Kreppan

Árgangur
Tölublað

Kreppan - 28.05.1932, Blaðsíða 4

Kreppan - 28.05.1932, Blaðsíða 4
KREPPAN í helgreipum ástarinnar. Leynlögreglusage úr miðbænum. I. kafli. Brúarfoss var að skríða inn á höfnina. Ólafur Magnússon hafn- arstjóri kallaði: »La’ gaa!« og Jón lóðs tók í manninn, sem tók í kaðalstigann, vippaði sér eins og köttur upp á þilfarið, þaðan hopp- aði hann eins og unglamb upp á brúna og heilsaði Júlíusi með handabandi, eftir að hann hafði varpað kveðju á Guðlaug bryta. »Jesús minn almáttugur góður guð«, sagði Júlíus, þegar Jón spurði, hvernig ferðin hefði geng- ið. »Þetta líka himneska veður, eg segi nú ekki annað en það«. Meðan á þessu samtali stóð, lögðu tollþjónarnir leið sína um káeturnar og skoðuðu dótið. Eftir að þeir höfðu límt tollmiðana á koffortin, opnuðu farþegarnir þau aftur og smeygðu hógværlega viskýinu undan sænginni og stungu því niður hjá sér. Kvenfólkð þurfti ekki að vera að slíku braski, því að engum siðsömum tollþjóni dettur í hug að fara að grann- skoða dót hjá dömu, af ótta við það, að hann kynni óvart að sjá ýmsa forboðna hluti. Allt þetta bjástur var að mestu leyti um garð gengið, þegar skip- ið lagðist eins og andvana hval- ur upp að uppfyllingunni. Uppfyllingin, þessi góða gamla stabíla uppfylling, sem sandurinn er ekki ennþá farinn að sprengja, þótt það séu nú meir en fimmtán ár, sínan Monberg sálugi kláraði hana, er þennan sunnudag, eins og endranær, þegar skip koma af hafi, troðíull af fólki, bílum og allavega litum vasaklútum, því að lúðramúsíkin á Austurvelli er afstaðin og nú er gott veður og enn eftir stund til kvöldverðar. Framarlega á bryggjunni standa nokkrir sérvitrir unglingar úr menntaskólanum og totta vindl- ingana með yfirlætisleysi hinnar sönnu menntunar. Þeir hafa fund- ið upp á því snjallræði að snúa baki við skipinu, sem óneitanlega er þó aðalatriðið í þessu sam- bandi, og standa nú og athuga fólkið, sem komið er til að at- huga hitt fólkið. Fyrir augu þeirra ber marglitan blómvönd af full- orðinslegum smástúlkum, sem þeg- ar eru farnar að mála sig eins og Gréta Garbó. Þær eru auðsjáan- lega að enda við að drekka sítrón inni á Hótel Borg og eru nú komnar til að grennslast fyrir um það, hvort ekki komi neinir sætir og kjánalegir útlendingar á hvít- um buxum, er bjóði þeim upp á sítrón inni á Hótel Borg. Ef þeir gerðu sér það ómak að líta við, þá myndu þeir geta séð farþegana, sem eru hver öðr- um merkilegri, en það er ekki við það komandi, því að fyrst og fremst hafa þeir tekið þetta í sig, og í öðru lagi eru þeir orðnir spentnir fyrir litlu stúlkunum, en itlar stúlkur líta, eins og kunn- ugt er, aldrei á menntaskóla- stráka, og gerir þetta spursmálið flóknara. Hins vegar eru stúlkurnar farn- ar að pískra sín á milli um far- þegana, en á meðal þeirra má líta Magnús Sigurðsson banka- stjóra, Þorvald Pálsson, lækni og marga fleiri heldri menn. Lang- mesta athygli vekur þó ungur og dökkhærður Þjóðverji, og því er slegið föstu eftir nokkrar bolla- eggingar í ungmeyjahópnum, að þetta sé nýi trumbuleikarinn, sem eigi að fara að spila á Hótel Borg. Þessar og fleiri hugleiðingar myndu stúlkurnar hafa verið að bjástra við lengi, ef ekki hefði komið fyrir óvænt atvik, sem skygði yfir hingaðkomu hins ann- álaða trumbumanns, huglastrar- mannsins, dansprófessorsins og jafnvel nærveru hins virðulega bankastjóra. Kaðall kom á fljúgandi ferð frá stafni byrðingsins og stefndi í miðjan ungmeyjaskarann, sem jafn- skjótt tvístraðist með kókettum skrækjum eins og hænhópur, þegar hani stígur í vænginn. Maður nokkur hljóp til og ætlaði að grípa kað- alinn, en hrasaði og sentist eins og píla fram af hafnarbakkanum,. lenti milli skips og lands og lá að vörmu spori í vatnsfletinum, spriklandi eins og fluga í mjólk- urbrúsa. Framh. Isafoldarprentsmiðja h.f. Krepputíðindi. Staddir í bænum. Ásmundur skáld frá Skúfstöð- um, Ólafur Davíðsson, Haraldur Guðmundsson, P. P. Mörland, Friðmundur Friðar, Mr. Norman Berrie. Ennfremur eitt sauðnaut austan úr Rangárvallasýslu. Tíð- indalaust úr Vesturbænum. Leikfélagið sýnir um þessar mundir heims- fræganleynilögreglusjónleik,»Gall- inn á kassanum«. Fjallar hann um leka, sem kom á ríkiskassann. Sérstaklega mikla lukku gerir að- alleikandinn, dómsmálaráðherrann, þegar hann syngur slagarann: »Þú álfu vorrar elzta þing . .« og »Sjómennirnir vita, hvað það er að sigla upp á sker . . .« Út af Jónasi skal það tekið fram, að eftir- leiðis verður alls ekki á þann mann minnzt í háttvirtu blaði voru, til þess ber blaðið of mikia virðingu fyrir sjálfu sér. Oss finnst hann of ljótur og ómerkilegur til þess, enda er hann búinn að vera. Ábyrgðarmaður óskast fyrir háttvirt blað vort. Þarf að vera vel kunnugur i Steininum. Afdankaður sprúttsali eða fyrverandi fangavörður væri heppilegur. Umsóknir sendist áð- ur en næsta blað kemur út. Frítt fæði og húsnæði (leggur ríkið til).

x

Kreppan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kreppan
https://timarit.is/publication/1444

Tengja á þetta tölublað: 1. blað (28.05.1932)
https://timarit.is/issue/408098

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. blað (28.05.1932)

Aðgerðir: