að fá sér leka á Hótel Borg, mun það ráð heldur ekki gefast. Eina ráðið mun því Framh. I. Inngangur. Tæplega mun nokkur stefna hafa átt þegar í byrjun eins átak- anlegum vinsældum að fagna og sendisveinastefnan. Bendir allt til þess, að hún muni í náinni fram- tíð fara sigurför um heiminn, og er það ekki lítill sómi fyrir okkur að hún skuli hafa átt upptök sín hér í Reykjavík, ekki stærra bæ. Hefir sendisveinastefnan á skömm- um tíma komið sér upp stórri skrifstofu, þar sem verzlað er með frímerki, ágætum flokksforingja og blaði, sem á engan sinn jafn- ingja í heiminum. Er nú líka svo komið, að Sendisveinar munu vera orðnir langstærsti flokkur landsins og þótt víðar verði leitað, og ekki nóg með það, heldur eru meðlimir flokksins alltaf að stækka. Er það meira en hægt er að segja um meðlimi annara flokka hér á landi, sem flestir eru annaðhvort í keng frá náttunnar hendi (Tímamenn) eða í sífelldri kreppu eins og sjálfstæðismennirnir hafa verið, síðan aðrir fóru að stela úr ríkis- sjóðnum. II. Stofnandinn. Eigi verður sögð saga þessarar merku stefnu, án þess að minnst sé þess sendisveinsins, sem teljast má upphafsmaður og aðal forvíg- ismaður þessarar stefnu allt frá öndverðu og til dags dató, nefni- lega Gísla Sigurbjönssonar. Mun hans löngum minnst verða, er menn heyra góðs sendisveins getið. Hann hóf sendisveinastarfsemina á ungum aldri í þjónustu kristin- dómsins ogj Bjarma, en þeir eru báðir, eins og kunnugt er, Bjarmi og Gísli, fæddir og uppaldir á sama sæmdarheimilinu. í beinu áframhaldi af þessu má telja sendi- sveinsstarfsemi hans hjá Haraldi, sem hann rækti með alúð og skyldurækni, unz hann fór að sendast með frímerki út um allar trissur fyrir Hugó Proppé, sem hann gerir enn þann dag í dag, auk þess er hann fyrsti sendi- sveinn hjá Merkúr, sem eins og allir vita, var guð sendisveinanna. Sést á allri þessari upptalningu, að sendisveinn Gísli hefir lengra og fjölbreyttara sendisveinslíf að baki sér, en flestir aðrir sendi- sveinar nútímans, enda er hann hinn sjálfkjörni postuli (sem þýðir sendisveinn, eftir því, sem ritn- ingin segir) sendisveinastefnunnar Munu aðrir sendisveinar virða þetta við hann, því að þeir eru ótrauðir að sendast fyrir hann. III. Stefnuskráin. Það er sannarlega ánægjulegt að kynna sér stefnuskrá sendi- sveinaflokksins. Hann hefir sett sér hátt og glæsilegt markmið til að keppa að, sem sé að fara og gera allar þjóðir að sendisveinum. og sjá allir heilvita menn, að þetta hlýtur að verða mikill stuðningur fyrir stefnuna, enda er vonandi, að það takist. Þá er það heldur ekki lítils virði að afnema sem allra fyrst allar sendiferðir sendi- sveinanna, en þær eru blátt áfram forkastanlegar og gera líklega mest til að draga úr vexti sendi- sveinanna og þar með flokksins. Það er ánægjulegt, hve kollega vors háttvirta málgagns, Sendi- sveinninn, leggur mikla áherzlu á þetta atriði. . IV. Starfið. Háttvirt blað vort mun telja sér mikinn heiður að berjast eftir- leiðis undir hinum glæsilega fána sendisveinastefnunnar, en hann er, sem kunnugt er, hvítur sendling- urur með rauðar lappir á flugi á bláum grunni. Viljum vér einnig

x

Kreppan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kreppan
https://timarit.is/publication/1444

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.