Fram - 02.10.1936, Blaðsíða 1
i. arg.
Vestmannaeyium 2. október 1936.
1.
tbl.
Ávarp.
Einkenni œakunnar er að
sækja fram — klifa brattann —
ganga ótrauð til leiks.
Þessi eínkenni hennar koma
fram í útgáfu þessa blaðs, sem
nokkrir ungir menn standa að.
Þeir vilja koma áhugamálum
sínum í framkvæmd og vænta
meðal annars styrks til þess af
útgáfu blaðsins.
Stefna þess er að vinna að
velferðarmálum æskunnar áöll-
um sviðum, með því að ræða í-
þróttamál, heilbrigðismál, menta-
mál, bæjar- og þjóðfélagsmál,
sem snerta æskuna.
Útgefendurnir heita á sam-
herja sína í íþróttahreyflngunni
að standa fast saman umblaðið
svo það verði sterkt í starfi
sinu.
Heilbrigð sál í hraustum lik-
ama!
Útgefendur.
Hálningu og
ferais
fáið þér í mestu úrvali
og með bestu verði í
Vöruhúsinu
Líkamsæfingar.
Undlrstaðan undir allar
tegundir fþrótta er mýkt,
sem fœst með alhllða iðk-
un líkamsæfinga.
Undanfarna vetur hafa ýmsir
tekið að sér kenslu í leikfimi
fyrir félögin eða áhugaflokka.
Allir þessir menn, sem tekið
hafa að sér þessa kenslu, fást
við einhver störf, sem takaupp
alla þeirra starfskrafta yfir dag-
inn. Hér hefir aldrei gengið að
maður með óskifta krafta, sem
hefir getað tekið að sér flokka
frá félögunum bæði karla og kon-
ur, unga og gamla.
Þetta er eitt hið mest aðkall-
andi íþróttamála, til þess að kippa
í lag. Vetrarstarfsemi þarf að
vera skipulegri, því að á henni
byggist öll geta til suraarstarf-
seminnar, hvaða nafni sem nefn-
ist.
Grundvöllurinn uudir að mað-
ur geti fengið leikni i hvaða
íþrótt sem er, knattsp., frjáls-
um íþróttum, sundi 0. s. frv. er
komið undir mýkt líkama hans
samleikssneggju vöðvana og
skjótrar hugsunar. Þetta þjálfar
leikfimin, en með þetta áekk-
að bíða þar til á æfingavöllinn
eða leikvanginn er komið, til
þess að æfa eða jafnvel keppa
í einstökum íþróttum.
Iivaða íþróttamann sem mað
ur spyr erlendis, þar sem I
þróttastarfsemi er á háu stígi.
Hvernig og hvað æfir þú á
vetrum? Þá er alt af svarið: leik-
flmi,
Ég spurði marga að þessu í
sumar, þar eð mér gafst góður
koatur á því.
Ég átti tal um þetta mest við
knattspyrnumenn, frjálsa íþrótta-
menn og róðrarmenn.
Við Friðrik Jesson horfðum t.
d. nokkrum dögum fyrir sund-
keppnina á hina japönsku sund-
menn og konur taka saman í
hóp, úti á Sund-„Stadion“ strang-
ar Buhks æfingar og það í góð-
an tíma.
Ég sá eitt sinn, á völlunum
fyrir framan líkamsíþróttahá-
skólann eitt knattspyrnulið Olym-
piuleikana taka langa og strang-
ann tímaseðil í staðæfingum og að
þeim loknum hlupu þeir nokkra
hringi á vellinum.
Við hlustuðum líka eitt sinn
á fyrirlestur þar sem drepið var
á þetta efni og talað mikið um
skaðsemi þess að menn legðu út
í æfingar að vorinu undir ein-
stakar íþróttaraunir með ekkert
eða lítt -þjálfaðan líkama eftir
aðgerðarleysi vetrarinB.
Þessi maður tók til dæmis
járnið hjá járnsmiðnum. Smiður-
inn byrjar á því að hitajárnið,
áður en hann fer að hamra það
til í þá lögun sem hann vill fá
það í. Sá aem ætlar að móta
mynd í leir, eltir fyrst leirinn
áður en hann hefur mótunina.
Húsasmiðurinn byrjar á undir-
stöðunni en ekki þakinu. Þetta
eru alt hliðstæð dæmi fyrir í-
þróttastarfsemina. Að byrja á
byrjuninni, mynda grundvöllinn
og jarðveginn, þar sem eitthvað
er hægt að byggja ofan á.
Þetta atriði báir íþróttum okk-
J