Kreppan - 28.05.1932, Blaðsíða 2
2
KREPPAN
hvetja lesendur vora til að kynna
sér sem allra bezt hið ágæta mál-
gagn stefnunnar, »Sendisveinninn«.
Því eins og ritstjóri blaðsins, Gísli
Sigurbjörnsson, kemst að orði í
nýútkomnu 5. tölublaði, þá er
»baráttan nm sendisveinana eigin-
lega upphafbaráttunnarum œsku-
lýð landsins.“ Ennfremur er í
blaði þessu ýmiskonar fróðleikur,
sem engan skaðar að vita. T.d.
er í síðasta blaði ágætis grein
eftir ritstjórann um Budapest, sem
er einhver merkasti sendisveina-
bær í heimi, og þótt víðar væri
leitað. »Fjöldi ferðamanna kemur
árlega til Budapest, sem heldur
er engin furða«, stendur meðal
annars í greininni, og kemur áfram-
hald af þessum ferðamannastraum
í næsta blaði.
V. Niðurlag.
Að endingu viljum vér, sem
með þessum fáu línum höfum
leitazt við að vekja athygli á
þessari merku stefnu, minnast
lítið eitt á orrustusöng sendisveina
sem verður prentaður í næsta
blaði voru og kollega vors »Sendi-
sveinsins«, Hann er undir laginu
»Deutschland, Deutschland úber
alles.. «. og byrjar svona: »Sendi-
sveinninn ofar öllum .. «, Lagið
er, eins og allir vita, eftir hinn
heimsfræga kompónista Adolf
Hitler.
Fegurðarsamkeppni.
Á hinuin árlega fegurðarkon-
gress Framsóknarflokksins, sem
haldinn var nú fyrir skömmu,
hlant Jónas Þorbergsson I. verð-
laun og þar með nafnbótina Feg-
urðardrotning Tímamanna. Próf-
nefndina skipuðu Gísli Guð-
mundsson ritstjóri, Hannes dýra-
læknir Jónsson og sem odda-
manneskja Miss Greta Garbo í
Hollyvood (Calif.) Útnefningin
fór mjög hátíðlega fram, eins og
vænta mátti, Á eftir hélt ríkis-
stjórnin kreppuball :um borð í
í ríkiskassanum, en þar er nú
orðið rúmgott og þægilegt pláss
fyrir dansleiki og veizluhöld.
Reykvískir piparsveinar
Eins og allir ættu að vita, má
skipta mannfólkinu í tvo aðal-
flokka, gift fólk og ógift, og eru
báðir þessir flokkar hvor öðrum’
merkilegri, eins og nærri má geta.
Ekki verður sagt, að mannfræð-
ingum hafi tekizt að finna nokkra
ábyggilega reglu fyrir því, hverjir
giftast og hverjir ekki. Er svo að
sjá, sem þar ráði oft tilviljun ein,
eins og er um margt annað, sem
mönnum er ekki sjálfrátt um, eða
eins og skáldið góða kemst svo
fagurlega að orði í einu ljóða sinna:
Sumir eiga sorgir
og sumir eiga konur.
Einum fæðist dóttir
og öðrum fæðist sonur.
Vér höfum nú ákveðið að helga
reykvískum piparsveinum eftirleið-
is allmikið' rúm í voru háttvirta
blaði, og er það að vel yfirveg-
uðu ráði, að vér höfum horfið
að þessu. Fyrst og fremst tilheyra
þessum flokki ýmsir hinna mæt-
ustu og einkennilegustu samtíðar-
manna vorra, sem eiga allt gott
skilið, jafnvel að vera giftir, ef
þeir kæra sig um, og er því ekki
nema sanngjarnt, að þeim sé
meiri gaumur gefinn en verið hefir
Viljum vér því í voru háttvirta
málgagni gera allt, sem í voru
mikla valdi stendur til þess að
hefja einstaka menn í þessari stétt
og þá um Ieið piparsveinastéttina
sem heild, til sívaxandi vegs og
virðinga og um leið að vekja hjá
þeim stabíla og ábyggilega stétt-
armeðvitund, sem að undanförnu
hefir verið af mjög skornum
skamti. Hvað yrði t. d. sagt í
piparsveinastéttinni, ef jónas færi
til þess, eins og Mússólíni frændi
hans, að skattleggja piparsveina?
Er ekki betra að taka ráðið í tíma
og efla samtök á stéttvísum grund-
velli, gegn væntanlegum kúgunar-
tilraunum valdhafanna, sem allir
eru í hinni stéttinni?
Þá er og ótalið, sem þýðingar-
mest er, að þetta tiltæki vort gæti
stuðlað að auknu viðskiptajífi og
samgöngum, með tilliti ti| hjúskap-
arlífs hér í borginni, en fjörugt og
ört viðskiptalíf er, eftir því sem
Gustav Cassel kemst svo fagur-
lega að orði í Stefni, lang-hættu-
legast fyrir kreppuna. Það gæti
komið henni í hann krappan, og
yrði þá þetta hlálega tiltæki vort
vort til þess að draga úr henni
að miklum mun. Teldi háttvirt
blað vort ekki illa farið, ef það
gæti átt sinn góða þátt í því, að
ýmsir piparsveinar bæjarins kæm-
ust í viðkunnanleg hjónabönd, og
væri þetta ekki sízt ánægjulegt
fyrir oss gagnvart þeim mörgu og
velþekktu piparsveinum, sem þrátt
fyrir mikla kostgæfni og stöðuga
viðleitni hafa ílengst í piparsveina-
stéttinni. Tekur háttvirt blað vort
feginsamlega á móti ábyggilegum
og greinargóðum lýsingum á pip-
arsveinum (fyrsta flokks), og sömu-
leiðis er þeim heimilt rúm fyir sig
í háttvirtu blaði voru. Hitt þarf
ekki að taka fram, að allar skrum-
auglýsingar og vörugyllíngar eru
oss mjög á móti skapi, eins og
von er til, enda er þegar lækna-
stéttinni bannað slíkt, með lækna-
lögunum hans Vilmundar. Með
því að læknar þurfa, ekki síður
en aðrir piparsveinar, á auglýs-,
ingum vorum að halda, væri rangt
og beinlínis villandi að vera með
skrum og gyllingar við alla aðra
en þá, ekki sízt þar sem sumir
meðlimir beggja stéttanna ættu
fyrir alla muni að giftast sem
fyrst, áður en það verður of seint
Quod felix . . .
Stj órnarkr epp an.
Samkomulag kvað hafa náðst
um að dr. theol. Jón Helgason
biskup verði fenginn til að mynda
stjórn og taki Tryggvi við störf-
um í hans stað, þánnig að eftir-
leiðis verði Jón Helgason for-
sætisráðherra í Laufási og mágur1
Ásgeirs, en Tryggvi verði dr.
theol. herra biskup og faðir Hálf-
dánar og þeirra systkina. Vér
getum fullyrt, að fregnin hefir
við ekkert að styðjast.