Kreppan

Árgangur
Tölublað

Kreppan - 28.05.1932, Blaðsíða 3

Kreppan - 28.05.1932, Blaðsíða 3
KREPPAN 3 K R E P P A N (Er eint og viridurinn. Enginn veit, hnaðar hún ksmur eða hvert htin fer. — Ásgeir Ásgeirsson). Kemur út öðru hvoru, meðan kreppan helzt. Ritstjórn í vesturdyrnn Lands- bankans, dð sunnanverðu við Stebba túlk. Menn fá blaðið stanzlaust fyrir 25 aura. Fastir áskrifendur fá blaðið alls ekkl, enda eiga þeir það heldur ekki skilið. Um grínblöð. Það hefir margsinnis verið sýnt fram á það af frægum, þýzkum vísindamönnum, að næst á eftir sólböðum og bætiefnaáti munu grínblöð vera hollust fyrir heils- una. Enda má telja það megin- þáttinn í því, hve góðrar heilsu íslenzka þjóðin sem slík hefir notið sem slík á undanförnum öldum, að hana hefir aldrei skort nægan grínblaðakost eftir að prentlistin fannst upp og raunar heldur ekki áður. Að minnsta kosti má fullyrða að ef Snorri, sem var svo gott grínskáld, að hann orti langt kvæði (Háttatal), meðan hann var að hátta sig, hefði gefið út blað, þá myndi hann. að gríninu til ekki hafa staðið sig ver en kol- legar hans nú á tímum. Hljóðfærahúsið gaf út stríðssöng jafnaðarmanna og Internationale á grammófónsplötu. Á plötunni stóð »Icelandic comic with orchestra«, sem þýðir, eftir því, sem Halldór Laxness kemst næst: íslenzkt grín með hljómsveit.' Og því verður ekki neitað, að í hljómsveitargrín- inu höfum vér sennilega komizt lengst allra þjoða. Að minnsta kosti munu allir vera sammála um það, sem Stefán forumaður sagði í bankanum, dag- inn sem stjórnarskiptin urðu ekki, að grínlausir Tímar væru eins og bætiefnalaust magarín. Það skal tekið fram, að þótt háttvirt blað vort telji sig grín- blað, þá hefir það æðra og meira hlutverk en að ganga irin á verk- svið hinna grínblaðanna. Þess- Frá Hótel Borg. Jóhannes glímukappi, sem einu sinni hélt uppi veitingum á Hótel Borg, hefir nú tekið við þeirri atvinnu aftur og mun það sér- staklega gert fyrir margendur- teknar áskoranir frá grínblaðinu Sókn, en eins og allir vita, hefir þetta blað tekið miklu ástfóstri við hótelið og verið óþreytandi í því að minna menn á allt, sem þar fæst. Enda er auðséð, að hótelið og veitingasalirnir hafa tekið miklum framförum til bóta, síðan Jóhannes tók við rekstrin- inum að nýju og má segja að nú sé orðið mjög viðkunnanlegt að drekka sig fullan þar. Sérstök framför má það teljast, að nú er búið að setja upp gríðar- stórar klukkur í veitingasalina, sem hringja af sjálfu sér, þegar einhver gestanna gleymir að fá sér snaps, og rautt ljós á veggn- um gefur mönnum til kynna á mjög aðlaðandi hátt, hvenær æskilegt sé, að þeir séu orðnir dauðadrukknir. Að öðru leyti er þarna margt óbreytt frá því sem áður var, t. d. er gestum hent út stundvíslega klukkan hálf tólf, nema í þeim fáu tilfellum, þegar búið er að gera það áður, og ætti vegna, til þess að fólk geti hag- nýtt sér sem bezt allt þjóðlegt grín, birtum vér hér skrá yfir helztu grínblöö, sem gefin eru út hér á landi, ásamt upplýsingum um ritstjóra þeirra. (Sbr. samskonar skrá í „Listviðum" nr. 2). A. Lögbirtingablað. Ritstj. Pétur Hjaltested. Giftur. B. Sókn. Ritstj. Felix Guðmunds- son. Ógiftur eins og nafnið bendir til. C. Tíminn. Ritstj. Gísli Guðmunds > son. Giftist alls ekki. D. Bjarmi, Sendisveinninn og Leikendaskráin. Ritstj. allt fólk- ið í Ási. E. Náttúrufrœðingurinn. Giftur. þetta að geta stuðlað að aukinni stundvísi, ekki síður en tíu aura bílarnir. Einn Ijótur siður er þó við- hafður á þessu hóteli, sem þyrfti að leggja niður strax og ekki viðgengst nema á allraviltustu villimannahótelum í Miðafríku, nefnilega það að hafa sérstakan samvinnuskólapilt til að nappa vínið frá gestunum og fara burt með það. Raunar er það bót í máli, að í flestum tilfellum geta menn fengið þetta upptæka á- fengi aftur, næst þegar þeir verða fullir, ef það er þá ekki orðið um seinan. Það segir sig sjálft, að oft getur leitt af þessu alveg ó- viðunandi drátt á áframhaldandi fylliríi manna. Prentmyndagerð og áfengi. Ef einhverjum lesendanna finnst skorta á myndir í voru háttv. blaði, þá skal það tekið fram, að að vér höfum einmitt íhugað: þetta mál rækilega og komizt að þeirri niðurstöðu, að vér yrðum af siðferðilegum ástæðum að kom- ast af með sem allra fæst mynda- mót fyrir háttv. blað vört. Ástæðan til þessa er sú, er hér segir: í nýútkomnu 8. bindi af hinni smekklegu og vönduðu skýrslu um áfengisútlát eftir hinn viður- kennda dánumann Björn Þorláks- son, er m. a. greinargóð skrá yfir áfengi, sem bókstaflega hefir runnið tíl verklegra nota á árinu 1931. Oss til mikillar hryggðar höfum vér komizt að því, að af öllum verklegum framkvæmdum útheimtir prentmyndagerðin mesta áfengisnautn, því að hún er lang- samlega hæst á blaði, hvað spír- ann snertir (kg. 51.000 árið 1931). Þar sem háttvirt blað vor er bindindisblað eins og öll grín- blöð, viljum vér sízt af öllu verða til að auka á þessi ósköp.

x

Kreppan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kreppan
https://timarit.is/publication/1444

Tengja á þetta tölublað: 1. blað (28.05.1932)
https://timarit.is/issue/408098

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. blað (28.05.1932)

Aðgerðir: