Fram - 02.10.1936, Blaðsíða 2

Fram - 02.10.1936, Blaðsíða 2
2 FRAM ar íslendinga. Ungur efnilegur maður kemur út á leikvanginn, byrjar að kasta, hlaupa eða stökkva. Hann hefir ef til vill aldrei reynt þetta fyr. Engmn þekkir hann sem íþróttamann. En eitthvert félag uppgötvar að þarna er maður handa því að keppa á þessu og þessu móti í þessari og þessari íþrótt. Hann keppir, vekur athygli. Hanner orðinn einn af íþróttamönnum landsins, ungur og efnilegur segja blöðin með feitletruðum stöfum. Maðurinn heldur áfram að æfa íþróttir, segjum svo að það sé stökk. Hann stekkur og stekk- ur og lítil er framförin frá fyrsta mótinu. Hann tekur þátt í fleiri mótum. Árangurinn er lítið betri. Veturinn líður, án þess að mað- urinn æfi sig. Vorið kemur og hann byrjar aftur sínar stökk- æflngar. Stekkur og stekkur. Honum verður smátt og smátt íþróttin þrældómur, engin fram- för gerir hann leiðan og hann hættir að æfa, en keppir þó á mótum. Árangurinn er lítið betri er hann hættir, en er hann byrjaði. Þetta er saga margra íslend- skra íþróttaraanna, því miður. Þeir hafa aldrei elt leirinn eða hitað járnið, áður en þeir byrj- uðu að reyna að móta það. Því sjáum við aldrei eða ör- sjaldan menn um eða yfir þrí- tugt keppa á kappmótum? Af hverju eru það einvörð- ungu unglingar frá 16 og upp í 24 ára? Þessu er auðsvarað. Það er af því Bem framan get- ur, vegna engrar eða skakkrar æfingar verða menn fljótt þreytt- ir á sínum iþróttaiðkunum. Æfingar þeirra eru altaf þræl- dómur í stað leiks. íþróttirnar sem eiga að vera dægrastytting eftir þrældóm dagsins, bæta nýjum þrældómi við, ög hver maður vill vera laus við þræl- dóminn að sem mestu leyti og klippir því þennan óþarfa þræl- dóm (íþróttina) ofan af og hættir íþróttaiðkunum eftir 2 — 3 ár. Erlendir íþróttamenn, sem mæta fram á íþróttamótum og ná bestu árangrum, eru menn um ogyfir 30 ára er hafa æft sig rólega og skipulega í nokkurskonar leik, en þó stefnt alt af að föstu marki. í slíkt horf þurfum við að koma íþróttum okkar. Gera þær að meiri leik og að hugljúfri dægrastyttíngu, og að engin hyggi á að keppa eða æfa að- ferðir sérstakra íþrótta nema hann hafi þjálfað allan líkama sinn undir það. Knattspyrnumenn kvarta um kennaraleysi í knattspyrnu, frjálsir íþróttamenn um sama í frjálsum iþróttum. Það er satt að þessa kennara vantar, en þá er erfitt að fá. En þið knattspyrnu- menn og þið frjálsra Iþróttamenn iðkið staðæfingar, sem gera ykk- ur mjúka, reyna á alia vöðva líkamans. Það er enginn að ráð- leggja kraftraunir og hafraunir leikfimninnar undir knattspyrnu eða frjálsar íþróttir, heldur frjálsar afslappaðar staðæfingar sem reyna á allan skrokkinn. Þennan grundvöll undir íþrótt- irnar þurfum við að skapa með því að fá hingað mann, sem getur tekið að sér kenslu í fél. bæði fyrir konur og karla, eldri og yngri. Þ. E. Leikjimiskensla. K. V. hefir fengið hingað leik- fimiskennara, sem mun taka að sér kenslu á leikfimi fyrir karla og konur, unga og gamla, í 3 mánuði. Kennarinn, Jens Magnússon, hefir lært hjá N. Buhk á Ollerup í Danmörk og verið á sumrum kennari á Álafossi. Hann mun koma hingað á mánudag með E.s. ísland. Þeir eða þær sem hafa hug á að vera með í þessar leik- fimiskenslu, leiti upplýsinga hjá Einari Sigurðssyni eða Þorst. Einarssyni. Kenslan byrjarþegar í næstu viku. Stækknn Sund- langarinnar. Sundlaugin hefur nú starfað hér í tvö sumur auk eins mán- aðar haustið sem hún var byggð. Frá því fyrsta hefir aðsóknin að lauginni verið mjög mikil. Finn- bogi R. Þorvaldsson verkfr. sem teiknaði laugina heflr það eftir þýzkum handbókum um bygg- ingu sundlauga að þar sem nægi- lega stór sundlaug sé til afnotaí bæjum fyrir almenning, baði sig á dag um 2°/# af íbúunum og hefði eftir því hlutfalli 70—80 manns átt að baða sig hér á dag í sundlauginni, en gerði þó ráð fyrir nokku meiru vegna sundskyldunnar. Reyndin var sú, að hér sóttu s. 1. sumar til jafnaðnr um 3b0 manns á dag, en í sumar þó nokkru færri. Áðsókn hefur því verið gíf- urlega mikil að lauginni miðað við það sem annarsstaðar tíðk- ast, enda er mjög hreinleg um- gengni um laugina og ólíkt hreinlegri en víða annarsstaðar. Og má það mikið þakka góðri stjórn og því að sjór er notað- ur í stað vatns, sem ávalt vill fylgja nokkur jurtagróður. Snemma var því veitt athygli að laugin var ekki svo stór sem æskilegt hefði veríð sérstaklega þó frá íþróttalegu sjónarmiði. Því ekki er hægt að staðfesta met í laug, sem er minni en 25 m. á lengd, en fyrir Vestm. eyjar sem er annar mesti í- þróttabær á landinu og keppir að því að verða fremstur, hlýt- ur öllum að vera það ljóst hve mikla þýðingu það hefir fyrir sundíþróttina að hægt sé að veita íþróttamönnum þá viður- kenningu fyrir uunin afrek sem þeir eiga rétt á í stað þess að láta þau falla í gleymsku. Hverju bæjarfélagi er sómi að því að íþróttirnar standi með blóma auk þess sem það heflr

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/1609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.