Þjálfi - 01.05.1932, Blaðsíða 1

Þjálfi - 01.05.1932, Blaðsíða 1
 í'l Lf I. árg. Vestraannaeyjum í maí 1932 1. tbl. Ávarp til leseiida. Hér hefur nýlt blað göngu eína, blað, sem er einsdæmi hér í Vestmannaeyjum — íþróttablað. Ose finnst þó síat ástæða til að örvænt um framtíð slíka blaðs, nú orðið. Iþróttaíðkanir eru nú að verða skyldugrein í hverjum skóla landsins. Áhuginn fyrir íþróttaiðkunum fer óð- um í vöxt og skilningurinn á ágæti íþrótta glæðist með ári hverju. Þykir oss því tímabært að hrinda af stað sliku blaði nú. Mun það eftir getu, gefa mönn- um kost á að kynnast helstu viðburðum á sviði íþrótta, utan lands og innan. Mun blaðið og gera sér far um að glæða áhuga fólks fyrir iþróttaiðkunum og innprenta mönnum skilning á gagnsemi íþróttaiðkana. »Þjálfi« mun flytja greinir um alt það, er lýtur að íþróttum, iþróttafréttir bæði iunlend- ar og útlendar, o. fl. Ætlunin er að blaðið komi út tvisvar í mánuði, 1. og 15. Fyrst um sinn mun blaðið aðeins selt í lausasölu. — Vonum vér að »Þjálfi« megi lifa vel og lengi; en vitanlega er það undir bæjarbúum komið, hver örlög hans verða. Kaupið „Þjálfa" og lesið, því með því styðjið þér íþróttamenn bæjarins, og hver getur sagt, að þeir eigi það ekki skilið? „Þjálfi“ hefur nú göngu sína vongóður um framtíðina, því hann veit, að hann berst fyrir góðu málefni. — Gleðilegt sumar! Útgef. Gledilegt sumar! Íþróttalífið. Veturinn kveður! Sumarið heilsar með hlýj- um svip og björtu brosi það vekur til starfs og dáða ýms þau öfl, sem blundað hafa hina löngu árlegu nótt, og leysir úr læðingi það líf, sem legið hefur í vetrardvala. þar á meðal vek- ur það hér til nýrra starfa íþróttalíf hinna ungu Vestmannaeyinga. íþróttalíf á ýmsum stöðum er með mismun- andi blæ eftir atvinnuháttum, tíðarfari, skapferli og þjóðarvenjum þeirra, er þær iðka. Hér í Vestmannaeyjum er það mestan tima ársins fest í þá fjötra, er atvinna Eyjaskeggja og óstöðug veðrátta tvinna saman. Hið feykimikla kapp og vinnuhraði, sem hafa verður á um bjargræðis- tímann — vertíðina — til að koma undan afla þeim, er á land berst, veitir lítinn tíma eða krafta aflögu frá daglegum störfum til íþrótta- iðkanna. því er hér lítið um vetraríhróttir. Hér mætti hafa hinar ágætustu skíðabrekkur og skautasvell jafnvel lika, ef veturinn væri jafn grimmur við okkur og ýmsa aðra íslendinga eða frændþjóðina í Austurvegi. Norðmenn búa við harðarí vetur en Vestmannaeyingar, en við fóstur fanna og ísa hafa alist upp meðal þeirra þeir iþróttamenn, sem borlð hafa hróður Noregs út um viða veröld. Á íþróttakvikmyndinni, sem I. S. I sendi hingað í fyrra, mátti sjá þau ótrú- legu afrek, sem náðst hafa þar á þessu sviði í- þrótta. Hér er um fáar aðrar íþróttir að ræða en reglu- legar sumaríþróttir, sem ræktar verða aðeins nokkurn hluta árs. Samt sem áður hafa Vest- mannaeyingar náð heiðurssessi meðal islenzkra íþróttamanna. Fjallagróðurinn, sem liggur undir fönn mikinn tíma árs, nýtur sólar og sumars skemur en lág- lendisgróðurinn, sem

x

Þjálfi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1591

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.